Erlent

Einn hamstur reyndist með Covid

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkrir hamstrar greindust smitaðir í gæludýrabúðinni Little Boss. Rúmlega tvö þúsund hömstrum hefur verið lógað síðan.
Nokkrir hamstrar greindust smitaðir í gæludýrabúðinni Little Boss. Rúmlega tvö þúsund hömstrum hefur verið lógað síðan. AP/Kin Cheung

Einn af 77 hömstrum sem íbúar Hong Kong skiluðu til lógunar á dögunum reyndist smitaður af Covid-19. Alls hefur rúmlega tvö þúsund hömstrum verið lógað í Hong Kong á undanförnum dögum eftir að nokkrir þeirra greindust smitaðir í gæludýrabúð.

Öllum hömstrum í búðinni var fargað, auk annarra dýra eins og naggrísir og kanínur. Fólk sem keypti hamstra í versluninni eftir 22. desember var beðið um að skila þeim inn til skimunar og lógunar.

Sjá einnig: Hyggjast lóga tvö þúsund hömstrum vegna Covid-smits

Yfirvöld í Hong Kong tilkynntu í morgun að af þeim 77 sem hefði verið skilað inn hefði einn greinst með Covid. Öllum var lógað. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir það geta gerst að fólk smitist af Covid frá dýrum en það sé hins vegar mjög sjaldgæft.

Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að 140 hafi greinst smitaðir af Covid á undanförnum sólarhring og þeir hafi ekki verið fleiri í eitt og hálft ár. Faraldurinn reyni töluvert á strangar sóttvarnir Hong Kong. Þúsundir íbúa eru í sóttkví

Frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa rúmlega þrettán þúsund manns greinst með Covid og rúmlega tvö hundruð hafa dáið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×