Shaq segir Simmons haga sér eins og smábarn og hann tapar líka milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 14:01 Ben Simmons í leik með Philadelphia 76ers á síðustu leiktíð. Getty/Tim Nwachukwu Ben Simmons neitar enn að spila með Philadelphia 76ers í NBA-deildinni og það virðist engin lausn vera í sjónmáli. Simmons er í mikilli fýlu og á dögunum gagnrýndi NBA-goðsögnin Shaquille O´Neal hann harðlega fyrir hegðun sína. Simmons tók því illa. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Simmons er frábær leikmaður, alhliða leikstjórnandi sem spilar frábæra vörn og skapar mikið fyrir liðsfélaga sína inn á vellinum. Hans stóri galli er að hann er óöruggur skotmaður og sem bakvörður vill hann ekki taka þriggja stiga skot. Simmons tók því mjög illa þegar þjálfari hans og liðsfélagar hans gagnrýndu spilamennsku hans í úrslitakeppninni í fyrra. Frammistaða Simmons hrundi í úrslitakeppninni og hann vildi helst ekki skjóta á körfuna. Liðið fór fyrir vikið mun styttra í úrslitakeppninni en búist var við. Starx heyrðist af óánægju Simmons um að honum hafi verið kastað fyrir rútuna eftir ófarir liðsins og hann var ekki búinn að gleyma því þegar undirbúningstímabilið hófst. Þetta hefur síðan verið sama sápuóperan síðan. Simmons neitar að mæta í vinnuna þrátt fyrir að eiga að fá 31,6 milljónir dollara í laun fyrir þessa leiktíð eða tæpa fjóra milljarða íslenskra króna. "He acting like a baby. @Shaq went IN on Ben Simmons and says the Sixers star DM'd him mad for comments Shaq recently made on @NBAonTNT More on #TheBigPodcast: https://t.co/v263O0hCCc pic.twitter.com/LGl9dtOYHJ— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 3, 2022 Philadelphia 76ers sektar auðvitað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna sína. Hann hefur þegar tapað yfir nítján milljónum Bandaríkjadala eða rúma 2,3 milljarða íslenskra króna. Simmons er þó að reyna að spara sér einhvern pening í sektir með því að mæta á skotæfingar og vídeófundi en stoppar stutt og talar ekki við neinn í liðinu. Shaq sagði frá því að Simmons hafi sent á hann skilaboð eftir að O´Neal gagnrýndi hann á dögunum og kallaði hann smábarn. Shaq sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum „Big Podcast” en þar fór hann yfir ástæður þess hversu harður hann var við Simmons. Shaq tók sjálfan sig sem dæmi en hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir slaka vítanýtingu á sínum tíma en hristi hana af sér og hélt áfram. Shaquille O’Neal segir að hegðun Simmons, sem einn af launahæstu leikmönnum deildarinnar, sé að skemma fyrir öðrum leikmönnum því félögin hugsa sig nú þrisvar um að láta menn fá svona góða samninga. NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Simmons er í mikilli fýlu og á dögunum gagnrýndi NBA-goðsögnin Shaquille O´Neal hann harðlega fyrir hegðun sína. Simmons tók því illa. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Simmons er frábær leikmaður, alhliða leikstjórnandi sem spilar frábæra vörn og skapar mikið fyrir liðsfélaga sína inn á vellinum. Hans stóri galli er að hann er óöruggur skotmaður og sem bakvörður vill hann ekki taka þriggja stiga skot. Simmons tók því mjög illa þegar þjálfari hans og liðsfélagar hans gagnrýndu spilamennsku hans í úrslitakeppninni í fyrra. Frammistaða Simmons hrundi í úrslitakeppninni og hann vildi helst ekki skjóta á körfuna. Liðið fór fyrir vikið mun styttra í úrslitakeppninni en búist var við. Starx heyrðist af óánægju Simmons um að honum hafi verið kastað fyrir rútuna eftir ófarir liðsins og hann var ekki búinn að gleyma því þegar undirbúningstímabilið hófst. Þetta hefur síðan verið sama sápuóperan síðan. Simmons neitar að mæta í vinnuna þrátt fyrir að eiga að fá 31,6 milljónir dollara í laun fyrir þessa leiktíð eða tæpa fjóra milljarða íslenskra króna. "He acting like a baby. @Shaq went IN on Ben Simmons and says the Sixers star DM'd him mad for comments Shaq recently made on @NBAonTNT More on #TheBigPodcast: https://t.co/v263O0hCCc pic.twitter.com/LGl9dtOYHJ— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 3, 2022 Philadelphia 76ers sektar auðvitað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna sína. Hann hefur þegar tapað yfir nítján milljónum Bandaríkjadala eða rúma 2,3 milljarða íslenskra króna. Simmons er þó að reyna að spara sér einhvern pening í sektir með því að mæta á skotæfingar og vídeófundi en stoppar stutt og talar ekki við neinn í liðinu. Shaq sagði frá því að Simmons hafi sent á hann skilaboð eftir að O´Neal gagnrýndi hann á dögunum og kallaði hann smábarn. Shaq sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum „Big Podcast” en þar fór hann yfir ástæður þess hversu harður hann var við Simmons. Shaq tók sjálfan sig sem dæmi en hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir slaka vítanýtingu á sínum tíma en hristi hana af sér og hélt áfram. Shaquille O’Neal segir að hegðun Simmons, sem einn af launahæstu leikmönnum deildarinnar, sé að skemma fyrir öðrum leikmönnum því félögin hugsa sig nú þrisvar um að láta menn fá svona góða samninga.
NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira