Hundahósti orsakast líklega af kórónuveiru Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2022 18:48 Kórónuveirur herja einnig á hunda hér á landi. Liukov/Getty Undanfarið hefur dularfullur hósti herjað á hunda á höfuðborgarsvæðinu. Matvælastofnun hafa nú borist vísbendingar um að hóstinn orsakist af hundakórónuveiru. Í frétt MAST um málið segir að hundakórónuveiran CRCoV tengist SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, ekki. Þá sé ekkert sem bendir að veiran berist frá hundum til annarra dýra eða manna. Rannsóknir Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum og Dýraspítalans í Grafarholti benda til þessa en þar hafa sýni, sem tekin hafa verið úr hundum með öndunarfæraeinkenni, verið greind á undanförnum vikum. Í PCR-sýnatökum hafa kórónuveirur greinst í stórum hluta hundanna. Raðgreining verður framkvæmd til staðfestingar. Þá segir að veiran hafi aldrei áður greinst í hundum hér á landi. Þær hafi greinst fyrst í Bretlandi árið 2003 og séu hluti þeirra veira sem valda svokölluðum hótelhósta hjá hundum. Einkenni veirunnar séu svipuð og af öðrum veirum sem valda hótelhósta, því sé ekki hægt að greina veiruna út frá einkennum hundanna. Einkenni komi líklega fram á fáeinum dögum frá smiti og séu í flestum tilfellum væg. Þó geti sýking þróast út í lungnabólgu hjá einstaka hundi. „Ekkert bóluefni er til gegn CRCoV, enn sem komið er. Mikilvægustu aðferðir til að draga úr líkum á smiti er að forðast staði þar sem margir hundar koma saman og halda veikum hundum aðskildum frá öðrum hundum í um þrjár vikur eftir að einkenna verður vart. Rétt er líka að gæta vel allra sóttvarna við umhirðu og umgengni við hundana því smit getur auðveldlega borist með fatnaði og höndum fólks,“ segir í tilkynningu MAST. Dýr Hundar Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í frétt MAST um málið segir að hundakórónuveiran CRCoV tengist SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, ekki. Þá sé ekkert sem bendir að veiran berist frá hundum til annarra dýra eða manna. Rannsóknir Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum og Dýraspítalans í Grafarholti benda til þessa en þar hafa sýni, sem tekin hafa verið úr hundum með öndunarfæraeinkenni, verið greind á undanförnum vikum. Í PCR-sýnatökum hafa kórónuveirur greinst í stórum hluta hundanna. Raðgreining verður framkvæmd til staðfestingar. Þá segir að veiran hafi aldrei áður greinst í hundum hér á landi. Þær hafi greinst fyrst í Bretlandi árið 2003 og séu hluti þeirra veira sem valda svokölluðum hótelhósta hjá hundum. Einkenni veirunnar séu svipuð og af öðrum veirum sem valda hótelhósta, því sé ekki hægt að greina veiruna út frá einkennum hundanna. Einkenni komi líklega fram á fáeinum dögum frá smiti og séu í flestum tilfellum væg. Þó geti sýking þróast út í lungnabólgu hjá einstaka hundi. „Ekkert bóluefni er til gegn CRCoV, enn sem komið er. Mikilvægustu aðferðir til að draga úr líkum á smiti er að forðast staði þar sem margir hundar koma saman og halda veikum hundum aðskildum frá öðrum hundum í um þrjár vikur eftir að einkenna verður vart. Rétt er líka að gæta vel allra sóttvarna við umhirðu og umgengni við hundana því smit getur auðveldlega borist með fatnaði og höndum fólks,“ segir í tilkynningu MAST.
Dýr Hundar Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira