DeChambeau boðnir sautján milljarðar fyrir að „svíkja lit“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 09:31 Bryson DeChambeau þykir góður kostur sem andlit nýju golfdeildarinnar. Getty/Oisin Keniry Það er valdabarátta í golfinu og svo virðist vera sem nýja sádi-arabíska golfdeildin sé að bjóða kylfingum gull og græna skóga fyrir að snúa bakinu við PGA og ganga til liðs við þá. Nýjustu fréttirnar eru af risatilboði sem bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau á að hafa fengið um að verða andlit nýju SGL golfdeildarinnar í Sádi Arabíu. EXCL: Bryson DeChambeau is offered a staggering £100MILLION to be the poster boy of the new Saudi Golf League https://t.co/IN0iFLLuGv— MailOnline Sport (@MailSport) February 3, 2022 DeChambeau á að hafa fengið tilboð upp á hundrað milljónir punda eða rúma 17,2 milljarða íslenskra króna. DeChambeau er ungur enn, bara 28 ára, og því líklegur til að vera í hópi þeirra bestu í heimi í langan tíma til viðbótar. PGA mótaröðin og heimsbikarinn hafa hótað því að þeir kylfingar sem taki þetta skref verði komnir í lífstíðarbann frá þeirra keppnum. DeChambeau reportedly offered US$113-million by Super Golf League https://t.co/CXSeJaKCvF pic.twitter.com/Wi7RidpdnN— Globe Sports (@Globe_Sports) February 3, 2022 21 af 50 bestu kylfingum heims eru staddir á Saudi International golfmótinu þar sem þeir fengu allir mjög vel borgað fyrir að mæta á mótið. Sagan segir að Sádarnir ætli líka að nota tækifærið til að ræða við þá um að ganga til liðs við nýju golfdeildina. Lee Westwood og Ian Poulter eru meðal þeirra sem skrifuð undir leynisamning við Sádana en upphæðirnar verða ekki gerðar opinberar. Það er ekki búið formlega að tilkynna nýju sádi-arabísku golfdeildina en fátt virðist koma í veg fyrir það núna að hún verði að veruleika og fari í samkeppni við PGA og heimsbikarinn. Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira
Nýjustu fréttirnar eru af risatilboði sem bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau á að hafa fengið um að verða andlit nýju SGL golfdeildarinnar í Sádi Arabíu. EXCL: Bryson DeChambeau is offered a staggering £100MILLION to be the poster boy of the new Saudi Golf League https://t.co/IN0iFLLuGv— MailOnline Sport (@MailSport) February 3, 2022 DeChambeau á að hafa fengið tilboð upp á hundrað milljónir punda eða rúma 17,2 milljarða íslenskra króna. DeChambeau er ungur enn, bara 28 ára, og því líklegur til að vera í hópi þeirra bestu í heimi í langan tíma til viðbótar. PGA mótaröðin og heimsbikarinn hafa hótað því að þeir kylfingar sem taki þetta skref verði komnir í lífstíðarbann frá þeirra keppnum. DeChambeau reportedly offered US$113-million by Super Golf League https://t.co/CXSeJaKCvF pic.twitter.com/Wi7RidpdnN— Globe Sports (@Globe_Sports) February 3, 2022 21 af 50 bestu kylfingum heims eru staddir á Saudi International golfmótinu þar sem þeir fengu allir mjög vel borgað fyrir að mæta á mótið. Sagan segir að Sádarnir ætli líka að nota tækifærið til að ræða við þá um að ganga til liðs við nýju golfdeildina. Lee Westwood og Ian Poulter eru meðal þeirra sem skrifuð undir leynisamning við Sádana en upphæðirnar verða ekki gerðar opinberar. Það er ekki búið formlega að tilkynna nýju sádi-arabísku golfdeildina en fátt virðist koma í veg fyrir það núna að hún verði að veruleika og fari í samkeppni við PGA og heimsbikarinn.
Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira