Naumur sigur Warriors þrátt fyrir púðurskot frá svekktum Curry | Tatum með 51 stig Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 07:31 Stephen Curry fagnar í sigrinum gegn Utah Jazz í gær. AP/Jeff Chiu Golden State Warriors unnu tveggja stiga sigur á Utah Jazz, 94-92, í stórleik kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Jayson Tatum rauf 50 stiga múrinn í sigri Boston Celtics á Washington Wizards. Það er skammt síðan að Stephen Curry sló metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Engu að síður virðist hann eiga í miklum vandræðum með skotin sín þessa dagana. Golden State fagnaði sigri í gær þrátt fyrir að Curry skoraði aðeins úr einu af 13 þriggja stiga skotum sínum, og alls úr fimm af 20 skotum sínum úr opnum leik en hann endaði með 13 stig. Sló á létta strengi en sparkaði í stól um daginn Curry gaf reyndar líka sex stoðsendingar en hann var spurður eftir leik hvort að það væri í lagi með hendurnar, eftir minni háttar meiðsli: „Þær eru enn fastar við búkinn og ég er enn að reyna fullt af skotum,“ sagði Curry nokkuð léttur í bragði. „Ég reyni að hafa gaman af þessu. Þetta snýst um stóru myndina og hvernig maður nálgast leikinn, og vinnuna sem maður leggur á sig. Auðvitað er þetta svekkjandi. Ég vil skjóta boltanum, þetta er svekkjandi. Ég sparkaði í stólinn um daginn út af þessu. Það er ekki eins og að mér sé alveg sama og sé ekki að reyna að finna út úr þessu en ég er ekki heltekinn af þessu,“ sagði Curry sem átti einnig sex stoðsendingar í sigrinum í gær. Jordan Poole pulls out the in-and-out dribble and then drains the three-pointer on NBA TV! pic.twitter.com/oZGoOkRy7Y— NBA (@NBA) January 24, 2022 Jordan Poole var stigahæstur með 20 stig en hann var í byrjunarliðinu eftir að Klay Thompson varð að hætta við leikinn vegna eymsla í vinstra hnénu, sem hélt honum frá keppni alla leiktíðina 2019-20. Utah var afar nálægt því að knýja fram framlengingu en varð að sætta sig við tap og er í 4. sæti vesturdeildar með 30 sigra og 17 töp, á meðan að Golden State er í 2. sæti með 34 sigra og 13 töp. Skoraði 51 stig eftir að hafa klikkað á sautján þristum í röð Af öðrum leikjum ber að nefna að Jayson Tatum átti magnaðan leik í 116-87 sigri Boston Celtics á Washington Wizards, 116-87. Tatum skoraði 51 stig í leiknum, tók tíu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Hann setti niður níu þriggja stiga skot í leiknum, eftir að hafa ekki hitt úr einu einasta þriggja stiga skoti í sautján tilraunum í síðustu þremur leikjum. @jaytatum0 had the GREEN LIGHT all game long! 51 PTS (18-28 FGM) 9 3PM (9-14 3PM) 10 REB 7 AST pic.twitter.com/SxRp6hNYxO— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah NBA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Það er skammt síðan að Stephen Curry sló metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Engu að síður virðist hann eiga í miklum vandræðum með skotin sín þessa dagana. Golden State fagnaði sigri í gær þrátt fyrir að Curry skoraði aðeins úr einu af 13 þriggja stiga skotum sínum, og alls úr fimm af 20 skotum sínum úr opnum leik en hann endaði með 13 stig. Sló á létta strengi en sparkaði í stól um daginn Curry gaf reyndar líka sex stoðsendingar en hann var spurður eftir leik hvort að það væri í lagi með hendurnar, eftir minni háttar meiðsli: „Þær eru enn fastar við búkinn og ég er enn að reyna fullt af skotum,“ sagði Curry nokkuð léttur í bragði. „Ég reyni að hafa gaman af þessu. Þetta snýst um stóru myndina og hvernig maður nálgast leikinn, og vinnuna sem maður leggur á sig. Auðvitað er þetta svekkjandi. Ég vil skjóta boltanum, þetta er svekkjandi. Ég sparkaði í stólinn um daginn út af þessu. Það er ekki eins og að mér sé alveg sama og sé ekki að reyna að finna út úr þessu en ég er ekki heltekinn af þessu,“ sagði Curry sem átti einnig sex stoðsendingar í sigrinum í gær. Jordan Poole pulls out the in-and-out dribble and then drains the three-pointer on NBA TV! pic.twitter.com/oZGoOkRy7Y— NBA (@NBA) January 24, 2022 Jordan Poole var stigahæstur með 20 stig en hann var í byrjunarliðinu eftir að Klay Thompson varð að hætta við leikinn vegna eymsla í vinstra hnénu, sem hélt honum frá keppni alla leiktíðina 2019-20. Utah var afar nálægt því að knýja fram framlengingu en varð að sætta sig við tap og er í 4. sæti vesturdeildar með 30 sigra og 17 töp, á meðan að Golden State er í 2. sæti með 34 sigra og 13 töp. Skoraði 51 stig eftir að hafa klikkað á sautján þristum í röð Af öðrum leikjum ber að nefna að Jayson Tatum átti magnaðan leik í 116-87 sigri Boston Celtics á Washington Wizards, 116-87. Tatum skoraði 51 stig í leiknum, tók tíu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Hann setti niður níu þriggja stiga skot í leiknum, eftir að hafa ekki hitt úr einu einasta þriggja stiga skoti í sautján tilraunum í síðustu þremur leikjum. @jaytatum0 had the GREEN LIGHT all game long! 51 PTS (18-28 FGM) 9 3PM (9-14 3PM) 10 REB 7 AST pic.twitter.com/SxRp6hNYxO— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah
Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah
NBA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum