James Webb kominn á áfangastað Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2022 21:47 James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á leiðarenda í um 1,5 milljónar kílómetra fjarlægð. NASA James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. James Webb geimsjónaukinn er sá allra stærsti og fullkomnasti sem smíðaður hefur verið. Frá Lagrange-punkti 2 mun hann veita vísindamönnum tækifæri til að rýna í uppruna alheimsins. Sjónaukinn mun koma til með að geta numið innrauða geislun frá fjarlægustu stjörnuþokum alheimsins og mögulega sjá hvernig fyrstu stjörnurnar og stjörnuþokurnar mynduðust í kjölfar Miklahvells. Lagrange-punktar eru sérstakir kyrrstöðupunktar sem verða til út frá þyngdakrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, eins og það er orðað á Vísindavefnum. Í þessu tilfelli eru fyrirbærin sólin og jörðin. L2 er staður þar sem miðflóttaafl JWST er til jafns við þá þyngdarkrafta sem sjónaukinn verður fyrir frá jörðinni og sólinni. Þannig situr hann fastur á sínum stað og snýr alltaf frá sólinni. Áhugasamir geta kynnt sér Lagrange-punktana frekar og á myndrænan hátt hér á vef NASA. Getur ekki beðið eftir sumrinu „Velkominn heim, Webb. Ég óska öllu teyminu til hamingju með að hafa tryggt örugga komu Webbs til L2 í dag. Við erum einu skrefi nær því að afhjúpa leyndardóma alheimsins. Og ég get ekki beðið eftir að sjá fyrstu myndir Webbs af alheiminum í sumar,“ segir Bill Nelson yfirmaður NASA um áfangann. Næst á dagskrá er að stilla búnað sjónaukans, en búist er við því að það taki þrjá mánuði. James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Vísindamenn anda léttar Vísindamönnum og verkfræðingum Geimvísindastofnanna Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada tókst um helgina að opna gullhúðaðan spegil James Webb-geimsjónaukans. Það markaði lokaáfanga opnunar sjónaukans, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur. 11. janúar 2022 21:46 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. 29. desember 2021 17:00 Sá stærsti og besti lagður af stað James Webb geimsjónaukanum var skotið af stað í langt ferðalag í vel heppnuðu geimskoti frá frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana í gær. Sjónaukinn, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur er nú á leið í langt ferðalag þar sem honum verður komið fyrir á sporbraut um sólina í um einni og hálfri milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. 26. desember 2021 10:34 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
James Webb geimsjónaukinn er sá allra stærsti og fullkomnasti sem smíðaður hefur verið. Frá Lagrange-punkti 2 mun hann veita vísindamönnum tækifæri til að rýna í uppruna alheimsins. Sjónaukinn mun koma til með að geta numið innrauða geislun frá fjarlægustu stjörnuþokum alheimsins og mögulega sjá hvernig fyrstu stjörnurnar og stjörnuþokurnar mynduðust í kjölfar Miklahvells. Lagrange-punktar eru sérstakir kyrrstöðupunktar sem verða til út frá þyngdakrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, eins og það er orðað á Vísindavefnum. Í þessu tilfelli eru fyrirbærin sólin og jörðin. L2 er staður þar sem miðflóttaafl JWST er til jafns við þá þyngdarkrafta sem sjónaukinn verður fyrir frá jörðinni og sólinni. Þannig situr hann fastur á sínum stað og snýr alltaf frá sólinni. Áhugasamir geta kynnt sér Lagrange-punktana frekar og á myndrænan hátt hér á vef NASA. Getur ekki beðið eftir sumrinu „Velkominn heim, Webb. Ég óska öllu teyminu til hamingju með að hafa tryggt örugga komu Webbs til L2 í dag. Við erum einu skrefi nær því að afhjúpa leyndardóma alheimsins. Og ég get ekki beðið eftir að sjá fyrstu myndir Webbs af alheiminum í sumar,“ segir Bill Nelson yfirmaður NASA um áfangann. Næst á dagskrá er að stilla búnað sjónaukans, en búist er við því að það taki þrjá mánuði.
James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Vísindamenn anda léttar Vísindamönnum og verkfræðingum Geimvísindastofnanna Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada tókst um helgina að opna gullhúðaðan spegil James Webb-geimsjónaukans. Það markaði lokaáfanga opnunar sjónaukans, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur. 11. janúar 2022 21:46 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. 29. desember 2021 17:00 Sá stærsti og besti lagður af stað James Webb geimsjónaukanum var skotið af stað í langt ferðalag í vel heppnuðu geimskoti frá frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana í gær. Sjónaukinn, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur er nú á leið í langt ferðalag þar sem honum verður komið fyrir á sporbraut um sólina í um einni og hálfri milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. 26. desember 2021 10:34 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Vísindamenn anda léttar Vísindamönnum og verkfræðingum Geimvísindastofnanna Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada tókst um helgina að opna gullhúðaðan spegil James Webb-geimsjónaukans. Það markaði lokaáfanga opnunar sjónaukans, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur. 11. janúar 2022 21:46
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. 29. desember 2021 17:00
Sá stærsti og besti lagður af stað James Webb geimsjónaukanum var skotið af stað í langt ferðalag í vel heppnuðu geimskoti frá frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana í gær. Sjónaukinn, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur er nú á leið í langt ferðalag þar sem honum verður komið fyrir á sporbraut um sólina í um einni og hálfri milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. 26. desember 2021 10:34