„Held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2022 12:30 Þráinn Orri Jónsson í viðtali við Stöð 2 Sport eftir sigurinn á Svartfellingum. getty/Jure Erzen Strákarnir í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar voru afar hrifnir af innkomu Þráins Orra Jónssonar í sigri Íslands á Svartfjallalandi á EM í gær. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn en hann var kallaður út til Búdapest vegna mikilla forfalla sökum kórónuveirusmita. Þráinn kom ekkert við sögu í leiknum gegn Króatíu en spilaði um hálftíma í sigrinum örugga á Svartfjallalandi í gær. Það var í fyrsta sinn sem Þráinn, sem er 28 ára, kom inn á í landsleik á ferlinum. „Menn koma ekki inn af bekknum heldur úr slæmri meðferð hjá Haukum,“ sagði Róbert Gunnarsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Hann skaut þarna létt á félaga sinn, Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem hefur stýrt æfingum Hauka að undanförnu. Í viðtali við Vísi eftir leikinn í gær sagði Þráinn að æfingar Ásgeirs væru þær leiðinlegustu sem hann hefði farið á en gagnlegar þó. „Hann var þvílíkt flottur. Það má segja það um alla þessa stráka, í öllu þessu covid fíaskói, hafa menn virkilega tekið við keflinu og staðið sig frábærlega,“ sagði Róbert. Þráinn skoraði tvö mörk í leiknum í gær, fiskaði eitt vítakast og lét til sín taka í íslensku vörninni. „Ég held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu. Ekki því hann er svo lélegur heldur að hann hefur aldrei hitt Guðmund og þessa gaura áður. Hann mætti bara, spilaði ekkert í fyrsta leiknum en kom svo inn á í gær og var þrusugóður,“ sagði Ásgeir. „En það er gott að hann er í góðri æfingu og í góðu formi,“ bætti Ásgeir við í léttum dúr. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn en hann var kallaður út til Búdapest vegna mikilla forfalla sökum kórónuveirusmita. Þráinn kom ekkert við sögu í leiknum gegn Króatíu en spilaði um hálftíma í sigrinum örugga á Svartfjallalandi í gær. Það var í fyrsta sinn sem Þráinn, sem er 28 ára, kom inn á í landsleik á ferlinum. „Menn koma ekki inn af bekknum heldur úr slæmri meðferð hjá Haukum,“ sagði Róbert Gunnarsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Hann skaut þarna létt á félaga sinn, Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem hefur stýrt æfingum Hauka að undanförnu. Í viðtali við Vísi eftir leikinn í gær sagði Þráinn að æfingar Ásgeirs væru þær leiðinlegustu sem hann hefði farið á en gagnlegar þó. „Hann var þvílíkt flottur. Það má segja það um alla þessa stráka, í öllu þessu covid fíaskói, hafa menn virkilega tekið við keflinu og staðið sig frábærlega,“ sagði Róbert. Þráinn skoraði tvö mörk í leiknum í gær, fiskaði eitt vítakast og lét til sín taka í íslensku vörninni. „Ég held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu. Ekki því hann er svo lélegur heldur að hann hefur aldrei hitt Guðmund og þessa gaura áður. Hann mætti bara, spilaði ekkert í fyrsta leiknum en kom svo inn á í gær og var þrusugóður,“ sagði Ásgeir. „En það er gott að hann er í góðri æfingu og í góðu formi,“ bætti Ásgeir við í léttum dúr. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni