Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, tilkynnti um aðgerðirnar að loknum fundinum.
Hún sagði að með þessum aðgerðum verði hægt að koma menningunni, tónlist og sviðslistum yfir þetta erfiða tímabil.
„Ég er því afskaplega sáttur menntamálaráðherra að koma af þessum ríkisstjórnarfundi.“
Vænta má að frekari upplýsingar um efnahagsaðgerðir í þágu menningargeirans verði aðgengilegar á vef stjórnarráðsins síðar í dag.