Nikolaj Jacobsen: Ég skulda Íslandi ekki neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 10:32 Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, í leiknum á móti Íslandi á EM. Getty/Jure Erzen Nikolaj Jacobsen er skítsama um íslenska landsliðið í handbolta og var ekkert að fela það í viðtölum fyrir leiki dagsins á Evrópumótinu í handbolta. Landsliðsþjálfari Dana er heldur ekki búinn að gleyma því sem gerðist í lokaumferð riðlakeppni síðasta Evrópumóts þegar danska landsliðið sat eftir í riðlinum eftir að Ísland tapaði lokaleik sínum. Nikolaj Jacobsen ætlar að hvíla lykilmenn sína í dag en Danir eru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkland og Ísland berjast um hitt sætið. Nikolaj Jacobsen: Jeg skylder ikke Island noget https://t.co/54zvf9gVrO pic.twitter.com/LizvhYTa3C— JP Sport (@sportenJP) January 25, 2022 Vinni Ísland leik sinn á móti Svartfjallalandi þá þurfa þeir danskan sigur á móti Frökkum til að komast í undanúrslitin á kostnað franska liðsins. „Ég skulda Íslandi ekki neitt og Íslands skuldar mér ekkert heldur. Það voru engin leiðindarskot frá okkar liði þegar við duttum út árið 2020,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Hann er þar að vísa í EM 2020 þegar Ísland var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal 31-30 sigur á Dönum. Danir þurftu á íslenskum sigri að halda í lokaleiknum á móti Ungverjum en íslenska liðið var komið áfram. Eftir að íslenska liðið tapaði 18-24 á móti Ungverjum eftir að hafa verið 12-9 yfir í hálfleik þá áttu Danir ekki lengur möguleika á því að komast áfram. Jacobsen finnur því ekki til með íslenska liðinu núna. „Svona er þetta bara. Íslendingar komu sér sjálfir í þessa stöðu. Það er auðvitað synd fyrir þá að við þurfum að horfa lengra fram á veginn,“ sagði Jacobsen. „Ég get samt lofað Íslandi því að allir þeir sextán leikmenn sem ég mun nota í leiknum munu gera allt sitt til þess að vinna leikinn,“ sagði Jacobsen. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Sjá meira
Landsliðsþjálfari Dana er heldur ekki búinn að gleyma því sem gerðist í lokaumferð riðlakeppni síðasta Evrópumóts þegar danska landsliðið sat eftir í riðlinum eftir að Ísland tapaði lokaleik sínum. Nikolaj Jacobsen ætlar að hvíla lykilmenn sína í dag en Danir eru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkland og Ísland berjast um hitt sætið. Nikolaj Jacobsen: Jeg skylder ikke Island noget https://t.co/54zvf9gVrO pic.twitter.com/LizvhYTa3C— JP Sport (@sportenJP) January 25, 2022 Vinni Ísland leik sinn á móti Svartfjallalandi þá þurfa þeir danskan sigur á móti Frökkum til að komast í undanúrslitin á kostnað franska liðsins. „Ég skulda Íslandi ekki neitt og Íslands skuldar mér ekkert heldur. Það voru engin leiðindarskot frá okkar liði þegar við duttum út árið 2020,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Hann er þar að vísa í EM 2020 þegar Ísland var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal 31-30 sigur á Dönum. Danir þurftu á íslenskum sigri að halda í lokaleiknum á móti Ungverjum en íslenska liðið var komið áfram. Eftir að íslenska liðið tapaði 18-24 á móti Ungverjum eftir að hafa verið 12-9 yfir í hálfleik þá áttu Danir ekki lengur möguleika á því að komast áfram. Jacobsen finnur því ekki til með íslenska liðinu núna. „Svona er þetta bara. Íslendingar komu sér sjálfir í þessa stöðu. Það er auðvitað synd fyrir þá að við þurfum að horfa lengra fram á veginn,“ sagði Jacobsen. „Ég get samt lofað Íslandi því að allir þeir sextán leikmenn sem ég mun nota í leiknum munu gera allt sitt til þess að vinna leikinn,“ sagði Jacobsen.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Sjá meira