Veður

Minnkandi norð­vestan­átt á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður á bilinu eitt til níu stig í dag.
Frost verður á bilinu eitt til níu stig í dag. Vísir/Vilhelm

Minnkandi norðvestanátt verður á landinu í dag, en hvassir vindstrengir suðaustantil fram eftir degi.

Á vef Veðurstofunnar segir að reikna megi með éljum og frosti eitt til níu stig. Þá segir að það létti til sunnan heiða.

„Vaxandi austanátt seint í kvöld, 10-18 m/s og snjókoma með köflum í fyrramálið, en mun hægari vindur austanlands. Það lægir síðan allvíða þegar líður á morguninn og styttir smám saman upp sunnanverðu landinu. Það nær þó ekki að lægja á Vestfjörðum og síðdegis bætir einnig í vind annars staðar á norðvesturhluta landsins.

Norðan strekkingur á sunnudag með snjókomu eða éljum, en þurrt og bjart sunnanlands. Það dregur síðan úr vindi og ofankomu þegar líður á daginn, en á sunnudagskvöld á ört dýpkandi lægð að koma inn á Grænlandshaf og ef að líkum lætur mun hún valda afar vondu veðri á landinu aðfaranótt mánudags og á mánudag.“

Spákortið fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Austlæg átt 13-20 m/s og snjókoma með köflum um morguninn, en mun hægari A-lands. Lægir síðan og dregur úr ofankomu um landið S-vert, en áfram allhvöss norðaustanátt NV-til. Frost 1 til 10 stig.

Á sunnudag: Norðlæg átt 8-15 og él, en yfirleitt þurrt S-lands. Dregur úr vindi og ofankomu þegar líður á daginn, en snýst í vaxandi austanátt um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á mánudag: Suðaustan og austan stormur eða rok og snjókoma eða slydda um morguninn. Snýst síðan í suðvestanátt með éljum og dregur úr vindi á N- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki.

Á þriðjudag: Suðvestlæg eða breytileg átt og víða él, frost 1 til 8 stig.

Á miðvikudag: Norðlæg átt og bjartviðri, en dálítil él N-lands. Kalt í veðri.

Á fimmtudag: Útlit fyrir vestan- og norðvestanátt með éljum víða um land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×