Fórnarlamb flugumannsins sem kom til Íslands fær háar bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2022 22:43 Lögreglan í London fær á baukinn. EPA-EFE/NEIL HALL Kona sem breski flugumaðurinn Mark Kennedy braut gróflega fær háar bætur eftir að dómstóll í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan í London hafi brotið á mannréttindum hennar. Dómarar við bresku dómsmálastofnunina komust að niðurstöðunni í október en upphæð skaðabóta var ákvörðuð í dag. Flugumaðurinn Kennedy, sem var útsendari lögreglu, átti í ástarsambandi við hana í upphafi aldarinnar í þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. Konan sem um ræðir, Kate Wilson, var með Kennedy í hátt í tvö ár og lauk sambandi þeirra árið 2005. Hún vissi ekki að Kennedy, sem gekk þá undir nafninu Mark Stone, væri í raun útsendari lögreglu sem var í sjö ára verkefni sem sneri að því að njósna um umhverfissinna og aðra pólitíska hópa víða um heim. Wilson mun fá 230 þúsund pund í bætur, um fjörutíu milljónir íslenskra króna. Dómstólinn segir að málið hafi varpað ljósi á alvarlegar og ámælisverðar brotalamir. Kom til Íslands og mótmælti við Kárahnjúkavirkjun Mál Kennedy vakti töluverða athygli árið 2010 þegar aðgerðarsinnum tókst að koma upp um hann og verkefnið. Málið teygði meðal annars anga sína til Íslands þar sem Kennedy kom hingað sumarið 2005 og var meðal mótmælenda í hópnum Saving Iceland, sem mótmæltu meðal annars við Kárahnjúkavirkjun. Kennedy er sagður hafa njósnað um mótmælendurna en í skýrslu sem ríkislögreglustjóri skilaði þáverandi ráðherra dómsmála árið 2011 kemur fram að ekki hafi komið fram upplýsingar í athugun lögreglu sem gera kleift að skera úr um hvort þessi flugumaður bresku lögreglunnar hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglunnar árið 2005, eins og það var orðað í skýrslunni. Bretland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla braut gegn konu sem var blekkt af flugumanninum sem kom til Íslands Dómarar við bresku dómsmálastofnunina IPT hafa komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan í Lundúnum hafi brotið gróflega á mannréttindum konu sem flugumaðurinn Mark Kennedy átti í ástarsambandi við með þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. 1. október 2021 18:05 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Dómarar við bresku dómsmálastofnunina komust að niðurstöðunni í október en upphæð skaðabóta var ákvörðuð í dag. Flugumaðurinn Kennedy, sem var útsendari lögreglu, átti í ástarsambandi við hana í upphafi aldarinnar í þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. Konan sem um ræðir, Kate Wilson, var með Kennedy í hátt í tvö ár og lauk sambandi þeirra árið 2005. Hún vissi ekki að Kennedy, sem gekk þá undir nafninu Mark Stone, væri í raun útsendari lögreglu sem var í sjö ára verkefni sem sneri að því að njósna um umhverfissinna og aðra pólitíska hópa víða um heim. Wilson mun fá 230 þúsund pund í bætur, um fjörutíu milljónir íslenskra króna. Dómstólinn segir að málið hafi varpað ljósi á alvarlegar og ámælisverðar brotalamir. Kom til Íslands og mótmælti við Kárahnjúkavirkjun Mál Kennedy vakti töluverða athygli árið 2010 þegar aðgerðarsinnum tókst að koma upp um hann og verkefnið. Málið teygði meðal annars anga sína til Íslands þar sem Kennedy kom hingað sumarið 2005 og var meðal mótmælenda í hópnum Saving Iceland, sem mótmæltu meðal annars við Kárahnjúkavirkjun. Kennedy er sagður hafa njósnað um mótmælendurna en í skýrslu sem ríkislögreglustjóri skilaði þáverandi ráðherra dómsmála árið 2011 kemur fram að ekki hafi komið fram upplýsingar í athugun lögreglu sem gera kleift að skera úr um hvort þessi flugumaður bresku lögreglunnar hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglunnar árið 2005, eins og það var orðað í skýrslunni.
Bretland Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla braut gegn konu sem var blekkt af flugumanninum sem kom til Íslands Dómarar við bresku dómsmálastofnunina IPT hafa komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan í Lundúnum hafi brotið gróflega á mannréttindum konu sem flugumaðurinn Mark Kennedy átti í ástarsambandi við með þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. 1. október 2021 18:05 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Lögregla braut gegn konu sem var blekkt af flugumanninum sem kom til Íslands Dómarar við bresku dómsmálastofnunina IPT hafa komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan í Lundúnum hafi brotið gróflega á mannréttindum konu sem flugumaðurinn Mark Kennedy átti í ástarsambandi við með þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. 1. október 2021 18:05