Erlent

Jarðskjálfti 6,2 að stærð reið yfir Tonga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tongverjar hafa ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu.
Tongverjar hafa ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. EPA-EFE/MAXAR TECHNOLOGIES

Enn einar náttúruhamfarirnar riðu yfir Tonga í morgun þegar jarðskjálftinni að stærð 6,2 reið yfir eyjarnar. Skjálftinn reið yfir klukkan 06:40 að íslenskum tíma. 

Tæpar tvær vikur eru síðan neðansjávareldgos hófst í eyjaklasanum, sem valdið hefur miklum skemmdum í byggðum á Tonga. Stuttu eftir að eldgosið hófst riðu yfir flóðbylgjur sem felldu hús og rufu rafmagns-, síma- og netlínur og svo mætti lengi telja. 

Enn einar náttúruhamfarirnar riðu yfir Tongverja í morgun þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,2 reið yfir. Upptök skjálftans voru um 219 km vestnorðvestur af Pangai, höfuðborg Tonga. 

Þrír skjálftar að stærðinni 5 og yfir hafa riðið yfir Tonga í nótt.Google/Skjáskot

Samkvæmt jarðvísindastofnun Bandaríkjanna varð skjálftinn á um 14,5 kílómetra dýpi. Ef markma má nýjustu upplýsingar á Google fannst skjálftinn á Tonga, Fídjíeyjum og Niue. 

Tveir minni skjálftar mældust þá í nótt, einn 5,0 að stærð klukkan 00:55 að íslenskum tíma og annar klukkan 02:08 sem var 5,2 að stærð. 


Tengdar fréttir

Íslandsvinur frá Tonga biður fólk um að rétta fram hjálparhönd

Íslandsvinur frá Tonga segir afar erfitt að horfa upp á alla þá eyðileggingu sem hafi átt sér stað í heimalandinu í kjölfar eldgossins þar fyrr í þessum mánuði. Hann segir gríðarlegan skort ríkja og hvetur Íslendinga, og heimsbyggðina alla, til að rétta fram hjálparhönd.

Tongverjar staðráðnir í að klára enduruppbyggingu

Hjálparstarf á Tonga er að taka á sig mynd en ríkisstjórn eyjaklasans segir drykkjarvatn í forgangi. Vika er liðin frá því að stærðarinnar sprengigos olli miklum skemmdum á eyjunum svo minnst þrír dóu og tvö þorp þurrkuðust út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×