27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2022 10:05 Um er að ræða stærstu hópsýkingu sem komið hefur upp á hjúkrunarheimilinu frá því faraldurinn hófst. Vísir/Vilhelm 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. Einn heimilismaður hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna veikinda sinna. Þetta staðfestir Sigrún Faulk, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Grund, en RÚV greindi fyrst frá hópsýkingunni. Þetta er sú umfangsmesta sem greinst hefur á Grund frá því faraldurinn hófst. Nær allir íbúar hafa verið þríbólusettir gegn Covid-19 og er lítið um alvarleg veikindi í hópnum. „Við erum mjög þakklát fyrir að þetta er bundið við eina deild og öll áherslan hjá okkur er á að það haldist þannig, að það verði ekki hópsmit á fleiri deildum. Fólk er ekki svo veikt og við bara tökum einn dag í einu hérna,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Íbúar almennt tekið þessu með ró Heimsóknatakmarkanir hafa verið í gildi á hjúkrunarheimilinu og er heimilismönnum á öðrum deildum einungis heimilt að fá til sín einn gest á dag. Eru þeir beðnir um að fara sérstaklega varlega og taka hraðpróf áður en mætt er á heimilið. Sigrún segir að nokkur fjöldi starfsmanna hafi lent í einangrun að undanförnu, líkt og á öðrum stórum vinnustöðum, og hjúkrunarheimilið því verið undirmannað. „En þetta einhvern veginn gengur með góðum vilja og samstöðu, skilningsríkum aðstandendum og æðrulausu heimilisfólki, það er kannski fyrst og fremst það að íbúarnir hérna eru alveg einstakir.“ Um sé að ræða æðrulausa kynslóð sem hafi upplifað ýmislegt á sinni ævi og láti ekki hvað sem er slá sig út af laginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Einn heimilismaður hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna veikinda sinna. Þetta staðfestir Sigrún Faulk, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Grund, en RÚV greindi fyrst frá hópsýkingunni. Þetta er sú umfangsmesta sem greinst hefur á Grund frá því faraldurinn hófst. Nær allir íbúar hafa verið þríbólusettir gegn Covid-19 og er lítið um alvarleg veikindi í hópnum. „Við erum mjög þakklát fyrir að þetta er bundið við eina deild og öll áherslan hjá okkur er á að það haldist þannig, að það verði ekki hópsmit á fleiri deildum. Fólk er ekki svo veikt og við bara tökum einn dag í einu hérna,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Íbúar almennt tekið þessu með ró Heimsóknatakmarkanir hafa verið í gildi á hjúkrunarheimilinu og er heimilismönnum á öðrum deildum einungis heimilt að fá til sín einn gest á dag. Eru þeir beðnir um að fara sérstaklega varlega og taka hraðpróf áður en mætt er á heimilið. Sigrún segir að nokkur fjöldi starfsmanna hafi lent í einangrun að undanförnu, líkt og á öðrum stórum vinnustöðum, og hjúkrunarheimilið því verið undirmannað. „En þetta einhvern veginn gengur með góðum vilja og samstöðu, skilningsríkum aðstandendum og æðrulausu heimilisfólki, það er kannski fyrst og fremst það að íbúarnir hérna eru alveg einstakir.“ Um sé að ræða æðrulausa kynslóð sem hafi upplifað ýmislegt á sinni ævi og láti ekki hvað sem er slá sig út af laginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira