„Vissi þarna að ég gæti mætt og ég mætti aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2022 10:30 Fanney Rós létti sig um fimmtíu kíló. Fanney Rós Magnúsdóttir var orðin 120 kíló þegar hún ákvað að nú væri komið nóg en þá var hún á lokaári í Flensborg. Rólega hafði hún verið að stækka alveg frá barnæsku með tilheyrandi vanlíðan. „Ég var orðin rosalega hvöss við fólk í kringum mig, talaði ekki fallega og algjör töffari við fólk í kringum mig. Ég grét aldrei og var með algjöran skjöld utan um mig,“ segir Fanney sem segist hafa verið leiðinleg við fjölskyldumeðlimi, vinkonur sem og við fólk sem hún þekkti minna. Fanney prófaði allskonar megrunarkúra sem virtust þó aldrei virka. Hún áttaði sig ekki á því að hún þyrfti að taka andlegu hliðina á í gegn svo árangur myndi nást. Vendipunkturinn var hvernig hún kom fram við mömmu sína. „Og systur mínar. Ég grætti þær stundum með einhverjum töffarastælum og sagðist alltaf vera alveg sama, en mér var ekki alveg sama. Mamma var stundum að reyna ýja að því að ég þyrfti kannski að létta mig en var samt rosalega næs með þetta. Amma er aftur á móti rosalega beitt. Einu sinni kom hún heim, horfði á mig og sagði, Jesús hvað kom fyrir þig barn, þú ert bara hnöttótt í framan. Það var nú ekki skemmtilegt að heyra þá og ef ég spyr hana í dag, þá segir hún nei ég sagði það aldrei. Það er erfitt að heyra þetta, en þú þarft þess og þetta fer í undirmeðvitundina. Þú þarft ekkert að breyta neinu nema þú viljir það en mér leið bara mjög illa og var ekki ánægð með hvernig hlutirnir voru.“ Klárði ekki æfinguna og ældi Fanney segist aldrei hafa fengið neina fræðslu í næringarfræði fyrr en hún var orðin eldri. „Ég á systir sem var í Boot Camp og hún dregur mig á æfingu. Þarna er ég aðeins að koma til með því að reyna vera meira næs. Ég fer á æfingu, hleyp hálfan kílómetra og næ ekki að klára æfinguna og kasta upp og fer síðan bara heim. Svo stend ég fyrir framan spegilinn og þetta var ekkert rosalega góður árangur en ég sagði samt við sjálfan mig, vel gert Fanney. Þú gast mætt. Ég vissi þarna að ég gæti mætt og ég mætti aftur. Þá kastaði ég ekki upp. Ég reyndi bara að tala við mig og við erum ekki nægilega dugleg við það. Ef þú ert stolt af þér þá áttu að segja það upphátt. Talaðu fallega til þín. Við dæmum okkur of hart og setjum okkur svo gígantískar kröfur og markmið bara út frá því hvað Palli eða Jóna eru að gera. Við tökum ekkert inn í reikninginn hvar við stöndum eða hvernig okkur líður.“ Hún segist hafa sett sér smá saman reglur eins og að leggja eins langt frá búðinni eins og hægt væri. Hún missti fimmtíu kíló á nokkrum árum og sá hún mjög fljótlega mikinn árangur þegar hún byrjaði að hreyfa sig. „Ég er miklu glaðari í dag. Það er svo fyndið að þegar ég var svona þung þá sagði ég setningar eins og þetta kemur alltaf fyrir mig, ég er svo óheppin. En í dag hugsa ég að ég sé bara alltaf svo heppin. Það breytist bara allt. Hvernig fólk kemur fram við mig, því ég kem betur fram við það. Það fer öðruvísi ofan í mig að mistakast,“ segir Fanney sem bætir við að hún hafi á sínum tíma pantað sér tíma í fitusog en ákvað síðan að fara ekki. „Ég hugsaði að ég væri ekki búin að prófa venjulega aðferð og vissi ekki hvað ég gæti gert sjálf. Ég var búin að safna pening en vildi reyna sjálf.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
„Ég var orðin rosalega hvöss við fólk í kringum mig, talaði ekki fallega og algjör töffari við fólk í kringum mig. Ég grét aldrei og var með algjöran skjöld utan um mig,“ segir Fanney sem segist hafa verið leiðinleg við fjölskyldumeðlimi, vinkonur sem og við fólk sem hún þekkti minna. Fanney prófaði allskonar megrunarkúra sem virtust þó aldrei virka. Hún áttaði sig ekki á því að hún þyrfti að taka andlegu hliðina á í gegn svo árangur myndi nást. Vendipunkturinn var hvernig hún kom fram við mömmu sína. „Og systur mínar. Ég grætti þær stundum með einhverjum töffarastælum og sagðist alltaf vera alveg sama, en mér var ekki alveg sama. Mamma var stundum að reyna ýja að því að ég þyrfti kannski að létta mig en var samt rosalega næs með þetta. Amma er aftur á móti rosalega beitt. Einu sinni kom hún heim, horfði á mig og sagði, Jesús hvað kom fyrir þig barn, þú ert bara hnöttótt í framan. Það var nú ekki skemmtilegt að heyra þá og ef ég spyr hana í dag, þá segir hún nei ég sagði það aldrei. Það er erfitt að heyra þetta, en þú þarft þess og þetta fer í undirmeðvitundina. Þú þarft ekkert að breyta neinu nema þú viljir það en mér leið bara mjög illa og var ekki ánægð með hvernig hlutirnir voru.“ Klárði ekki æfinguna og ældi Fanney segist aldrei hafa fengið neina fræðslu í næringarfræði fyrr en hún var orðin eldri. „Ég á systir sem var í Boot Camp og hún dregur mig á æfingu. Þarna er ég aðeins að koma til með því að reyna vera meira næs. Ég fer á æfingu, hleyp hálfan kílómetra og næ ekki að klára æfinguna og kasta upp og fer síðan bara heim. Svo stend ég fyrir framan spegilinn og þetta var ekkert rosalega góður árangur en ég sagði samt við sjálfan mig, vel gert Fanney. Þú gast mætt. Ég vissi þarna að ég gæti mætt og ég mætti aftur. Þá kastaði ég ekki upp. Ég reyndi bara að tala við mig og við erum ekki nægilega dugleg við það. Ef þú ert stolt af þér þá áttu að segja það upphátt. Talaðu fallega til þín. Við dæmum okkur of hart og setjum okkur svo gígantískar kröfur og markmið bara út frá því hvað Palli eða Jóna eru að gera. Við tökum ekkert inn í reikninginn hvar við stöndum eða hvernig okkur líður.“ Hún segist hafa sett sér smá saman reglur eins og að leggja eins langt frá búðinni eins og hægt væri. Hún missti fimmtíu kíló á nokkrum árum og sá hún mjög fljótlega mikinn árangur þegar hún byrjaði að hreyfa sig. „Ég er miklu glaðari í dag. Það er svo fyndið að þegar ég var svona þung þá sagði ég setningar eins og þetta kemur alltaf fyrir mig, ég er svo óheppin. En í dag hugsa ég að ég sé bara alltaf svo heppin. Það breytist bara allt. Hvernig fólk kemur fram við mig, því ég kem betur fram við það. Það fer öðruvísi ofan í mig að mistakast,“ segir Fanney sem bætir við að hún hafi á sínum tíma pantað sér tíma í fitusog en ákvað síðan að fara ekki. „Ég hugsaði að ég væri ekki búin að prófa venjulega aðferð og vissi ekki hvað ég gæti gert sjálf. Ég var búin að safna pening en vildi reyna sjálf.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira