Tískuljósmyndir teknar í fallegu vetrarveðri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. janúar 2022 20:16 Myndatökurnar fóru m.a. fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þóttu takast einstaklega vel. Aðsend Hundar, hestar, eldstæði og fyrirsætur klæddar í endurunnin íslensk föt hafa verið viðfangsefna hjá tískuljósmyndara í uppsveitum Árnessýslu. Myndirnar verða notaðar í virktum tískutímaritum og á tískupalli í London. Myndatakan fór meðal annars fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirsæturnar voru myndaðar við ýmsar aðstæður í íslenskum vetrarbúningi. Fyrirsæturnar komu frá Ameríku, Japan og Íslandi, förðunarfræðingurinn kom frá Svíþjóð og ljósmyndarinn frá Búlgaríu. Þær Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður og Vilborg Ástráðsdóttir, hönnuður í Skarði voru konurnar á bak við viðburðinn. „Það er búin að vera draumur að gera vetrarmyndatöku á Íslandi. Við erum búnar að gera þrjár tilraunir á Íslandi. Fyrst árið greindist ljósmyndarinnar með brjóstakrabbamein og henni var meinað að ferðast. Seinna árið kom Covid og það tókst í þetta sinn,“ segir Sigrún og bætir við. „Við erum að búa til samstarfsverkefni að setja saman sköpunargleði frá fullt af fólki úr sveitinni og annars staðar frá líka, og búa til súrelískar myndir, eitthvað sem þú reiknar kannski ekkert endilega við að sjá í mynd, þannig að þetta er tíska og fantasía.“ Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður meö meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dýrin stóðu sig vel í myndatökunum, Husky hundur og þrír hestar. Þá lék eldur stórt hlutverk og íslenskur alvöru víkingur tók þátt í verkefninu. „Mikið af þessum fötum er að fara á tískupallinn í London 19. febrúar, þar er ég með stóra sýningu. Myndirnar fara örugglega líka í tvö til þrjú tímarit erlendis víða og svo bara samfélagsmiðlum og svona,“ segir Sigrún. Sigrún sem býr erlendis segir að hún hafi alltaf búið að því að hafa alist upp á Íslandi. „Íslendingar eru snillingar, hver einn og einasti en það er bara mismunandi hvernig þeir rækta snillinginn í sér, þeir eru svo sköpunarríkir. Nei, ég er ekki orðin fræg og rík, þetta er dýrast áhugamál í heimi að vera svona hönnuður. Ég er með dagvinnu líka sem borgar kaffið í brúsann, þetta borgar ekki neitt,“ segir Sigrún og hlær. Þrátt fyrir kulda og skítaveður á köflum þegar myndatökurnar fóru fram var létt yfir hópnum, sem tók þátt í verkefninu. Vörur frá Sigrúnu og Vilborgu eru meðal annars í Norden Market á Laugaveginum í Reykjavík. Hér er heimasíða Sigrúnar "Alvöru" víkingur tók þátt í verkefninu með hesti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tíska og hönnun Ljósmyndun Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Myndatakan fór meðal annars fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirsæturnar voru myndaðar við ýmsar aðstæður í íslenskum vetrarbúningi. Fyrirsæturnar komu frá Ameríku, Japan og Íslandi, förðunarfræðingurinn kom frá Svíþjóð og ljósmyndarinn frá Búlgaríu. Þær Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður og Vilborg Ástráðsdóttir, hönnuður í Skarði voru konurnar á bak við viðburðinn. „Það er búin að vera draumur að gera vetrarmyndatöku á Íslandi. Við erum búnar að gera þrjár tilraunir á Íslandi. Fyrst árið greindist ljósmyndarinnar með brjóstakrabbamein og henni var meinað að ferðast. Seinna árið kom Covid og það tókst í þetta sinn,“ segir Sigrún og bætir við. „Við erum að búa til samstarfsverkefni að setja saman sköpunargleði frá fullt af fólki úr sveitinni og annars staðar frá líka, og búa til súrelískar myndir, eitthvað sem þú reiknar kannski ekkert endilega við að sjá í mynd, þannig að þetta er tíska og fantasía.“ Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður meö meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dýrin stóðu sig vel í myndatökunum, Husky hundur og þrír hestar. Þá lék eldur stórt hlutverk og íslenskur alvöru víkingur tók þátt í verkefninu. „Mikið af þessum fötum er að fara á tískupallinn í London 19. febrúar, þar er ég með stóra sýningu. Myndirnar fara örugglega líka í tvö til þrjú tímarit erlendis víða og svo bara samfélagsmiðlum og svona,“ segir Sigrún. Sigrún sem býr erlendis segir að hún hafi alltaf búið að því að hafa alist upp á Íslandi. „Íslendingar eru snillingar, hver einn og einasti en það er bara mismunandi hvernig þeir rækta snillinginn í sér, þeir eru svo sköpunarríkir. Nei, ég er ekki orðin fræg og rík, þetta er dýrast áhugamál í heimi að vera svona hönnuður. Ég er með dagvinnu líka sem borgar kaffið í brúsann, þetta borgar ekki neitt,“ segir Sigrún og hlær. Þrátt fyrir kulda og skítaveður á köflum þegar myndatökurnar fóru fram var létt yfir hópnum, sem tók þátt í verkefninu. Vörur frá Sigrúnu og Vilborgu eru meðal annars í Norden Market á Laugaveginum í Reykjavík. Hér er heimasíða Sigrúnar "Alvöru" víkingur tók þátt í verkefninu með hesti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tíska og hönnun Ljósmyndun Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira