Sigló Hótel orðið hluti af Keahótelum Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2022 11:40 Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson. Aðsend Keahótel ehf. hafa tekið við rekstri Sigló Hótels á Siglufirði og tengdrar starfsemi til næstu sautján ára. Keahótel mun leigja hótelið sjálft, veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy, ásamt Sigló gistiheimili. Greint er frá þessu í tilkynningu en með samningnum verður Sigló Hótel níunda hótelið í keðju Keahótela. Róbert Guðfinnsson og fjölskylda hans stofnuðu Sigló Hótel, sem stendur við höfnina á Siglufirði, árið 2015. Hótelið er búið 68 herbergjum, veitingastað, útipottasvæði og þurrgufu. Aron Pálsson, hótelstjóri Hótel Kea á Akureyri, verður einnig hótelstjóri á Sigló Hóteli og María Elín Sigurbjörnsdóttir verður áfram aðstoðarhótelstjóri. Þörf á endurskipulagningu eftir faraldurinn „Þetta er spennandi tækifæri en ég hef mikla trú á svæðinu og er stoltur af því að fá Sigló Hótel í okkar raðir. Ég hef miklar væntingar til áframhaldandi ferðaþjónustu á svæðinu. Samningurinn gefur færi á að efla markaðsstarf til muna og nýta samlegðaráhrif hótelkeðjunnar í öflugu sölu- og markaðsstarfi, bæði innanlands og á alþjóðavísu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela, í tilkynningu. „Núna, þegar við sjáum fram á að ferðaþjónustan fari að taka við sér eftir tvö krefjandi ár, þá er mikil þörf á umtalsverðri endurskipulagningu í greininni. Við erum stolt af því að hafa náð samkomulagi við Keahótel og að hafa komið rekstrinum í góðar hendur. Við erum sannfærð um að félag með jafn öfluga bakhjarla og Keahótel er, verði leiðandi afl í íslenskri ferðaþjónustu á næstu árum,“ segir Róbert Guðfinnsson, stofnandi Sigló Hótels. „Við munum hlúa að því sem vel hefur verið gert og meðal annars einblína á upplifunarpakka sem boðið hefur verið upp á með góðri raun eins og skíðanámskeið, þyrluskíðamennsku, golfi og fleira. Við tökum við góðu búi þar sem hótelið er í fullum rekstri og vel mannað góðu starfsfólki,“ segir Aron Pálsson, hótelstjóri Sigló Hótel, í tilkynningu. Kvika banki var Sigló Hóteli til ráðgjafar við gerð samningsins. Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu en með samningnum verður Sigló Hótel níunda hótelið í keðju Keahótela. Róbert Guðfinnsson og fjölskylda hans stofnuðu Sigló Hótel, sem stendur við höfnina á Siglufirði, árið 2015. Hótelið er búið 68 herbergjum, veitingastað, útipottasvæði og þurrgufu. Aron Pálsson, hótelstjóri Hótel Kea á Akureyri, verður einnig hótelstjóri á Sigló Hóteli og María Elín Sigurbjörnsdóttir verður áfram aðstoðarhótelstjóri. Þörf á endurskipulagningu eftir faraldurinn „Þetta er spennandi tækifæri en ég hef mikla trú á svæðinu og er stoltur af því að fá Sigló Hótel í okkar raðir. Ég hef miklar væntingar til áframhaldandi ferðaþjónustu á svæðinu. Samningurinn gefur færi á að efla markaðsstarf til muna og nýta samlegðaráhrif hótelkeðjunnar í öflugu sölu- og markaðsstarfi, bæði innanlands og á alþjóðavísu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela, í tilkynningu. „Núna, þegar við sjáum fram á að ferðaþjónustan fari að taka við sér eftir tvö krefjandi ár, þá er mikil þörf á umtalsverðri endurskipulagningu í greininni. Við erum stolt af því að hafa náð samkomulagi við Keahótel og að hafa komið rekstrinum í góðar hendur. Við erum sannfærð um að félag með jafn öfluga bakhjarla og Keahótel er, verði leiðandi afl í íslenskri ferðaþjónustu á næstu árum,“ segir Róbert Guðfinnsson, stofnandi Sigló Hótels. „Við munum hlúa að því sem vel hefur verið gert og meðal annars einblína á upplifunarpakka sem boðið hefur verið upp á með góðri raun eins og skíðanámskeið, þyrluskíðamennsku, golfi og fleira. Við tökum við góðu búi þar sem hótelið er í fullum rekstri og vel mannað góðu starfsfólki,“ segir Aron Pálsson, hótelstjóri Sigló Hótel, í tilkynningu. Kvika banki var Sigló Hóteli til ráðgjafar við gerð samningsins.
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira