Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2022 11:46 Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands fagnar dómi Félagsdóms frá í gær um að Icelandair hafi staðið ólöglega að uppsögnum flugfreyja og flugþjóna og endurráðningum þeirra í fyrra. Vísir Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið. Icelandair sagði upp nær öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins í miðjum kjaraviðræðum og kórónuveirufaraldri á síðasta ári. Þegar félagið tók síðan að endurráða fólk var ekki farið eftir reglum um að fólk yrði endurráðið samkvæmt starfsaldri eins og samningar kváðu á um. Alþýðusambandið kærði málið til Félagsdóms fyrir hönd Flugfreyjufélagsins og í gær dæmdi dómurinn flugfreyjum í vil. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir hennar félagsfólk fagna fullnaðar sigri í Félagsdómi í gær.vísir Guðlaug Jóhannsdóttir formaður félagsins segir niðurstöðuna mikið réttlætismál eftir að brotið hafi verið á þessum hópi. „Þetta er fólk sem hefur starfað áratugum saman hjá Icelandair. Það þarf að bæta þessu fólki þetta upp á einhvern hátt. Við gerum ráð fyrir viðræðum við Icelandair á næstu dögum,“ segir Guðlaug. Hún vonist einnig til að hægt verði að funda með hópnum fljótlega í ljósi sóttvarnareglna en hún reikni með að flestir myndu vilji hefja störf á ný. Þetta fólk hafi nú fengið viðurkenningu á að uppsögn þeirra var ólögmæt. „Einhverjir eru komnir í vinnu. Aðrir ekki. Það er nokkuð ljóst að þessi hópur er búinn að ganga í gegnum mjög erfiða tíma. Þessi hópur var allur í starfi án athugasemda fyrir þennan heimsfaraldur. Fær svo þarna skell í lok uppsagnarfrests. Það má segja að hópurinn fagni þessu en vonast að sjálfsögðu eftir góðri niðurstöðu. Ég veit að margir vilja starfa aftur. Það verður hins vegar bara að koma í ljós,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vonandi verði hægt að funda með Icelandair sem fyrst og að félagið láti dóm Félagsdóms sér að kenningu verða. „Þetta er mjög afgerandi og fullnaðar sigur fyrir okkur. Ég vona að fólk sjái sér fært um að virða þetta í framtíðinni,“ segir Guðlaug Jóhannsdóttir. Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. 25. janúar 2022 16:23 Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. 28. maí 2021 12:00 Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. 25. ágúst 2020 13:24 Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Icelandair sagði upp nær öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins í miðjum kjaraviðræðum og kórónuveirufaraldri á síðasta ári. Þegar félagið tók síðan að endurráða fólk var ekki farið eftir reglum um að fólk yrði endurráðið samkvæmt starfsaldri eins og samningar kváðu á um. Alþýðusambandið kærði málið til Félagsdóms fyrir hönd Flugfreyjufélagsins og í gær dæmdi dómurinn flugfreyjum í vil. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir hennar félagsfólk fagna fullnaðar sigri í Félagsdómi í gær.vísir Guðlaug Jóhannsdóttir formaður félagsins segir niðurstöðuna mikið réttlætismál eftir að brotið hafi verið á þessum hópi. „Þetta er fólk sem hefur starfað áratugum saman hjá Icelandair. Það þarf að bæta þessu fólki þetta upp á einhvern hátt. Við gerum ráð fyrir viðræðum við Icelandair á næstu dögum,“ segir Guðlaug. Hún vonist einnig til að hægt verði að funda með hópnum fljótlega í ljósi sóttvarnareglna en hún reikni með að flestir myndu vilji hefja störf á ný. Þetta fólk hafi nú fengið viðurkenningu á að uppsögn þeirra var ólögmæt. „Einhverjir eru komnir í vinnu. Aðrir ekki. Það er nokkuð ljóst að þessi hópur er búinn að ganga í gegnum mjög erfiða tíma. Þessi hópur var allur í starfi án athugasemda fyrir þennan heimsfaraldur. Fær svo þarna skell í lok uppsagnarfrests. Það má segja að hópurinn fagni þessu en vonast að sjálfsögðu eftir góðri niðurstöðu. Ég veit að margir vilja starfa aftur. Það verður hins vegar bara að koma í ljós,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vonandi verði hægt að funda með Icelandair sem fyrst og að félagið láti dóm Félagsdóms sér að kenningu verða. „Þetta er mjög afgerandi og fullnaðar sigur fyrir okkur. Ég vona að fólk sjái sér fært um að virða þetta í framtíðinni,“ segir Guðlaug Jóhannsdóttir.
Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. 25. janúar 2022 16:23 Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. 28. maí 2021 12:00 Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. 25. ágúst 2020 13:24 Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. 25. janúar 2022 16:23
Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. 28. maí 2021 12:00
Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. 25. ágúst 2020 13:24
Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35