Innlent

Smit undir þúsund í fyrsta sinn í þrjár vikur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Beðið eftir sýnatöku.
Beðið eftir sýnatöku. Vísir/Vilhelm

890 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 44 á landamærum. Af nýsmituðum voru 374 í sóttkví. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum almannavarna.

Þetta er í fyrsta sinn í þrjár vikur, eða síðan 9. janúar, sem færri en þúsund greinast með veiruna innanlands. Þann dag greindust 934 með veiruna en síðan þá hafa nýsmitaðir oftast verið vel yfir þúsund á degi hverjum. 

Í þessu samhengi ber þó einnig að nefna að færri sýni eru yfirleitt tekin um helgar en á virkum dögum. Fjöldi PCR-sýna sem tekinn var í gær verður ekki birtur fyrr en tölfræði á Covid.is verður uppfærð á mánudag. 

Fréttin var uppfærð klukkan 11:08 með leiðréttum tölum frá almannavörnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×