„Mér hefur þótt erfitt að sleppa takinu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 07:00 Danssýning Vísir/RAX Þann 4. febrúar frumsýnir Inga Maren Rúnarsdóttir verkið Hvíla sprungur á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Dansarar sýningarinnar eru þau Ásgeir Helgi Magnússon, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir og Sigurður Andrean Sigurgeirsson. Inga Maren hefur starfað í fjölda ára sem dansari og danshöfundur og hlotið fjölda verðlauna. Í verkinu Hvíla sprungur dansa fjórir dansarar í landslagi af myndum eftir Ragnar Axelsson ljósmyndara Vísis. „Hugmyndin að verkinu byrjaði í raun þegar ég fór að taka til í mínum „bakpoka“ af einhverri alvöru. Það er allskonar sem leynist þar hjá okkur öllum og ætli mér finnist þetta ekki vera ákveðin hreinsun að setja þetta fram í listformi,“ segir Inga Maren í samtali við Lífið. „Mér finnst svo áhugavert að við, mannfólkið, söfnum svo mikið af lífsreynslunni okkar í einhverja skjóðu sem við berum svo með okkur, við erum kannski ekki alveg nægilega klár svona almennt í að losa skjóðurnar okkar og sleppa takinu af hlutum úr fortíðinni. Einhvern veginn er okkur það tamið að halda fast í fortíðina og sum reynsla sem við höfum gengið í gegnum eða minningar sem við eigum eru sárar og sitja kannski fast í okkur. Mér hefur þótt erfitt að sleppa takinu en þetta er að hluta til einhverskonar tilraun til þess, á einhverjum tímapunkti í upphafi hugmyndavinnunnar í það minnsta. En innblásturinn er svo fengin af þrautagöngu mannanna, doðanum sem við förum gjarnan í til þess að dagarnir hreinlega líði og upplifun af erfiðleikum við að sleppa taki af einhverju eða einhverjum, hjálpsemi fólks, sturlunar og vonarinnar sem við vonandi missum aldrei trúna á.“ Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Myndir RAX eru notaðar á óhefðbundinn hátt sem gefur dönsurunum tækifæri á að hverfa inn í sviðsmyndina. Júlíanna Lára Steingrímsdóttir gerir leikmyndina og búninga en verkið er styrkt af Sviðslistarráði og unnið sem samstarfsverkefni Ingu Marenar og Íslenska dansflokksins. „Verkið er saumað saman úr vel völdum hreyfingum sem túlka tilfinningar fólks, þar sem dansarar dansa í landslagi af myndum RAX með skemmtilegri útfærslu hjá Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur við undurfagra tóna eftir Stephan Stephensen og Óttar Sæmundsen. Dansararnir njóta sín fallega í verkinu og fylgja okkur í gegnum ferðalag sem hreyfir við hjartanu,“ segir Inga Maren. „Myndirnar hans RAX hafa heillað mig mikið um langa hríð. Mér finnst eins og maður sjái dýpra inn í myndina og fái tilfinningu fyrir hvaða karkater sá sem er á myndunum hefur að geyma og þrátt fyrir að þær séu frosnar í tíma finnst mér eins og ég sjái hreyfingu í myndunum hans. Ég vildi tengja verkið mitt við náttúruna þar sem ég leita þangað sjálf þegar eitthvert hugarangur fer að bera mig ofurliði. Þá næ ég að núllstilla mig aftur, náttúran hjálpar mér að setja hlutina í samhengi aftur, fjöllin sem hafa verið kyrr á sínum stað í þúsundir ára verða þarna áfram fyrir og eftir mínar tilfinningasveiflur og annarra. Við mannfólkið komum og förum, erum mörg og með margvíslega bagga á öxlum okkar en fjöllin, fossarnir, árstíðirnar og alheimurinn verður ávallt hér.“ Hér fyrir neðan má sjá myndaþátt sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson tók á æfingu dansaranna. Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Inga Maren hefur starfað sem dansari og danshöfundur í fjölda mörg ár, bæði hjá Íslenska dansflokknum og sjálfstæðum hópum. Hún hefur unnið með danshöfundum eins og Damien Jalet, Ernu Ómarsdóttur, Anton Lackhy og nú síðast Kristjáni Ingimarssyni í Kaupmannahöfn 2021. Hún hefur bæði starfað að uppfærslum hérlendis og erlendis auk þess sem hún hefur ferðast víða með sýningar. DanssýningFoto: RAX/RAX DanssýningFoto: RAX/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX DanssýningFoto: RAX/RAX „Ég vona að áhorfendur finni sig í ferðalagi verksins. Hvort sem átt hefur eða misst hefur. Ég finn það gjarnan sjálf á tónleikum eða listasýningum að það er stundum eins og eitthvað sé að hreyfast innan í mér, eitthvað snertir við mér og fær mig til að hugsa eða ná tenginu við eitthvað innra með mér. Mér þætti gaman að verkið snerti við áhorfendum, að þeir finndu nýja strengi, nýja hljóma innra með sér og auðvitað vil ég að öllum líði vel,“ segir Inga Maren. Þær Inga Maren og Júlíanna Lára hafa á síðastliðnum þremur árum skapað tvö dansverk saman og er Hvíla sprungur það þriðja í röðinni. Verkin Ævi og Dagdraumar hlutu góðar viðtökur áhorfenda og hlutu samtals sex grímutilnefningar, meðal annars barnasýning ársins og búningar ársins 2020. Inga Maren hlaut tvenn verðlaun fyrir Ævi, sem dansari og danshöfundur ársins. Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX DanssýningFoto: RAX/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Hvíla sprungurHugurinn er í móðu. Líkt og hann sé hulinn hvítri snjóþekju. Umhverfið sem var svo kunnuglegt er skyndilega einsleitt og framandi. Líkt og rjúpan sem hefur lært að bregða litum til þess að lifa af hefur manneskjan lært að aðlaga sig umhverfi sínu. Hún samlagast fjallendinu, felur sig, hverfur. Hún vill ekki sjást. Það er líkt og blóðið taki að storkna í æðunum, allt verður hægt og hratt samtímis. Hver augngota verður ógnvekjandi, andardrátturinn svo hávær, hjartslátturinn yfirgnæfir hverja frumu líkamans. Það er erfitt að hreyfa sig. Er ég fundinn? Hendurnar fálma í þokunni. Það birtir til. Sárin eru sýnileg, þau ytri og þau innri. Rispur á sál, skarð í hjarta. Þar hvíla sprungur sem fennt hefur yfir. Tíminn líður og drífan fellur, felur sprungur sem hvíla.-Inga Maren Rúnarsdóttir Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX RAX Ljósmyndun Dans Leikhús Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Inga Maren hefur starfað í fjölda ára sem dansari og danshöfundur og hlotið fjölda verðlauna. Í verkinu Hvíla sprungur dansa fjórir dansarar í landslagi af myndum eftir Ragnar Axelsson ljósmyndara Vísis. „Hugmyndin að verkinu byrjaði í raun þegar ég fór að taka til í mínum „bakpoka“ af einhverri alvöru. Það er allskonar sem leynist þar hjá okkur öllum og ætli mér finnist þetta ekki vera ákveðin hreinsun að setja þetta fram í listformi,“ segir Inga Maren í samtali við Lífið. „Mér finnst svo áhugavert að við, mannfólkið, söfnum svo mikið af lífsreynslunni okkar í einhverja skjóðu sem við berum svo með okkur, við erum kannski ekki alveg nægilega klár svona almennt í að losa skjóðurnar okkar og sleppa takinu af hlutum úr fortíðinni. Einhvern veginn er okkur það tamið að halda fast í fortíðina og sum reynsla sem við höfum gengið í gegnum eða minningar sem við eigum eru sárar og sitja kannski fast í okkur. Mér hefur þótt erfitt að sleppa takinu en þetta er að hluta til einhverskonar tilraun til þess, á einhverjum tímapunkti í upphafi hugmyndavinnunnar í það minnsta. En innblásturinn er svo fengin af þrautagöngu mannanna, doðanum sem við förum gjarnan í til þess að dagarnir hreinlega líði og upplifun af erfiðleikum við að sleppa taki af einhverju eða einhverjum, hjálpsemi fólks, sturlunar og vonarinnar sem við vonandi missum aldrei trúna á.“ Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Myndir RAX eru notaðar á óhefðbundinn hátt sem gefur dönsurunum tækifæri á að hverfa inn í sviðsmyndina. Júlíanna Lára Steingrímsdóttir gerir leikmyndina og búninga en verkið er styrkt af Sviðslistarráði og unnið sem samstarfsverkefni Ingu Marenar og Íslenska dansflokksins. „Verkið er saumað saman úr vel völdum hreyfingum sem túlka tilfinningar fólks, þar sem dansarar dansa í landslagi af myndum RAX með skemmtilegri útfærslu hjá Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur við undurfagra tóna eftir Stephan Stephensen og Óttar Sæmundsen. Dansararnir njóta sín fallega í verkinu og fylgja okkur í gegnum ferðalag sem hreyfir við hjartanu,“ segir Inga Maren. „Myndirnar hans RAX hafa heillað mig mikið um langa hríð. Mér finnst eins og maður sjái dýpra inn í myndina og fái tilfinningu fyrir hvaða karkater sá sem er á myndunum hefur að geyma og þrátt fyrir að þær séu frosnar í tíma finnst mér eins og ég sjái hreyfingu í myndunum hans. Ég vildi tengja verkið mitt við náttúruna þar sem ég leita þangað sjálf þegar eitthvert hugarangur fer að bera mig ofurliði. Þá næ ég að núllstilla mig aftur, náttúran hjálpar mér að setja hlutina í samhengi aftur, fjöllin sem hafa verið kyrr á sínum stað í þúsundir ára verða þarna áfram fyrir og eftir mínar tilfinningasveiflur og annarra. Við mannfólkið komum og förum, erum mörg og með margvíslega bagga á öxlum okkar en fjöllin, fossarnir, árstíðirnar og alheimurinn verður ávallt hér.“ Hér fyrir neðan má sjá myndaþátt sem ljósmyndarinn Ragnar Axelsson tók á æfingu dansaranna. Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Inga Maren hefur starfað sem dansari og danshöfundur í fjölda mörg ár, bæði hjá Íslenska dansflokknum og sjálfstæðum hópum. Hún hefur unnið með danshöfundum eins og Damien Jalet, Ernu Ómarsdóttur, Anton Lackhy og nú síðast Kristjáni Ingimarssyni í Kaupmannahöfn 2021. Hún hefur bæði starfað að uppfærslum hérlendis og erlendis auk þess sem hún hefur ferðast víða með sýningar. DanssýningFoto: RAX/RAX DanssýningFoto: RAX/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX DanssýningFoto: RAX/RAX „Ég vona að áhorfendur finni sig í ferðalagi verksins. Hvort sem átt hefur eða misst hefur. Ég finn það gjarnan sjálf á tónleikum eða listasýningum að það er stundum eins og eitthvað sé að hreyfast innan í mér, eitthvað snertir við mér og fær mig til að hugsa eða ná tenginu við eitthvað innra með mér. Mér þætti gaman að verkið snerti við áhorfendum, að þeir finndu nýja strengi, nýja hljóma innra með sér og auðvitað vil ég að öllum líði vel,“ segir Inga Maren. Þær Inga Maren og Júlíanna Lára hafa á síðastliðnum þremur árum skapað tvö dansverk saman og er Hvíla sprungur það þriðja í röðinni. Verkin Ævi og Dagdraumar hlutu góðar viðtökur áhorfenda og hlutu samtals sex grímutilnefningar, meðal annars barnasýning ársins og búningar ársins 2020. Inga Maren hlaut tvenn verðlaun fyrir Ævi, sem dansari og danshöfundur ársins. Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX DanssýningFoto: RAX/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Hvíla sprungurHugurinn er í móðu. Líkt og hann sé hulinn hvítri snjóþekju. Umhverfið sem var svo kunnuglegt er skyndilega einsleitt og framandi. Líkt og rjúpan sem hefur lært að bregða litum til þess að lifa af hefur manneskjan lært að aðlaga sig umhverfi sínu. Hún samlagast fjallendinu, felur sig, hverfur. Hún vill ekki sjást. Það er líkt og blóðið taki að storkna í æðunum, allt verður hægt og hratt samtímis. Hver augngota verður ógnvekjandi, andardrátturinn svo hávær, hjartslátturinn yfirgnæfir hverja frumu líkamans. Það er erfitt að hreyfa sig. Er ég fundinn? Hendurnar fálma í þokunni. Það birtir til. Sárin eru sýnileg, þau ytri og þau innri. Rispur á sál, skarð í hjarta. Þar hvíla sprungur sem fennt hefur yfir. Tíminn líður og drífan fellur, felur sprungur sem hvíla.-Inga Maren Rúnarsdóttir Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX Frá æfingu verksins Hvíla sprungur.Vísir/RAX
RAX Ljósmyndun Dans Leikhús Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira