Íbúum fjölgar og fjölgar í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. janúar 2022 16:30 Fjölmargar garðyrkjustöðvar eru í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum fjölgar ört í Bláskógabyggð eins og á Laugarvatni og í Reykholti. Þá hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikill uppgangur í garðyrkjunni eins og nú í sveitarfélaginu. Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins var fengið að láni úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Bláskógabyggð byggir mikið á ferðaþjónustu og garðyrkju. Íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Það eru líkur á því að það muni halda áfram að fjölga því það er talsvert mikið af íbúðum í byggingu og það er mikil eftirspurn eftir lóðum. Við höfum varla náð að anna henni, t.d. í Reykholti og það er líka aukinn áhugi á að byggja á Laugarvatni,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Hvernig skýrir þú þennan áhuga fólks? „Ég held að fólk trúi því bara og treysti að þetta sé áhugavert og gott svæði til búsetu og atvinnurekstrar. Það hefur verið uppbygging í atvinnulífinu, bæði innan ferðaþjónustunnar þrátt fyrir Covid og líka í garðyrkjunni. Í fyrra var byggt mikið af nýjum gróðurhúsum og það tekur til sín starfsfólk og það er alltaf verið að huga að einhverju nýju. Ég held að það sé bara bjartsýni á framtíð þessa svæðis,“ segir Ásta. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Bláskógabyggð með allskonar þjónustu og afþreyingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru íbúar Bláskógabyggðar um 1160. Næg atvinna er fyrir alla en þar munar m.a. mikið um öflugar garðyrkjustöðvar í sveitarfélaginu. „Íbúum á Laugarvatni, þeim er t.d. að fjölga mikið, eru nú komnir yfir 200. Þeir hafa lengið verið um 190 en núna held ég að þeir séu orðnir 206 samkvæmt síðustu talningu,“ segir Ásta sveitarstjóri. Reykholt er vinsæll staður til búsettur og þar er vagga garðyrkjunnar í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins var fengið að láni úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Bláskógabyggð byggir mikið á ferðaþjónustu og garðyrkju. Íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Það eru líkur á því að það muni halda áfram að fjölga því það er talsvert mikið af íbúðum í byggingu og það er mikil eftirspurn eftir lóðum. Við höfum varla náð að anna henni, t.d. í Reykholti og það er líka aukinn áhugi á að byggja á Laugarvatni,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Hvernig skýrir þú þennan áhuga fólks? „Ég held að fólk trúi því bara og treysti að þetta sé áhugavert og gott svæði til búsetu og atvinnurekstrar. Það hefur verið uppbygging í atvinnulífinu, bæði innan ferðaþjónustunnar þrátt fyrir Covid og líka í garðyrkjunni. Í fyrra var byggt mikið af nýjum gróðurhúsum og það tekur til sín starfsfólk og það er alltaf verið að huga að einhverju nýju. Ég held að það sé bara bjartsýni á framtíð þessa svæðis,“ segir Ásta. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Bláskógabyggð með allskonar þjónustu og afþreyingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru íbúar Bláskógabyggðar um 1160. Næg atvinna er fyrir alla en þar munar m.a. mikið um öflugar garðyrkjustöðvar í sveitarfélaginu. „Íbúum á Laugarvatni, þeim er t.d. að fjölga mikið, eru nú komnir yfir 200. Þeir hafa lengið verið um 190 en núna held ég að þeir séu orðnir 206 samkvæmt síðustu talningu,“ segir Ásta sveitarstjóri. Reykholt er vinsæll staður til búsettur og þar er vagga garðyrkjunnar í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira