„Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2022 08:01 Það er magnað hvað Guðmundur og liðið hafa afrekað í þessum öldusjó í Búdapest. vísir/getty Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. Til að mynda þarf að púsla varnarleiknum saman enn á ný. Ýmir og Elliði hafa staðið vaktina saman í miðri vörninni í síðustu leikjum og nú nýtur Elliða ekki við lengur. „Í sambandi við vörnina þá koma tveir til greina með Ými. Það eru Darri og Þráinn. Við höfum ekk marga möguleika og það er farið að draga af mönnum sem hafa verið undir miklu álagi,“ sagði Guðmundur. „Við ætlum að gefa líf og sál í þetta. Það þarf ákveðið æðruleysi og láta þetta ekki buga sig. Það er að berjast til síðasta manns og það er það sem við ætlum að gera.“ Það er enn von á að leikmenn losni úr einangrun og geti spilað á morgun en Guðmundur er ekki bjartsýnn á það. „Við höfum verið að vona og vona. Ég er ekki búinn að gefa upp vonina. Kannski losnar einn eða tveir sem væri stórkostlegt en við erum hættir að vona heldur einbeita mér að liðinu sem er núna,“ segir Guðmundur og gerir sér grein fyrir því að hann gæti orðið fyrir öðru áfalli á morgun. „Ég get aldrei planað framtíðina. Ég veit í hádeginu á leikdegi hvaða leikmenn standa til boða. Mér finnst þetta vera eins og við séum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans.“ Guðmundur var stoltur af liðinu í leiknum gegn Króatíu þó það hefði ekki dugað til. „Þetta hjarta og vilji við þessar aðstæður sem maður á ekki orð yfir. Svartfjallaland verður erfiður leikur. Ekki óáþekkir Króötum með sterkar skyttur og markmann,“ segir Guðmundur en klári drengirnir hans sitt þá þarf hann að treysta á hjálp frá Dönum til að komast í undanúrslit. „Ég hef enga sérstaka tilfinningu fyrir því. Þeir stilla sínum leik upp eins og þeim hentar. Það er ekki hægt að fetta fingur út í það. Ef að við vinnum ætla ég samt ekki einu sinni að horfa á Danaleikinn.“ Klippa: Mun ekki horfa á Danaleikinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Til að mynda þarf að púsla varnarleiknum saman enn á ný. Ýmir og Elliði hafa staðið vaktina saman í miðri vörninni í síðustu leikjum og nú nýtur Elliða ekki við lengur. „Í sambandi við vörnina þá koma tveir til greina með Ými. Það eru Darri og Þráinn. Við höfum ekk marga möguleika og það er farið að draga af mönnum sem hafa verið undir miklu álagi,“ sagði Guðmundur. „Við ætlum að gefa líf og sál í þetta. Það þarf ákveðið æðruleysi og láta þetta ekki buga sig. Það er að berjast til síðasta manns og það er það sem við ætlum að gera.“ Það er enn von á að leikmenn losni úr einangrun og geti spilað á morgun en Guðmundur er ekki bjartsýnn á það. „Við höfum verið að vona og vona. Ég er ekki búinn að gefa upp vonina. Kannski losnar einn eða tveir sem væri stórkostlegt en við erum hættir að vona heldur einbeita mér að liðinu sem er núna,“ segir Guðmundur og gerir sér grein fyrir því að hann gæti orðið fyrir öðru áfalli á morgun. „Ég get aldrei planað framtíðina. Ég veit í hádeginu á leikdegi hvaða leikmenn standa til boða. Mér finnst þetta vera eins og við séum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans.“ Guðmundur var stoltur af liðinu í leiknum gegn Króatíu þó það hefði ekki dugað til. „Þetta hjarta og vilji við þessar aðstæður sem maður á ekki orð yfir. Svartfjallaland verður erfiður leikur. Ekki óáþekkir Króötum með sterkar skyttur og markmann,“ segir Guðmundur en klári drengirnir hans sitt þá þarf hann að treysta á hjálp frá Dönum til að komast í undanúrslit. „Ég hef enga sérstaka tilfinningu fyrir því. Þeir stilla sínum leik upp eins og þeim hentar. Það er ekki hægt að fetta fingur út í það. Ef að við vinnum ætla ég samt ekki einu sinni að horfa á Danaleikinn.“ Klippa: Mun ekki horfa á Danaleikinn
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni