Travel Connect nýr risi á íslenskum markaði Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 10:45 Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect. Vísir/Vilhelm Móðurfélag Nordic Visitor, Iceland Travel og Terra Nova hefur hlotið nafnið Travel Connect. Við sameininguna verður til eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Samkeppniseftirlitið heimilaði í október kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Iceland Travel sem var áður í eigu Icelandair Group. Árið 2019 keypti Nordic Visitor ferðaskrifstofuna Terra Nova af Arion banka. Magma Hotel á Kirkjubæjarklaustri og rekstur Iceland Tours og Nine Worlds er sömuleiðis í eigu nýs sameinaðs félags. Fram kemur í tilkynningu frá Travel Connect að fyrirtækin muni öll starfa áfram sjálfstætt undir nýju móðurfélagi. „Fyrirtækin eru hvert um sig leiðandi á sínu sviði og búa að sterkum viðskiptasamböndum. Með öflugu og reynslumiklu starfsfólki verður lögð áhersla á að deila þekkingu á milli fyrirtækjanna og mynda sterka heild í faglegri þjónustu við erlenda ferðamenn.“ Ásberg verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags Nordic Visitor er einnig með starfsemi í Svíþjóð og Skotlandi en hátt í 200 manns starfa hjá sameinuðu félagi. Ásberg Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nordic Visitor, verður nýr framkvæmdastjóri Travel Connect. Við breytingarnar tekur Sigfús Steingrímsson við starfi framkvæmdastjóra Nordic Visitor en hann leiddi áður bókunar- og þróunardeild fyrirtækisins. Vörumerki hins sameinaða félags.Travel Connect „Fyrirtækin eru að mörgu leyti ólík en með samrunanum viljum við efla faglegan grunn þjónustunnar og styrkja okkar samkeppnishæfni gagnvart sambærilegum erlendum fyrirtækjum. Ég hef trú á því að ferðaþjónusta á Íslandi muni fljótt ná fyrri styrk og að öflugt samstarf fyrirtækjanna styðji við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu” segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect, í tilkynningu. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni. Staða Nordic Visitor er sterk og við sjáum mikil sóknarfæri í stöðunni sem er að skapast eftir faraldur og skert ferðafrelsi. Salan hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði og ljóst að áfangastaðir okkar í norðanverðri Evrópu höfða sterkt til ferðaþyrstra viðskiptavina. Ég hlakka til að leiða fyrirtækið inn í nýja tíma í ferðaþjónustu ásamt frábæru starfsfólki Nordic Visitor,“ segir Sigfús Steingrímsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor. Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir SE gefur grænt ljós á kaup Nordic Visitor á Iceland Travel Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt kaup ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki yrði til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni með samrunanum og því væri ekki tilefni til íhlutunar. 22. október 2021 14:38 Icelandair Group losar sig við Iceland Travel Icelandair Group og Nordic Visitor undirrituðu í dag samning um kaup þess síðarnefnda á 100 prósent hlut Icelandair Group í Iceland Travel. 11. júní 2021 18:09 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Samkeppniseftirlitið heimilaði í október kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Iceland Travel sem var áður í eigu Icelandair Group. Árið 2019 keypti Nordic Visitor ferðaskrifstofuna Terra Nova af Arion banka. Magma Hotel á Kirkjubæjarklaustri og rekstur Iceland Tours og Nine Worlds er sömuleiðis í eigu nýs sameinaðs félags. Fram kemur í tilkynningu frá Travel Connect að fyrirtækin muni öll starfa áfram sjálfstætt undir nýju móðurfélagi. „Fyrirtækin eru hvert um sig leiðandi á sínu sviði og búa að sterkum viðskiptasamböndum. Með öflugu og reynslumiklu starfsfólki verður lögð áhersla á að deila þekkingu á milli fyrirtækjanna og mynda sterka heild í faglegri þjónustu við erlenda ferðamenn.“ Ásberg verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags Nordic Visitor er einnig með starfsemi í Svíþjóð og Skotlandi en hátt í 200 manns starfa hjá sameinuðu félagi. Ásberg Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nordic Visitor, verður nýr framkvæmdastjóri Travel Connect. Við breytingarnar tekur Sigfús Steingrímsson við starfi framkvæmdastjóra Nordic Visitor en hann leiddi áður bókunar- og þróunardeild fyrirtækisins. Vörumerki hins sameinaða félags.Travel Connect „Fyrirtækin eru að mörgu leyti ólík en með samrunanum viljum við efla faglegan grunn þjónustunnar og styrkja okkar samkeppnishæfni gagnvart sambærilegum erlendum fyrirtækjum. Ég hef trú á því að ferðaþjónusta á Íslandi muni fljótt ná fyrri styrk og að öflugt samstarf fyrirtækjanna styðji við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu” segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect, í tilkynningu. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni. Staða Nordic Visitor er sterk og við sjáum mikil sóknarfæri í stöðunni sem er að skapast eftir faraldur og skert ferðafrelsi. Salan hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði og ljóst að áfangastaðir okkar í norðanverðri Evrópu höfða sterkt til ferðaþyrstra viðskiptavina. Ég hlakka til að leiða fyrirtækið inn í nýja tíma í ferðaþjónustu ásamt frábæru starfsfólki Nordic Visitor,“ segir Sigfús Steingrímsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor.
Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir SE gefur grænt ljós á kaup Nordic Visitor á Iceland Travel Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt kaup ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki yrði til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni með samrunanum og því væri ekki tilefni til íhlutunar. 22. október 2021 14:38 Icelandair Group losar sig við Iceland Travel Icelandair Group og Nordic Visitor undirrituðu í dag samning um kaup þess síðarnefnda á 100 prósent hlut Icelandair Group í Iceland Travel. 11. júní 2021 18:09 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
SE gefur grænt ljós á kaup Nordic Visitor á Iceland Travel Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt kaup ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki yrði til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni með samrunanum og því væri ekki tilefni til íhlutunar. 22. október 2021 14:38
Icelandair Group losar sig við Iceland Travel Icelandair Group og Nordic Visitor undirrituðu í dag samning um kaup þess síðarnefnda á 100 prósent hlut Icelandair Group í Iceland Travel. 11. júní 2021 18:09