Samningur Zakaria við þýska úrvalsdeildarliðið Borussia Mönchengladbach rennur út næsta sumar og eru Þjóðverjarnir tilbúnir að leyfa þessum 25 ára gamla leikmanni að fara nú í janúar og fá þá í staðinn greiðslu fyrir kappann.
Ralf Rangnick, stjóri Man Utd, vill klófesta Zakaria en er ekki einn um hituna þar sem ítalska stórveldið Juventus hefur líka sent inn tilboð.
Talið er að Mönchengladbach sætti sig við 10 milljónir punda fyrir Zakaria sem hefur leikið 40 landsleiki fyrir Sviss.