Hrútarnir á heimavelli í Super Bowl og mæta þar ævintýraliði ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 07:32 Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals, á herðum liðsfélaga sinna í leikslok en hann hefur gjörbreytt liðinu á aðeins tveimur árum. AP/Charlie Riedel Los Angeles Rams og Cincinnati Bengals komust í nótt í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, þegar þau tryggðu sér sigur í Ameríku- og Þjóðardeildinni. Los Angeles Rams liðið verður því á heimavelli í Super Bowl því leikurinn fer fram á So-Fi leikvanginum í Los Angeles 13. febrúar næstkomandi. Rams vann 20-17 sigur á San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en sá leikur var einnig á So-Fi. The Ohio kid has taken the @Bengals to the Super Bowl. @JoeyB pic.twitter.com/SznYQfXfjq— NFL (@NFL) January 30, 2022 Mun óvæntari úrslit var þó endurkomur 27-24 sigur Cincinnati Bengals á útivelli á móti Kansas City Chiefs en leikurinn endaði í framlengingu. Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs voru á góðri leið í þriðja Super Bowl leikinn í röð þegar þeir komust í 21-3 í fyrri hálfleiknum. McVay Stafford#NFLPlayoffs #RamsHouse pic.twitter.com/9LU5JNE4Oh— NFL (@NFL) January 31, 2022 Það hefur lítið hengið hjá Mahomes í seinni hálfleik að undanförnu og ekkert gekk upp hjá honum eftir hlé í gær. Joe Burrow leiddi spútniklið Bengals til baka inn í leikinn og leikurinn endaði í framlengingu. Þar fékk Chiefs liðið að byrja með boltann við mikinn fögnuð stuðningsmanna liðsins. Það var hins vegar stutt gaman því Mahomes kastaði frá sér boltanum og nýliðinn Evan McPherson tryggði Bengals sigurinn með vallarmerki. The kick that sent the @Bengals to #SBLVI@McPherson_Evan | #RuleTheJungle pic.twitter.com/n7lwqRx8zH— NFL (@NFL) January 31, 2022 Sparkarinn Evan McPherson hefur verið magnaður í úrslitakeppninni en hann tryggði liðinu einnig sigurinn á móti Tennessee Titans viku áður. Leikstjórnandinn Joe Burrow hjá Bengals skrifaði söguna með því að verða sá fyrsti sem er valinn númer eitt í nýliðavalinu sem kemur liði sínu í Super Bowl á fyrstu tveimur árum sínum í NFL-deildinni. Matt Gay gives LA the lead with 1:46 remaining. #NFLPlayoffs : #SFvsLAR on FOX : https://t.co/vywGt5Kgfz pic.twitter.com/7ovFuYqKSj— NFL (@NFL) January 31, 2022 Los Angeles Rams lenti líka undir á móti San Francisco 49ers en gestirnir komust í 17-7 í leiknum og voru enn með tíu stiga forskot í lokaleikhlutanum. Snertimark frá útherjanum magnaða Cooper Kupp og tvö vallarmörk frá Matt Gay tryggðu Los Angeles Rams sigur og sæti í úrslitaleiknum um titilinn. Seinna vallarmarkið kom þegar ein mínúta og 49 sekúndur voru eftir af leiknum. NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira
Los Angeles Rams liðið verður því á heimavelli í Super Bowl því leikurinn fer fram á So-Fi leikvanginum í Los Angeles 13. febrúar næstkomandi. Rams vann 20-17 sigur á San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en sá leikur var einnig á So-Fi. The Ohio kid has taken the @Bengals to the Super Bowl. @JoeyB pic.twitter.com/SznYQfXfjq— NFL (@NFL) January 30, 2022 Mun óvæntari úrslit var þó endurkomur 27-24 sigur Cincinnati Bengals á útivelli á móti Kansas City Chiefs en leikurinn endaði í framlengingu. Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs voru á góðri leið í þriðja Super Bowl leikinn í röð þegar þeir komust í 21-3 í fyrri hálfleiknum. McVay Stafford#NFLPlayoffs #RamsHouse pic.twitter.com/9LU5JNE4Oh— NFL (@NFL) January 31, 2022 Það hefur lítið hengið hjá Mahomes í seinni hálfleik að undanförnu og ekkert gekk upp hjá honum eftir hlé í gær. Joe Burrow leiddi spútniklið Bengals til baka inn í leikinn og leikurinn endaði í framlengingu. Þar fékk Chiefs liðið að byrja með boltann við mikinn fögnuð stuðningsmanna liðsins. Það var hins vegar stutt gaman því Mahomes kastaði frá sér boltanum og nýliðinn Evan McPherson tryggði Bengals sigurinn með vallarmerki. The kick that sent the @Bengals to #SBLVI@McPherson_Evan | #RuleTheJungle pic.twitter.com/n7lwqRx8zH— NFL (@NFL) January 31, 2022 Sparkarinn Evan McPherson hefur verið magnaður í úrslitakeppninni en hann tryggði liðinu einnig sigurinn á móti Tennessee Titans viku áður. Leikstjórnandinn Joe Burrow hjá Bengals skrifaði söguna með því að verða sá fyrsti sem er valinn númer eitt í nýliðavalinu sem kemur liði sínu í Super Bowl á fyrstu tveimur árum sínum í NFL-deildinni. Matt Gay gives LA the lead with 1:46 remaining. #NFLPlayoffs : #SFvsLAR on FOX : https://t.co/vywGt5Kgfz pic.twitter.com/7ovFuYqKSj— NFL (@NFL) January 31, 2022 Los Angeles Rams lenti líka undir á móti San Francisco 49ers en gestirnir komust í 17-7 í leiknum og voru enn með tíu stiga forskot í lokaleikhlutanum. Snertimark frá útherjanum magnaða Cooper Kupp og tvö vallarmörk frá Matt Gay tryggðu Los Angeles Rams sigur og sæti í úrslitaleiknum um titilinn. Seinna vallarmarkið kom þegar ein mínúta og 49 sekúndur voru eftir af leiknum.
NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira