Spánverjar stálheppnir gegn Pólverjum en eru komnir áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2022 16:00 Spánverjar gátu þakkað markverðinum Rodrigo Corrales sigurinn á Pólverjum. getty/Kolektiff Images Spánverjar eru komnir í undanúrslit á EM í handbolta eftir sigur á Pólverjum í lokaleik sínum í milliriðli II, 27-28. Pólland fékk tvö dauðafæri til að jafna metin undir lok leiks en Rodrigo Corrales, markvörður Spánar, varði í bæði skiptin. Spánn varð Evrópumeistari 2018 og 2020 og á enn möguleika á að vinna þriðju gullverðlaunin á EM í röð. Það ræðst í kvöld, eftir leik Svía og Norðmanna, hvort Spánverjar endi í fyrsta eða öðru sæti milliriðils II. Ef Noregur vinnur lendir Spánn í 2. sæti riðilsins en önnur úrslit þýða að spænska liðið vinnur hann. Þrátt fyrir að vera án sterkra leikmanna gerðu Pólverjar Evrópumeisturunum erfitt fyrir í leiknum í dag. Spánn byrjaði leikinn betur og komst mest fjórum mörkum yfir. Pólland gafst ekki upp og var aðeins marki undir í hálfleik, 13-14. Spánverjar voru alltaf fetinu framar en Pólverjar héngu í skottinu á þeim. Miklu munaði um að markverðir Spánar vörðu ekki skot nær allan seinni hálfleikinn. Ángel Fernández kom Spáni þremur mörkum yfir, 25-28, en Pólland skoraði næstu tvö mörk og minnkaði muninn í eitt mark, 27-28, þegar rúm mínúta lifði leiks. Eftir vandræðalega sókn töpuðu Spánverjar boltanum og Pólverjar fóru í hraðaupphlaup. Þar fengu þeir tvö dauðafæri en Corrales varði þau bæði, frá Arkadiuz Moryto og Jan Czuwara, og tryggði Spáni sigurinn. Ferran Sole, Agustín Casado og Aleix Gómez skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Spán. Moryto var markahæstur í liði Póllands með sex mörk. Pólverjar fengu aðeins eitt stig í milliriðli II. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Spánn varð Evrópumeistari 2018 og 2020 og á enn möguleika á að vinna þriðju gullverðlaunin á EM í röð. Það ræðst í kvöld, eftir leik Svía og Norðmanna, hvort Spánverjar endi í fyrsta eða öðru sæti milliriðils II. Ef Noregur vinnur lendir Spánn í 2. sæti riðilsins en önnur úrslit þýða að spænska liðið vinnur hann. Þrátt fyrir að vera án sterkra leikmanna gerðu Pólverjar Evrópumeisturunum erfitt fyrir í leiknum í dag. Spánn byrjaði leikinn betur og komst mest fjórum mörkum yfir. Pólland gafst ekki upp og var aðeins marki undir í hálfleik, 13-14. Spánverjar voru alltaf fetinu framar en Pólverjar héngu í skottinu á þeim. Miklu munaði um að markverðir Spánar vörðu ekki skot nær allan seinni hálfleikinn. Ángel Fernández kom Spáni þremur mörkum yfir, 25-28, en Pólland skoraði næstu tvö mörk og minnkaði muninn í eitt mark, 27-28, þegar rúm mínúta lifði leiks. Eftir vandræðalega sókn töpuðu Spánverjar boltanum og Pólverjar fóru í hraðaupphlaup. Þar fengu þeir tvö dauðafæri en Corrales varði þau bæði, frá Arkadiuz Moryto og Jan Czuwara, og tryggði Spáni sigurinn. Ferran Sole, Agustín Casado og Aleix Gómez skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Spán. Moryto var markahæstur í liði Póllands með sex mörk. Pólverjar fengu aðeins eitt stig í milliriðli II.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira