Sérsamböndin ekki fengið krónu vegna Covid og Hannes krefur stjórnvöld um svör á morgun Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2022 10:00 Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambandsins, kallar eftir frekari stuðningi frá ríkinu vegna þess kostnaðar og tekjufalls sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft fyrir sérsambönd ÍSÍ sem meðal annars halda úti landsliðum Íslands. Getty/Mike Kireev Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir mikil vonbrigði að stjórnvöld hafi enn ekki varið krónu aukalega til stuðnings við sérsambönd ÍSÍ vegna afleiðinga sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft. Hannes, sem gagnrýnir einnig framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ í nýjustu úthlutun, vonast og hreinlega krefst góðra frétta á morgun í kjölfar ríkisstjórnarfunds varðandi stuðning við sérsamböndin og íþróttafélög í landinu: „Vonbrigðin eru þau að við höfum ekki fengið meira fjármagn frá ríkisvaldinu í Covid-styrki vegna sóttvarna sem við höfum þurft að ganga í gegnum. Þessi kostnaður nemur tugum milljóna fyrir hvert og eitt sérsamband og enn hafa sérsamböndin ekki fengið krónu frá ríkisvaldinu í þetta. Við höfum kallað eftir því í meira en eitt ár og ég ætla rétt að vona að á ríkisstjórnarfundi [á morgun] muni ríkisstjórnin tilkynna um góðan fjárhagslegan stuðning til sérsambanda og íþróttafélaganna í landinu. Ríkisstjórnin hefur eiginlega ekki mikið meiri tíma en fram á föstudag til að gefa til kynna til íþróttahreyfingarinnar hvað við erum að fara að fá,“ sagði Hannes í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Hannes Jónsson ekki sáttur við upphæðina Hannes ræddi einnig um nýjustu úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ sem var sú hæsta frá upphafi eða 543 milljónir króna. Þar af er framlag ríkisins 392 milljónir, sem er 8 milljónum minna en þegar það var mest árið 2020. Aðrar tekjur Afrekssjóðs koma í gegnum Íslenska Getspá. Körfuknattleikssamband Íslands fékk þriðju hæstu upphæðina eða 50,5 milljónir króna en mest fékk HSÍ eða 86,6 milljónir. Vill að afrekssjóður útdeili einum milljarði „Að sjálfsögðu vill maður alltaf meira,“ sagði Hannes og benti á að áætluð fjárþörf sérsambanda ÍSÍ vegna afreksstarfs nemi 2,8 milljörðum króna: „Af því er ríkið að koma með 400 milljónir. Þetta sýnir bara það sem við höfum verið að tala um á undanförnum árum. Við þurfum mun meiri pening. Ríkið þarf að stíga inn. Hvort sem það eru stjórnmálamenn eða almenningur í landinu þá er það þannig að þegar vel gengur þá vilja allir eigna sér það. Við sjáum það vel á því sem var í gangi núna í janúar hjá handboltalandsliðinu. Það stigu allir upp og fögnuðu. Við þurfum þennan pening, meira fjármagn, og höfum sagt í nokkur ár að stefnan sé að afrekssjóður fari í einn milljarð og við hefðum viljað vera komin upp í 6-700 milljónir núna,“ sagði Hannes. Körfubolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Hannes, sem gagnrýnir einnig framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ í nýjustu úthlutun, vonast og hreinlega krefst góðra frétta á morgun í kjölfar ríkisstjórnarfunds varðandi stuðning við sérsamböndin og íþróttafélög í landinu: „Vonbrigðin eru þau að við höfum ekki fengið meira fjármagn frá ríkisvaldinu í Covid-styrki vegna sóttvarna sem við höfum þurft að ganga í gegnum. Þessi kostnaður nemur tugum milljóna fyrir hvert og eitt sérsamband og enn hafa sérsamböndin ekki fengið krónu frá ríkisvaldinu í þetta. Við höfum kallað eftir því í meira en eitt ár og ég ætla rétt að vona að á ríkisstjórnarfundi [á morgun] muni ríkisstjórnin tilkynna um góðan fjárhagslegan stuðning til sérsambanda og íþróttafélaganna í landinu. Ríkisstjórnin hefur eiginlega ekki mikið meiri tíma en fram á föstudag til að gefa til kynna til íþróttahreyfingarinnar hvað við erum að fara að fá,“ sagði Hannes í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Hannes Jónsson ekki sáttur við upphæðina Hannes ræddi einnig um nýjustu úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ sem var sú hæsta frá upphafi eða 543 milljónir króna. Þar af er framlag ríkisins 392 milljónir, sem er 8 milljónum minna en þegar það var mest árið 2020. Aðrar tekjur Afrekssjóðs koma í gegnum Íslenska Getspá. Körfuknattleikssamband Íslands fékk þriðju hæstu upphæðina eða 50,5 milljónir króna en mest fékk HSÍ eða 86,6 milljónir. Vill að afrekssjóður útdeili einum milljarði „Að sjálfsögðu vill maður alltaf meira,“ sagði Hannes og benti á að áætluð fjárþörf sérsambanda ÍSÍ vegna afreksstarfs nemi 2,8 milljörðum króna: „Af því er ríkið að koma með 400 milljónir. Þetta sýnir bara það sem við höfum verið að tala um á undanförnum árum. Við þurfum mun meiri pening. Ríkið þarf að stíga inn. Hvort sem það eru stjórnmálamenn eða almenningur í landinu þá er það þannig að þegar vel gengur þá vilja allir eigna sér það. Við sjáum það vel á því sem var í gangi núna í janúar hjá handboltalandsliðinu. Það stigu allir upp og fögnuðu. Við þurfum þennan pening, meira fjármagn, og höfum sagt í nokkur ár að stefnan sé að afrekssjóður fari í einn milljarð og við hefðum viljað vera komin upp í 6-700 milljónir núna,“ sagði Hannes.
Körfubolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira