Lífið samstarf

Vinningshafi bóndadagsleiks: Hélt að væri verið að rugla í mér

Bóndadagsleikur Vísis
Jón Skjöldur Níelsson fór heim hlaðinn gjöfum en hann var dreginn úr bóndadagsleik Vísis.
Jón Skjöldur Níelsson fór heim hlaðinn gjöfum en hann var dreginn úr bóndadagsleik Vísis.

„Þetta kom mér alveg á óvart. Fékk símtal um að ég þyrfti að sækja vinning sem ég hefði unnið í bóndadagsleik Vísis. Ég vissi ekki neitt og hélt jafnvel í augnablik að það væri verið að rugla eitthvað í mér,“ segir Jón Skjöldur Níelsson vinningshafi bóndadagsleiks Vísis en eiginkona hans Guðrún Thostensen skráði hann án þess að hann hefði hugmynd um það.

Yfir tvöþúsund nöfn voru skráð í leikinn og var nafn Jóns dregið út á bóndadaginn sjálfan. Símtalið kom þegar Jón var á leiðinni heim úr vinnunni en þetta var þó enginn venjulegur vinnudagur því Jón átti líka stórafmæli. „Ég fagnaði fertugsafmæli þennan sama dag þannig að þetta hitti alveg ótrúlega skemmtilega á.“

Jón er í skýjunum með gjafirnar en átta fyrirtæki tóku þátt í leiknum með okkur og gáfu glæsilegar gjafir; Sky lagoon, Húsasmiðjan, Vogue fyrir heimilið, Blómaval, Heimilistæki, Vesturröst, Netgíró og Blush.

Jón segir þau hjónin iðulega gera sér dagamun á bóndadaginn. „Við förum allavega eitthvað gott út að borða og svona. Þetta setur reyndar mikla pressu fyrir konudaginn, það verður mjög erfitt að toppa þetta,“ segir Jón.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×