Erlent

Minnst 26 létust þegar raf­magns­lína féll á verslunar­fólk

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Minnst 26 létust þegar rafmagnslína slitnaði á markaði í Kinshasa.
Minnst 26 létust þegar rafmagnslína slitnaði á markaði í Kinshasa. Getty/Per-Anders Pettersson

Minnst 26 létust eftir að þeir fengu raflost þegar rafmagnslína féll á hóp fólks á markaði nærri höfuðborginni Kinshasa í Austur-Kongó í dag. 

Háspennulínan féll á bæði hús og vegfarendur en óvíst er hvað varð til þess að rafmagnslínan slitnaði í tvennt og féll. 

Orkustofnun ríkisins sagði í yfirlýsingu að hún teldi að rafmagnslínan hafi orðið fyrir eldingu, sem varð til þess að hún slitnaði og féll til jarðar. Lögreglan gaf þá út yfirlýsingu og sagði að slysið hafi orðið í Matadi-Kibala hverfinu í útjaðri Kinshasa og að fjöldi fólks hafi látist á staðnum. 

Staðarmiðlar hafa gefið það út að meirihluti fórnarlambanna hafi verið verslunarkonur. 

Þá lýsti talsmaður yfirvalda í Kinshasa því að miklar rigningar hafi verið á svæðinu síðustu daga og að rafmagnslínan hafi fallið ofan í poll á götunni. Vatnið hafi leitt rafmagnið að fórnarlömbunum, sem nú hafa verið flutt í líkhús. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×