Keahótel ætla í sókn á Sigló Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 22:33 Sigló Hótel er nýjasta hótel í keðju Keahótela. vísir Keahótel hafa tekið við rekstri Sigló Hótels og allri tengdri starfsemi þess á Siglufirði. Hótelið er þar með orðið að níunda hótelinu í keðju fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri hennar segir bjarta tíma vera fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. Það var athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson sem stofnaði hótelið og hefur undanfarin ár staðið í umfangsmikilli ferðaþjónustustarfsemi á Siglufirði. Hann ákvað þó í haust að setja hana alla á sölu og í morgun skrifuðu Keahótel síðan undir leigusamning á öllum rekstrinum til næstu 17 ára. Þar undir eru hótelið sjálft, Sigló gistiheimili og veitingastaðirnir veitingastaðirnir Sunna, Rauðka og Hannes Boy. Róbert segir gríðarlega umbrotatíma fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. „Það sem er að gerast er það að þessi grein mun þurfa að fara öll í uppstokkun. Mörg fyrirtæki eru verulega löskuð eftir það sem undan hefur gengið síðustu tvö ár. En hér eru tvö fyrirtæki að leiða saman hesta sína til að fara að takast á við þá umbreytingu sem býður okkar,“ segir Róbert. Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur staðið að mikilli uppbyggingu á Siglufirði síðustu ár.Vísir/Egill Hann treystir Keahótelum vel fyrir rekstri hótelsins næstu 17 árin. „Ég held að framtíð Sigló hótels verði tryggð þannig að þeir verði í sóknarliðinu og það munu verða margir aðrir sem fara í endurskipulagningu og við vildum bara vera með þeim fyrstu. Við ætlum að tryggja það að við verðum í sigurliðinu,“ segir Róbert. Bjart fram undan Framkvæmdastjóri Keahótela segir að hótelið verði nú samtengt rekstri annarra hótela fyrirtækisins. Markmiðið sé að efla ferðaþjónustu á Siglufirði enn frekar sem hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu árin og komið furðu vel út úr heimsfaraldrinum. Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson.Aðsend „Já, alveg klárlega. Alveg klárlega. Eins og ég segi það er búið að vinna mikið og gott starf hérna. Innviðirnir eru orðnir mjög góðir. Hótelið er orðið bara nokkuð vel þekkt og við ætlum að halda áfram á þessari braut sem hefur verið rudd,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela. Enn bjartari tímar séu fram undan nú þegar faraldurinn virðist vera að klárast. „Já, ég er mjög bjartsýnn. Þetta er allt að lifna við.“ Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Það var athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson sem stofnaði hótelið og hefur undanfarin ár staðið í umfangsmikilli ferðaþjónustustarfsemi á Siglufirði. Hann ákvað þó í haust að setja hana alla á sölu og í morgun skrifuðu Keahótel síðan undir leigusamning á öllum rekstrinum til næstu 17 ára. Þar undir eru hótelið sjálft, Sigló gistiheimili og veitingastaðirnir veitingastaðirnir Sunna, Rauðka og Hannes Boy. Róbert segir gríðarlega umbrotatíma fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. „Það sem er að gerast er það að þessi grein mun þurfa að fara öll í uppstokkun. Mörg fyrirtæki eru verulega löskuð eftir það sem undan hefur gengið síðustu tvö ár. En hér eru tvö fyrirtæki að leiða saman hesta sína til að fara að takast á við þá umbreytingu sem býður okkar,“ segir Róbert. Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur staðið að mikilli uppbyggingu á Siglufirði síðustu ár.Vísir/Egill Hann treystir Keahótelum vel fyrir rekstri hótelsins næstu 17 árin. „Ég held að framtíð Sigló hótels verði tryggð þannig að þeir verði í sóknarliðinu og það munu verða margir aðrir sem fara í endurskipulagningu og við vildum bara vera með þeim fyrstu. Við ætlum að tryggja það að við verðum í sigurliðinu,“ segir Róbert. Bjart fram undan Framkvæmdastjóri Keahótela segir að hótelið verði nú samtengt rekstri annarra hótela fyrirtækisins. Markmiðið sé að efla ferðaþjónustu á Siglufirði enn frekar sem hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu árin og komið furðu vel út úr heimsfaraldrinum. Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson.Aðsend „Já, alveg klárlega. Alveg klárlega. Eins og ég segi það er búið að vinna mikið og gott starf hérna. Innviðirnir eru orðnir mjög góðir. Hótelið er orðið bara nokkuð vel þekkt og við ætlum að halda áfram á þessari braut sem hefur verið rudd,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela. Enn bjartari tímar séu fram undan nú þegar faraldurinn virðist vera að klárast. „Já, ég er mjög bjartsýnn. Þetta er allt að lifna við.“
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira