Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja víðast hvar eftir næturveðrið Hólmfríður Gísladóttir, Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 6. febrúar 2022 14:45 Mikill vatnselgur er á Sæbraut. vísir/vilhelm Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. „Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Unnið verður fram eftir morgni að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða,“ segir í Facebook-færslu almannavarna. „Þeir sem ætla á bílum sínum eru beðnir um að meta búnað bílsins og færðina þar sem þeir búa og alls ekki að ana af stað ef ófærð er mikil. Strætó stefnir á að hefja akstur upp úr klukkan 09.00. Förum varlega og munum eftir að skafa vel og hafa öll ljós kveikt.“ Rafmagn fór af höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í nótt og var stopult í um stundarfjórðung. Vísir fylgist að sjálfsögðu með framvindunni og mun færa ykkur allar nýjustu fréttir af óveðrinu í vaktinni hér að neðan, um leið og þær berast. Hér eru helstu upplýsingar um lokanir og skerðingu á þjónustu vegna veðursins. Bítið á Bylgjunni verður í beinni á Stöð 2 Vísi frá klukkan 05. Ert þú með ábendingu í tengslum við óveðrið? Sendu okkur endilega myndir og/eða frásögn á ritstjorn@visir.is. Myndbönd og myndir mega endilega vera á breiddina.
„Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Unnið verður fram eftir morgni að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða,“ segir í Facebook-færslu almannavarna. „Þeir sem ætla á bílum sínum eru beðnir um að meta búnað bílsins og færðina þar sem þeir búa og alls ekki að ana af stað ef ófærð er mikil. Strætó stefnir á að hefja akstur upp úr klukkan 09.00. Förum varlega og munum eftir að skafa vel og hafa öll ljós kveikt.“ Rafmagn fór af höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í nótt og var stopult í um stundarfjórðung. Vísir fylgist að sjálfsögðu með framvindunni og mun færa ykkur allar nýjustu fréttir af óveðrinu í vaktinni hér að neðan, um leið og þær berast. Hér eru helstu upplýsingar um lokanir og skerðingu á þjónustu vegna veðursins. Bítið á Bylgjunni verður í beinni á Stöð 2 Vísi frá klukkan 05. Ert þú með ábendingu í tengslum við óveðrið? Sendu okkur endilega myndir og/eða frásögn á ritstjorn@visir.is. Myndbönd og myndir mega endilega vera á breiddina.
Veður Tengdar fréttir Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55 Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. 7. febrúar 2022 00:59 Fylgstu með lægðinni Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. 7. febrúar 2022 00:04 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Sjá meira
Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55
Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. 7. febrúar 2022 00:59
Fylgstu með lægðinni Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. 7. febrúar 2022 00:04