Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2022 22:01 Flugumferð hefur aukist verulega um svæðið síðustu mánuði. Vísir/Vilhelm Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Hluti af flugi yfir Norður-Atlantshaf fer um íslenska flugstjórnarsvæðið. Umferðin var með mesta móti árin 2017 til 2019 og búist var við að hún yrði áfram mikil árið 2020 enda var febrúarmánuður það árið stærsti febrúarmánuður frá upphafi. Eftir að kórónuveiran tók að breiða úr sér dró hins vegar verulega úr flugumferð um svæðið. „Á venjulegum degi þar sem við erum með svona tíu tólf flugumferðarstjóra að vinna í einu þá vorum við með kannski þrjá þannig það var mjög lítið að gera.“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS um ástandið þegar verst lét. Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS segir fleiri á ferðinni nú en fyrir ári. Vísir/Vilhelm Aðeins hafi um hundrað flugvélar flogið um íslenska flugstjórnarsvæðið á sólarhring þegar minnst var. Þegar mest var árið 2019 fóru hins vegar allt að átta hundruð flugvélar um svæðið á sólarhring. Starfshlutfall starfsmanna hafi verið minnkað um skeið vegna þessa en ekki gripið til uppsagna. Flugumferðin hafi aukist á ný undanfarið. „Það eru búin að vera greinileg merki um það að það er aukning í flugi og hún hefur samt verið svona aðeins sveiflukennd eftir vikum en í heildina þá er hún á uppleið. Hún er núna um tæp 80% af því sem var 2019 og 2019 er það sem við erum alltaf að miða við núna,“ segir Þórdís. Gera ráð fyrir stigvaxandi aukningu Til marks um aukna flugumferð auglýsir Isavia nú í fyrsta sinn frá því fyrir faraldur eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Guðný Tómasdóttir er einn þeirra flugumferðastjóra sem starfa hjá Isavia ANS en í fyrsta sinn í nærri þrjú ár er verið að reyna að bæta við í hópnum. Vísir/Vilhelm „Flugumferðarstjórar vinna til 63 ára aldurs og nú eru stórir árgangar sem fara að hætta á næstu árum. Þannig að nú þarf að fylla í skarðið,“ Guðný Tómasdóttir flugumferðarstjóri. Þórdís á von á að flugumferð muni halda áfram að aukast næstu mánuði. „Við gerum ráð fyrir þessari stigvaxandi aukningu og þangað til að við náum sömu hæðum þarna 2024 og síðan náttúrulega bara eykst flugumferð allavega samkvæmt spám ár frá ári eftir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Samgöngur Skóla - og menntamál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Hluti af flugi yfir Norður-Atlantshaf fer um íslenska flugstjórnarsvæðið. Umferðin var með mesta móti árin 2017 til 2019 og búist var við að hún yrði áfram mikil árið 2020 enda var febrúarmánuður það árið stærsti febrúarmánuður frá upphafi. Eftir að kórónuveiran tók að breiða úr sér dró hins vegar verulega úr flugumferð um svæðið. „Á venjulegum degi þar sem við erum með svona tíu tólf flugumferðarstjóra að vinna í einu þá vorum við með kannski þrjá þannig það var mjög lítið að gera.“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS um ástandið þegar verst lét. Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS segir fleiri á ferðinni nú en fyrir ári. Vísir/Vilhelm Aðeins hafi um hundrað flugvélar flogið um íslenska flugstjórnarsvæðið á sólarhring þegar minnst var. Þegar mest var árið 2019 fóru hins vegar allt að átta hundruð flugvélar um svæðið á sólarhring. Starfshlutfall starfsmanna hafi verið minnkað um skeið vegna þessa en ekki gripið til uppsagna. Flugumferðin hafi aukist á ný undanfarið. „Það eru búin að vera greinileg merki um það að það er aukning í flugi og hún hefur samt verið svona aðeins sveiflukennd eftir vikum en í heildina þá er hún á uppleið. Hún er núna um tæp 80% af því sem var 2019 og 2019 er það sem við erum alltaf að miða við núna,“ segir Þórdís. Gera ráð fyrir stigvaxandi aukningu Til marks um aukna flugumferð auglýsir Isavia nú í fyrsta sinn frá því fyrir faraldur eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Guðný Tómasdóttir er einn þeirra flugumferðastjóra sem starfa hjá Isavia ANS en í fyrsta sinn í nærri þrjú ár er verið að reyna að bæta við í hópnum. Vísir/Vilhelm „Flugumferðarstjórar vinna til 63 ára aldurs og nú eru stórir árgangar sem fara að hætta á næstu árum. Þannig að nú þarf að fylla í skarðið,“ Guðný Tómasdóttir flugumferðarstjóri. Þórdís á von á að flugumferð muni halda áfram að aukast næstu mánuði. „Við gerum ráð fyrir þessari stigvaxandi aukningu og þangað til að við náum sömu hæðum þarna 2024 og síðan náttúrulega bara eykst flugumferð allavega samkvæmt spám ár frá ári eftir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Samgöngur Skóla - og menntamál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira