Brady segist ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 13:30 Tom Brady ætlar að taka sér tíma áður en hann ákveður sig. Getty/Dylan Buell/ Því var slegið upp í öllum bandarískum miðlum um helgina að Tom Brady væri búinn að taka ákvörðun um að hætta að spila í NFL-deildinni en það lítur út fyrir að menn hafi hlaupið aðeins á sig. Helstu skúbbarar NFL-deildarinnar héldu því fram að Brady væri hættur en það kom engin tilkynning frá honum sjálfum. Tom Brady hefur nú tjáð sig um stórfrétt helgarinnar. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Brady sagðist þar enn vera að velta framhaldinu fyrir sér. „Stundum tekur það dágóðan tíma að meta stöðuna, finna út hvernig þér líður og hvað þú vilt gera,“ sagði Tom Brady í nýjasta hlaðvarpsþætti sínu „Let's Go!“ sem er hlaðvarp með þeim Larry Fitzgerald og Jim Gray. „Ég tek ákvörðun en það verður ekki fyrr en að tíminn er réttur alveg eins og ég sagði í síðustu viku,“ sagði Brady. „Ég veit ekki hvenær það verður. Það sem ég veit er að ég mun vita hvenær rétti tíminn er að hætta. Ég hef verið blessaður með að fá að spila svona lengi. Síðustu ár hefur verið mikill áhugi á því hvenær ég ætli að hætta. Ég skil það. Þegar ég veit þá veit ég það. Hvenær það verður það veit ég ekki. Ég ætla ekki að flýta mér að komast að niðurstöðu,“ sagði Brady. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Tom Brady er 44 ára gamall og fyrir löngu búinn að spila miklu lengur í NFL-deildinni en menn eru vanir. Hann hefur unnið líka sjö meistaratitla eða fleiri en nokkur annar. Brady átti frábær tímabil með Tampa Bay Buccaneers og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Liðið varð meistari í fyrra en datt út í annarri umferð úrslitakeppninnar í ár. Hann eignaðist enn fleiri met á tímabilinu þar á meðal yfir flestar snertimarkssendingar og metið yfir flesta sendingajarda. Brady er óumdeilanlega talinn vera besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady responds to the retirement reports pic.twitter.com/zDbnRLMBFq— PFF (@PFF) February 1, 2022 NFL Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Helstu skúbbarar NFL-deildarinnar héldu því fram að Brady væri hættur en það kom engin tilkynning frá honum sjálfum. Tom Brady hefur nú tjáð sig um stórfrétt helgarinnar. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Brady sagðist þar enn vera að velta framhaldinu fyrir sér. „Stundum tekur það dágóðan tíma að meta stöðuna, finna út hvernig þér líður og hvað þú vilt gera,“ sagði Tom Brady í nýjasta hlaðvarpsþætti sínu „Let's Go!“ sem er hlaðvarp með þeim Larry Fitzgerald og Jim Gray. „Ég tek ákvörðun en það verður ekki fyrr en að tíminn er réttur alveg eins og ég sagði í síðustu viku,“ sagði Brady. „Ég veit ekki hvenær það verður. Það sem ég veit er að ég mun vita hvenær rétti tíminn er að hætta. Ég hef verið blessaður með að fá að spila svona lengi. Síðustu ár hefur verið mikill áhugi á því hvenær ég ætli að hætta. Ég skil það. Þegar ég veit þá veit ég það. Hvenær það verður það veit ég ekki. Ég ætla ekki að flýta mér að komast að niðurstöðu,“ sagði Brady. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Tom Brady er 44 ára gamall og fyrir löngu búinn að spila miklu lengur í NFL-deildinni en menn eru vanir. Hann hefur unnið líka sjö meistaratitla eða fleiri en nokkur annar. Brady átti frábær tímabil með Tampa Bay Buccaneers og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Liðið varð meistari í fyrra en datt út í annarri umferð úrslitakeppninnar í ár. Hann eignaðist enn fleiri met á tímabilinu þar á meðal yfir flestar snertimarkssendingar og metið yfir flesta sendingajarda. Brady er óumdeilanlega talinn vera besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady responds to the retirement reports pic.twitter.com/zDbnRLMBFq— PFF (@PFF) February 1, 2022
NFL Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira