Sjötti sigur Suns í röð | Middleton og Holiday fóru fyrir Milwaukee í fjarveru Giannis Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 09:30 Khris Middleton og Jrue Holiday voru allt í öllu í sóknarleik Milwaukee Bucks í nótt. Michael Reaves/Getty Images Phoenix Suns er nú með góða forystu á toppi Vesturdeildar NBA eftir sjötta sigur liðsins í röð í nótt. Liðið lagði Indiana Pacers 113-103. Þá vann Milwaukee Bucks góðan sex stiga sigur gegn Sacramento Kings í fjarveru Giannis Antetokounmpo 133-127. Nokkuð jafnræði var með liðunum er Phoenix Suns tók á móti Indiana Pacers í nótt. Gestirnir leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta, en heimamenn fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn. Phoenix-liðið mætti ákveðið til leiks í síðari hálfleikinn og jók forskot sitt í 18 stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Það gaf þeim smá andrými og þrátt fyrir að gestirnir hafi verið sterkari aðilinn á lokakaflanum kom það ekki í veg fyrir góðan tíu stiga sigur heimamanna, 113-103. Mikal Bridges var stigahæstur í liði Phoenix Suns með 23 stig. Þá átti liðsfélagi hans, Chris Paul, einnig góðan leik, en hann skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf 16 stoðsendingar, ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum. Chris Paul (18 PTS, 4 REB, 16 AST, 4 STL) stuffs the stats sheet to lift the @Suns to their sixth-straight win!Mikal Bridges: 23 PTS, 6 REB, 4 ASTBismack Biyombo: 21 PTS, 13 REB, 5 AST, 2 BLKChris Duarte: 17 PTS, 4 REB, 4 AST pic.twitter.com/BTB5sQkch1— NBA (@NBA) January 23, 2022 Í leik Milwaukee Bucks og Sacramento Kings voru það Khris Middleton og Jrue Holiday sem stjórnuðu sýningunni í sigri Milwaukee. Saman skoruðu þeir 60 stig og sáu til þess að liðið vann góðan sex stiga sigur, 133-127. Middleton var stigahæsti maður vallarins með 34 stig og Holiday hjálpaði liðinu með því að koma 26 stigum á töfluna. Í liði Sacramento Kings var Harrison Barnes atkvæðamestur með 29 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Khris Middleton and Jrue Holiday combine for 60 PTS to lead the @Bucks to their third-straight W 🦌Khris Middleton: 34 PTS, 6 REB, 5 ASTJrue Holiday: 26 PTS, 5 REB, 4 AST, 2 STLHarrison Barnes: 29 PTS, 6 REBTyrese Haliburton: 24 PTS, 6 REB, 12 AST pic.twitter.com/Y5yyEbnrOt— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslit næturinnar Sacramento Kings 127-133 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 87-94 Cleveland Cavaliers Indiana Pacers 103-113 Phoenix Suns NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Nokkuð jafnræði var með liðunum er Phoenix Suns tók á móti Indiana Pacers í nótt. Gestirnir leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta, en heimamenn fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn. Phoenix-liðið mætti ákveðið til leiks í síðari hálfleikinn og jók forskot sitt í 18 stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Það gaf þeim smá andrými og þrátt fyrir að gestirnir hafi verið sterkari aðilinn á lokakaflanum kom það ekki í veg fyrir góðan tíu stiga sigur heimamanna, 113-103. Mikal Bridges var stigahæstur í liði Phoenix Suns með 23 stig. Þá átti liðsfélagi hans, Chris Paul, einnig góðan leik, en hann skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf 16 stoðsendingar, ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum. Chris Paul (18 PTS, 4 REB, 16 AST, 4 STL) stuffs the stats sheet to lift the @Suns to their sixth-straight win!Mikal Bridges: 23 PTS, 6 REB, 4 ASTBismack Biyombo: 21 PTS, 13 REB, 5 AST, 2 BLKChris Duarte: 17 PTS, 4 REB, 4 AST pic.twitter.com/BTB5sQkch1— NBA (@NBA) January 23, 2022 Í leik Milwaukee Bucks og Sacramento Kings voru það Khris Middleton og Jrue Holiday sem stjórnuðu sýningunni í sigri Milwaukee. Saman skoruðu þeir 60 stig og sáu til þess að liðið vann góðan sex stiga sigur, 133-127. Middleton var stigahæsti maður vallarins með 34 stig og Holiday hjálpaði liðinu með því að koma 26 stigum á töfluna. Í liði Sacramento Kings var Harrison Barnes atkvæðamestur með 29 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Khris Middleton and Jrue Holiday combine for 60 PTS to lead the @Bucks to their third-straight W 🦌Khris Middleton: 34 PTS, 6 REB, 5 ASTJrue Holiday: 26 PTS, 5 REB, 4 AST, 2 STLHarrison Barnes: 29 PTS, 6 REBTyrese Haliburton: 24 PTS, 6 REB, 12 AST pic.twitter.com/Y5yyEbnrOt— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslit næturinnar Sacramento Kings 127-133 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 87-94 Cleveland Cavaliers Indiana Pacers 103-113 Phoenix Suns
Sacramento Kings 127-133 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 87-94 Cleveland Cavaliers Indiana Pacers 103-113 Phoenix Suns
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti