Lést eftir að hafa verið hafnað um þungunarrof eftir að fóstrin dóu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 10:33 Þúsundir mótmæltu þungunarrofslögum í Póllandi. AP Photo/Czarek Sokolowski Þúsundir mótmæltu á götum pólskra borga í gærkvöld eftir að 37 ára gömul kona lést í kjölfar þess að hafa verið hafnað um þungunarrof. Eitt ár er liðið síðan einar ströngustu þungunarrofsreglur í Evrópu voru innleiddar í Póllandi. Mótmælendur minntust Agnieszku T, sem lést í gær, lögðu blómvendi og ljós á valda staði til að minnast hennar. Agnieszka var ólétt að tvíburum en lést eftir að læknar neituðu að leyfa henni að gangast undir þungunarrof í kjölfar þess að hjarta annars fóstursins hætti að slá. Fjölskylda Agnieszku sagði í yfirlýsingu að stjórnvöld væru ábyrg fyrir dauða hennar. Frekari mótmæli til minningar um hana hafa verið skipulögð í heimaborg hennar, Częstochowa. Agnieszka, sem var þriggja barna móðir, var lögð inn á Sjúkrahús heilagrar Maríu meyjar í Częstochowa þann 21. desember síðastliðinn. Þegar hún var lögð inn var hún með mikla kviðverki en hún var enn á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Að sögn fjölskyldu hennar var Agnieszka við góða heilsu þegar hún lagðist inn á sjúkrahúsið en að heilsu hennar hafi hrakað hratt eftir innlögnina. Sama dag og hún lagðist inn hafi hjarta annars fóstursins hætt að slá og samkvæmt frásögn fjölskyldu hennar neituðu læknar að fjarlægja fóstrið og vísuðu í lög um þungunarrof. Nokkrir dagar hafi liðið áður en hitt fóstrið dó sömuleiðis í legi Agnieszku. Læknar hafi beðið í tvo daga til viðbótar eftir það áður en þungunarrof var framkvæmt, sem var gert þann 31. desember. Þá voru tíu dagar liðnir frá því að fyrsta fóstrið lést. Eftir að þungunarrofið var framkvæmt var Agnieszka flutt af kvennadeild og heilsu hennar hrakaði enn meira. Fjölskyldu hennar grunar að hún hafi fengið blóðeitrun en dástæða dauða hennar var sögð óþekkt af sjúkrahúsinu. Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir „Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. 6. nóvember 2021 23:34 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28. janúar 2021 20:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Mótmælendur minntust Agnieszku T, sem lést í gær, lögðu blómvendi og ljós á valda staði til að minnast hennar. Agnieszka var ólétt að tvíburum en lést eftir að læknar neituðu að leyfa henni að gangast undir þungunarrof í kjölfar þess að hjarta annars fóstursins hætti að slá. Fjölskylda Agnieszku sagði í yfirlýsingu að stjórnvöld væru ábyrg fyrir dauða hennar. Frekari mótmæli til minningar um hana hafa verið skipulögð í heimaborg hennar, Częstochowa. Agnieszka, sem var þriggja barna móðir, var lögð inn á Sjúkrahús heilagrar Maríu meyjar í Częstochowa þann 21. desember síðastliðinn. Þegar hún var lögð inn var hún með mikla kviðverki en hún var enn á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Að sögn fjölskyldu hennar var Agnieszka við góða heilsu þegar hún lagðist inn á sjúkrahúsið en að heilsu hennar hafi hrakað hratt eftir innlögnina. Sama dag og hún lagðist inn hafi hjarta annars fóstursins hætt að slá og samkvæmt frásögn fjölskyldu hennar neituðu læknar að fjarlægja fóstrið og vísuðu í lög um þungunarrof. Nokkrir dagar hafi liðið áður en hitt fóstrið dó sömuleiðis í legi Agnieszku. Læknar hafi beðið í tvo daga til viðbótar eftir það áður en þungunarrof var framkvæmt, sem var gert þann 31. desember. Þá voru tíu dagar liðnir frá því að fyrsta fóstrið lést. Eftir að þungunarrofið var framkvæmt var Agnieszka flutt af kvennadeild og heilsu hennar hrakaði enn meira. Fjölskyldu hennar grunar að hún hafi fengið blóðeitrun en dástæða dauða hennar var sögð óþekkt af sjúkrahúsinu.
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir „Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. 6. nóvember 2021 23:34 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28. janúar 2021 20:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
„Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. 6. nóvember 2021 23:34
Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34
Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28. janúar 2021 20:00