Metaregn hjá Matthildi á RIG um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 12:30 Matthildur Óskarsdóttir byrjar nýja árið frábærlega. Instagram/@matthilduroskarsdottir Matthildur Óskarsdóttir lofaði því þegar hún var valin Íþróttakona Seltjarnarness fyrir árið 2021 að 2022 yrði alveg geggjað ár. Hún er strax byrjuð að standa við þau stóru orð. Matthildur fór nefnilega á kostum í Kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni í gær. Uppskera Matthildar voru 26 met, átján Íslandsmet unglinga, fjögur Íslandsmet fullorðinna, tvö Norðurlandamet unglinga og tvö Evrópumet unglinga. View this post on Instagram A post shared by Matthildur ÓskarsDÓTTIR (@matthilduroskarsdottir) Matthildur tvíbætti Evrópumet unglinga í bekkpressu, fyrst með því að lyfta 120 kílóum og svo með því að fara upp með 122,5 kíló. Matthildur keppir í mínus 84 kílóa flokki. Hún setti Evrópumetin og Norðurlandametin í bekkpressunni en þar var hún einnig með Íslandsmet fullorðinna. Matthildur var þar að bæta sig um fimm kíló. Hún bætti sig um níu kíló í í hnébeygju og setti Íslandsmet unglinga með því að lyfta 150 kílóum. Hún bætti sig um fimmtán kíló í réttstöðulyftu og setti Íslandsmet unglinga með því að fara upp með 165 kíló. Það þýddi að Matthildur lyfti alls 437,5 kílóum sem er 52 kílóa bæting hjá henni og nýtt Íslandsmet unglinga. „Gaman að stíga aftur á keppnispallinn í þrílyftunni eftir að hafa ekki æft það að viti seinasta 2,5 árið,“ skrifaði Matthildur í samantekt á Instagrím síðunni sinni. Fjöldi annarra alþjóðlegra meta voru slegin á mótinu. Kimberly Walford tvíbætti heimsmetið í Master 1 í hnébeygju, fyrst með því að lyfta 187,5 kílóum og svo með því að lyfta 192,5 kílóum. Einnig tvíbætti Kimberly heimsmetið í Master 1 í samanlögðu en hún endaði með því að lyfta samanlagt 547,5 kílóum. Elsa Pálsdóttir sló síðan þrjú heimsmet í Master 3. Hún lyfti 137,5 kílóum í hnébeygju, 162,5 kílóum í réttstöðulyftu og var samanlagt með 362,5 kíló. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands) Seltjarnarnes Kraftlyftingar Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Sjá meira
Matthildur fór nefnilega á kostum í Kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni í gær. Uppskera Matthildar voru 26 met, átján Íslandsmet unglinga, fjögur Íslandsmet fullorðinna, tvö Norðurlandamet unglinga og tvö Evrópumet unglinga. View this post on Instagram A post shared by Matthildur ÓskarsDÓTTIR (@matthilduroskarsdottir) Matthildur tvíbætti Evrópumet unglinga í bekkpressu, fyrst með því að lyfta 120 kílóum og svo með því að fara upp með 122,5 kíló. Matthildur keppir í mínus 84 kílóa flokki. Hún setti Evrópumetin og Norðurlandametin í bekkpressunni en þar var hún einnig með Íslandsmet fullorðinna. Matthildur var þar að bæta sig um fimm kíló. Hún bætti sig um níu kíló í í hnébeygju og setti Íslandsmet unglinga með því að lyfta 150 kílóum. Hún bætti sig um fimmtán kíló í réttstöðulyftu og setti Íslandsmet unglinga með því að fara upp með 165 kíló. Það þýddi að Matthildur lyfti alls 437,5 kílóum sem er 52 kílóa bæting hjá henni og nýtt Íslandsmet unglinga. „Gaman að stíga aftur á keppnispallinn í þrílyftunni eftir að hafa ekki æft það að viti seinasta 2,5 árið,“ skrifaði Matthildur í samantekt á Instagrím síðunni sinni. Fjöldi annarra alþjóðlegra meta voru slegin á mótinu. Kimberly Walford tvíbætti heimsmetið í Master 1 í hnébeygju, fyrst með því að lyfta 187,5 kílóum og svo með því að lyfta 192,5 kílóum. Einnig tvíbætti Kimberly heimsmetið í Master 1 í samanlögðu en hún endaði með því að lyfta samanlagt 547,5 kílóum. Elsa Pálsdóttir sló síðan þrjú heimsmet í Master 3. Hún lyfti 137,5 kílóum í hnébeygju, 162,5 kílóum í réttstöðulyftu og var samanlagt með 362,5 kíló. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands)
Seltjarnarnes Kraftlyftingar Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Sjá meira