Þjálfari Dana með skelfileg skilaboð fyrir Íslendinga Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 08:01 Örlög Íslendinga eru að stórum hluta í höndum Mathias Gidsel og félaga í danska landsliðinu. Gidsel er þó líklegur til að fá að hvíla sig á morgun eftir að hafa verið magnaður í sóknarleik Dana á mótinu. EPA-EFE/Tibor Illyes Íslendingar liggja á bæn um sæti í undanúrslitum á EM í handbolta en til þess þarf þjóðin hjálp frá sínum gamla drottnara, Danmörku. Þjálfara Dana virðist hjartanlega sama um það. Danmörk hefur verið besta lið mótsins til þessa og unnið alla sína leiki sem þýðir að liðið hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum á EM. Spurningin er hvort að Frakkland eða Ísland fylgi liðinu upp úr milliriðli 1. Það ræðst á morgun. Ísland þarf að vinna Svartfjallaland og treysta á að Frakkland tapi svo gegn Danmörku um kvöldið. Ef að Ísland vinnur sinn leik hafa Danir því mikið um það að segja hvort að Íslendingar eða Frakkar fylgi þeim áfram en Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er lítið að velta því fyrir sér. „Mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn“ „Við reynum að mæta og spila góðan leik á miðvikudaginn. En stærsti fókusinn núna er á að vera með ferska leikmenn á föstudaginn [í undanúrslitunum]. Það er mikilvægasti leikur okkar núna,“ sagði Jacobsen við Jyllands-Posten. „Ég mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn og við verðum að sjá til hverjir þurfa á hvíld að halda og hverjir ekki,“ sagði Jacobsen. Nikolaj Jacobsen vill fyrst og fremst vera með sem ferskast lið í undanúrslitunum á föstudaginn.EPA-EFE/Tibor Illyes Þjálfarinn hefur fyrr í mótinu beitt sömu aðferðum því hann hvíldi lykilmenn í síðasta leik riðlakeppninnar, gegn Norður-Makedóníu, þegar Danmörk hafði þegar tryggt sér sigur í sínum riðli. Það er huggun harmi gegn að Danir eiga marga góða leikmenn og Mathias Gidsel, sem lék Íslendinga grátt, lofar því að enginn ætli að láta Frakka valta yfir sig: „Við verðum að sjá til hvort að ég spili. En það er alveg öruggt að Danmörk fer aldrei inn á völlinn til þess að tapa handboltaleik. Hvort sem að það verður ég eða einhverjir aðrir sem að spila þá verðum við með mjög gott lið sem Frakkar geta ekkert vaðið yfir,“ sagði Gidsel. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Danmörk er Íslands eina von eftir sigur Frakklands Frakkland hefndi fyrir tapið gegn Íslandi og stökk upp í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í handbolta með níu marka sigri á Svartfjallalandi í kvöld, lokatölur 36-27. 24. janúar 2022 21:15 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 23:30 Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. 24. janúar 2022 17:40 Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Danmörk hefur verið besta lið mótsins til þessa og unnið alla sína leiki sem þýðir að liðið hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum á EM. Spurningin er hvort að Frakkland eða Ísland fylgi liðinu upp úr milliriðli 1. Það ræðst á morgun. Ísland þarf að vinna Svartfjallaland og treysta á að Frakkland tapi svo gegn Danmörku um kvöldið. Ef að Ísland vinnur sinn leik hafa Danir því mikið um það að segja hvort að Íslendingar eða Frakkar fylgi þeim áfram en Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er lítið að velta því fyrir sér. „Mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn“ „Við reynum að mæta og spila góðan leik á miðvikudaginn. En stærsti fókusinn núna er á að vera með ferska leikmenn á föstudaginn [í undanúrslitunum]. Það er mikilvægasti leikur okkar núna,“ sagði Jacobsen við Jyllands-Posten. „Ég mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn og við verðum að sjá til hverjir þurfa á hvíld að halda og hverjir ekki,“ sagði Jacobsen. Nikolaj Jacobsen vill fyrst og fremst vera með sem ferskast lið í undanúrslitunum á föstudaginn.EPA-EFE/Tibor Illyes Þjálfarinn hefur fyrr í mótinu beitt sömu aðferðum því hann hvíldi lykilmenn í síðasta leik riðlakeppninnar, gegn Norður-Makedóníu, þegar Danmörk hafði þegar tryggt sér sigur í sínum riðli. Það er huggun harmi gegn að Danir eiga marga góða leikmenn og Mathias Gidsel, sem lék Íslendinga grátt, lofar því að enginn ætli að láta Frakka valta yfir sig: „Við verðum að sjá til hvort að ég spili. En það er alveg öruggt að Danmörk fer aldrei inn á völlinn til þess að tapa handboltaleik. Hvort sem að það verður ég eða einhverjir aðrir sem að spila þá verðum við með mjög gott lið sem Frakkar geta ekkert vaðið yfir,“ sagði Gidsel.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Danmörk er Íslands eina von eftir sigur Frakklands Frakkland hefndi fyrir tapið gegn Íslandi og stökk upp í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í handbolta með níu marka sigri á Svartfjallalandi í kvöld, lokatölur 36-27. 24. janúar 2022 21:15 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 23:30 Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. 24. janúar 2022 17:40 Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Danmörk er Íslands eina von eftir sigur Frakklands Frakkland hefndi fyrir tapið gegn Íslandi og stökk upp í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í handbolta með níu marka sigri á Svartfjallalandi í kvöld, lokatölur 36-27. 24. janúar 2022 21:15
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 23:30
Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. 24. janúar 2022 17:40
Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00