Lögmál leiksins: „Já takk“ við CP3 en „nei takk“ við Brooklyn gegn Milwaukee Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 10:01 Það var létt yfir mönnum í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld. Stöð 2 Sport 2 Boðið var upp á nýjan leik í þættinum Lögmál leiksins í gærkvöld þar sem NBA-deildin í körfubolta er krufin til mergjar. Leikurinn ber heitið „Já takk/Nei takk“ og virkar þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort „Já, takk“ eða „Nei, takk“, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Klippa: Lögmál leiksins - Já takk eða nei takk Fullyrðingar Kjartans voru úr ýmsum áttum og oftast greindi menn á að einhverju leyti. Til að mynda varðandi Jayson Tatum, lykilleikmann Boston Celtics: „Það hefði örugglega verið nei takk í gær en svo átti hann 50 stiga leik í fyrrinótt, þannig að ég verð eiginlega að segja já takk. Við vitum að „þakið“ er enn rosalega hátt hjá Tatum. Hann getur skorað körfur í öllum regnbogans litum,“ sagði Tómas Steindórsson. Fullyrðingarnar í „Já takk/Nei takk“: Cleveland verður með heimavallarrétt Jayson Tatum Brooklyn leggur Milwaukee í seríu CP3 á heima í MVP-umræðunni Úlfarnir komast í úrslitakeppnina Tómas var einnig á því að Brooklyn Nets myndi ekki geta lagt Milwaukee Bucks að velli í seríu, og Hörður Unnsteinsson tók undir það: „Nei takk. Milwaukee og Miami held ég að verði tvö bestu liðin þegar upp er staðið í austrinu í vor. Í seríu núna myndi Milwaukee leggja Brooklyn að mínu mati,“ sagði Hörður en Sigurður Orri Kristjánsson var ekki sammála. „Besti leikmaðurinn í besta liðinu“ Félagarnir voru hins vegar allir sammála um að Chris Paul ætti heima í MVP-umræðunni og Sigurður Orri sagði Paul, eða CP3, geta hlotið þann heiður að vera útnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar ef Phoenix Suns héldi áfram sömu sigurgöngu og undanfarið: „Auðvitað á hann heima í MVP-umræðunni. Hann er besti leikmaðurinn í besta liðinu. En, hann getur ekki orðið MVP, nema Phoenix gjörsamlega stingi af. Þá getur hann fengið svona „Steve Nash MVP“ með sín 15-16 og 10-11. Hann leiðir deildina í stoðsendingum, og er númer þrjú í stolnum boltum, þeir vinna hvern einasta leik. Ef þeir stinga af þá á hann séns, og hann á auðvitað heima í MVP-umræðunni og verður í topp fimm, rétt eins og í fyrra,“ sagði Sigurður. Umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Leikurinn ber heitið „Já takk/Nei takk“ og virkar þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort „Já, takk“ eða „Nei, takk“, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Klippa: Lögmál leiksins - Já takk eða nei takk Fullyrðingar Kjartans voru úr ýmsum áttum og oftast greindi menn á að einhverju leyti. Til að mynda varðandi Jayson Tatum, lykilleikmann Boston Celtics: „Það hefði örugglega verið nei takk í gær en svo átti hann 50 stiga leik í fyrrinótt, þannig að ég verð eiginlega að segja já takk. Við vitum að „þakið“ er enn rosalega hátt hjá Tatum. Hann getur skorað körfur í öllum regnbogans litum,“ sagði Tómas Steindórsson. Fullyrðingarnar í „Já takk/Nei takk“: Cleveland verður með heimavallarrétt Jayson Tatum Brooklyn leggur Milwaukee í seríu CP3 á heima í MVP-umræðunni Úlfarnir komast í úrslitakeppnina Tómas var einnig á því að Brooklyn Nets myndi ekki geta lagt Milwaukee Bucks að velli í seríu, og Hörður Unnsteinsson tók undir það: „Nei takk. Milwaukee og Miami held ég að verði tvö bestu liðin þegar upp er staðið í austrinu í vor. Í seríu núna myndi Milwaukee leggja Brooklyn að mínu mati,“ sagði Hörður en Sigurður Orri Kristjánsson var ekki sammála. „Besti leikmaðurinn í besta liðinu“ Félagarnir voru hins vegar allir sammála um að Chris Paul ætti heima í MVP-umræðunni og Sigurður Orri sagði Paul, eða CP3, geta hlotið þann heiður að vera útnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar ef Phoenix Suns héldi áfram sömu sigurgöngu og undanfarið: „Auðvitað á hann heima í MVP-umræðunni. Hann er besti leikmaðurinn í besta liðinu. En, hann getur ekki orðið MVP, nema Phoenix gjörsamlega stingi af. Þá getur hann fengið svona „Steve Nash MVP“ með sín 15-16 og 10-11. Hann leiðir deildina í stoðsendingum, og er númer þrjú í stolnum boltum, þeir vinna hvern einasta leik. Ef þeir stinga af þá á hann séns, og hann á auðvitað heima í MVP-umræðunni og verður í topp fimm, rétt eins og í fyrra,“ sagði Sigurður. Umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Fullyrðingarnar í „Já takk/Nei takk“: Cleveland verður með heimavallarrétt Jayson Tatum Brooklyn leggur Milwaukee í seríu CP3 á heima í MVP-umræðunni Úlfarnir komast í úrslitakeppnina
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti