Bubbi um svörtu gleraugun hjá Hemma Gunn: „Ég var bara út úr stónd“ Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2022 20:40 Bubbi með svört sólgleraugu, þó alls ekki „stónd“. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens kveðst muna eftir nánast öllum þeim skiptum sem hann kom fram í þáttum Hemma Gunn. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Bubbi brást við nýjasta þætti Verbúðarinnar á Facebook í gær, líkt og svo margir. Þar segist hann ekki hafa búist við því að sjá vísun í þættina Á tali með Hemma Gunn. Atriði í nýjasta þættinum, þar sem sögupersónur voru við upptöku á þætti Á tali með Hemma Gunn, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Margrét Gauja Magnúsdóttir vakti til að mynda athygli á því að upprunalegu húsbandi þáttanna hafi séð bregða fyrir í þættinum, en hún er dóttir Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveitarstjóra þess. Þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis slógu á þráðinn til Bubba í dag og fóru þau um víðan völl saman. Bubbi greindi til að mynda frá því að þær verbúðir sem hann bjó á hafi ekki verið jafnsnyrtilegar og sú sem sjá má í þættinum. Ekkert grín að fá Elsu Lund á sig Þá barst talið að Á tali með Hemma Gunn en Bubbi var þar tíður gestur á sínum tíma. Hann segist hafa verið á eiturlyfjum í öll þau skipti sem hann kom fram í þáttunum, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þeim tíma. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Þáttastjórnendur spurðu Bubba hvort þáttur Verbúðarinnar í gær hafi vakið upp minningar af heimsóknum til Hemma. „Já, Jesús Pétur maður. Ég meina Laddi í Elsu Lund gervi var auðvitað einhvers konar náttúruafl. Og það var ekki þægilegt að fá Elsu Lund, sem virti engin mörk, á sig. Hvað þá þegar maður var stónd,“ segir hann og hlær dátt. Þá segir hann þá Hemma Gunn hafa verið mjög góða vini og það að koma í þættina til hans hafa verið magnað. „Eins og hann var hrikalega óöruggur með sjálfan sig og í mikilli krísu með sitt sjálf, þá hafði hann einhvern hæfileika sem gerði það að verkum að allir sem komu til hans blómstruðu,“ segir Bubbi. Viðtalið við Bubba má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Bubbi brást við nýjasta þætti Verbúðarinnar á Facebook í gær, líkt og svo margir. Þar segist hann ekki hafa búist við því að sjá vísun í þættina Á tali með Hemma Gunn. Atriði í nýjasta þættinum, þar sem sögupersónur voru við upptöku á þætti Á tali með Hemma Gunn, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Margrét Gauja Magnúsdóttir vakti til að mynda athygli á því að upprunalegu húsbandi þáttanna hafi séð bregða fyrir í þættinum, en hún er dóttir Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveitarstjóra þess. Þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis slógu á þráðinn til Bubba í dag og fóru þau um víðan völl saman. Bubbi greindi til að mynda frá því að þær verbúðir sem hann bjó á hafi ekki verið jafnsnyrtilegar og sú sem sjá má í þættinum. Ekkert grín að fá Elsu Lund á sig Þá barst talið að Á tali með Hemma Gunn en Bubbi var þar tíður gestur á sínum tíma. Hann segist hafa verið á eiturlyfjum í öll þau skipti sem hann kom fram í þáttunum, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þeim tíma. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Þáttastjórnendur spurðu Bubba hvort þáttur Verbúðarinnar í gær hafi vakið upp minningar af heimsóknum til Hemma. „Já, Jesús Pétur maður. Ég meina Laddi í Elsu Lund gervi var auðvitað einhvers konar náttúruafl. Og það var ekki þægilegt að fá Elsu Lund, sem virti engin mörk, á sig. Hvað þá þegar maður var stónd,“ segir hann og hlær dátt. Þá segir hann þá Hemma Gunn hafa verið mjög góða vini og það að koma í þættina til hans hafa verið magnað. „Eins og hann var hrikalega óöruggur með sjálfan sig og í mikilli krísu með sitt sjálf, þá hafði hann einhvern hæfileika sem gerði það að verkum að allir sem komu til hans blómstruðu,“ segir Bubbi. Viðtalið við Bubba má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00