Napoli heldur í við toppliðin frá Mílanó Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 16:08 Victor Osimhen skoraði fyrra mark Napoli í dag. Maurizio Lagana/Getty Images Napoli vann torsóttan 2-0 útisigur er liðið heimsótti fallbaráttulið Venezia í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gestirnir frá Napoli voru betri aðilinn í upphafi leiks, en erfiðlega gekk að skapa opin marktækifæri. Staðan var því enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Fyrsta mark leiksins kom loksins eftir tæplega klukkutíma leik þegar Victor Osimhen skallaði fyrirgjöf Matteo Politano í netið og þungu fargi létt af gestunum. Heimamenn náðu að skapa sér nokkur hálffæri til að jafna leikinn, en gerðu sjálfir út um vonir sínar þegar bakvörðurinn Tyronne Ebuehi fékk að líta beint rautt spjald fyrir klaufalegt brot á Dries Mertens á fimmtu mínútu uppbótartíma. Liðsmenn Napoli voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og Andrea Petagna tryggði liðinu 2-0 sigur með góðu marki þegar tæpar 97 mínútur voru á klukkunni. Napoli situr nú í öðru sæti deildarinnar með 52 stig eftir 16 leiki, líkt og AC Milan sem situr sæti neðar með verri markatölu. Á toppnum sitja Ítalíumeistarar Inter með einu stigi meira, en eiga einn leik til góða. Arnór Sigurðsson sat allan tíman á varamannabekk Venezia, en liðið situr í 18. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 23 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira
Gestirnir frá Napoli voru betri aðilinn í upphafi leiks, en erfiðlega gekk að skapa opin marktækifæri. Staðan var því enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Fyrsta mark leiksins kom loksins eftir tæplega klukkutíma leik þegar Victor Osimhen skallaði fyrirgjöf Matteo Politano í netið og þungu fargi létt af gestunum. Heimamenn náðu að skapa sér nokkur hálffæri til að jafna leikinn, en gerðu sjálfir út um vonir sínar þegar bakvörðurinn Tyronne Ebuehi fékk að líta beint rautt spjald fyrir klaufalegt brot á Dries Mertens á fimmtu mínútu uppbótartíma. Liðsmenn Napoli voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og Andrea Petagna tryggði liðinu 2-0 sigur með góðu marki þegar tæpar 97 mínútur voru á klukkunni. Napoli situr nú í öðru sæti deildarinnar með 52 stig eftir 16 leiki, líkt og AC Milan sem situr sæti neðar með verri markatölu. Á toppnum sitja Ítalíumeistarar Inter með einu stigi meira, en eiga einn leik til góða. Arnór Sigurðsson sat allan tíman á varamannabekk Venezia, en liðið situr í 18. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 23 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira