Ástæðan er leikur liðsins í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um komandi helgi þegar Bengals menn mæta liði Kansas City Chiefs á útivelli.
Stuðningsmenn Kansas City Chiefs eru þekktir fyrir að búa til einn mesta hávaðann sem fyrirfinnst á íþróttakappleikjum þegar þeir troðfylla Arrowhead leikvanginn á mikilvægum leikjum.
Stuðningsmenn Chiefs ætla örugglega að passa upp á það að Cincinnati Bengals liðið eigi erfitt með að koma skilaboðum á milli leikmanna og þá aðallega skilaboðunum frá þjálfaraliðinu til leikstjórnandans frábæra Joe Burrow.
Zac Taylor er þjálfari Bengals liðsins sem hefur þegar slegið Las Vegas Raiders og Tennessee Titans út úr þessari úrslitakeppni. Vinni liðið Kansas City Chiefs þá vinnur liðið Ameríkudeildina og kemst í Super Bowl.
Til að venja sína menn við hávaðann á Arrowhead þá lét hann sína menn æfa með hljóðkerfið í botni. Þetta má heyra á myndbandi sem var tekið fyrir utan heimavöll Cincinnati Bengals í vikunni en það má sjá hér fyrir ofan.
Báðir úrslitaleikir deildanna fara fram á sunnudaginn og verða báðir sýnir beint á Stöð 2 Sport 2.
Leikur Kansas City Chiefs og Cincinnati Bengals hefst klukkan 20:05 en leikur Los Angeles Rams og San Francisco 49ers hefst síðan klukkan 23:40.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.