Guardiola: Besta frammistaða okkar á leiktíðinni Atli Arason skrifar 22. janúar 2022 22:00 Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. Manchester City hefur unnið Arsenal, Leicester, Manchester United, Chelsea og West Ham á leiktíðinni. Þrátt fyrir það telur Guardiola að frammistaða liðsins í 1-1 jafntefli gegn Southampton í kvöld hafi verið besta frammistaða liðsins á leiktíðinni. „Þetta var án vafa langt um besta frammistaða okkar á leiktíðinni. Við vorum að spila við lið sem sem spilar ótrúlega góðan varnarleik og eru góðir í skyndisóknum. Þeir eru vel skipulagðir og við þurftum að hafa fyrir hlutunum í kvöld. Niðurstaðan, 1-1 jafntefli, er ekki gott, en frammistaðan var frábær,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky Sports eftir leikinn við Southampton. „Það er hlutverk þjálfarans sjá um hvernig liðið hagar sér á vellinum og hvernig við spiluðum í kvöld var framúrskarandi.“ Jafnteflið í kvöld var í fyrsta skipti sem City fær ekki þrjú stig í leik í tæpa þrjá mánuði eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace, 0-2, þann 30. október. „Til dæmis spiluðum við verr gegn Arsenal en unnum þann leik. Stundum gerist það í fótbolta og sérstaklega í úrvalsdeildinni að maður spilar illa og sigrar leikinn og stundum spilaru vel og sigrar ekki. Deildin er 38 leikir og sumt færðu verðskuldað og annað ekki.“ Guardiola hefur enga trú á því að tvö töpuð stig gegn Southampton í kvöld hafi einhver stór áhrif á liðið fyrir það sem koma skal á tímabilinu. „Af hverju ættum við að missa einhverja trú á okkur? Við unnum ekki í kvöld en við spiluðum vel. Ég hef sagt það áður að við munum misstíga okkur eitthvað og missa af einhverjum stigum. Hvernig við höguðum okkur á vellinum í kvöld er ég ánægður með. Núna höfum við tvær vikur til að undirbúa okkur í næsta leik og við munum gera það. Enska úrvalsdeildin er ótrúlega erfið. Sumt fólk segir að titilbaráttan er búin og það er jákvætt fyrir okkur því titilbaráttan er mjög erfið og þetta er alls ekki búið. Titilbaráttan var ekki búinn fyrir tveimur vikum síðan og hún verður ekki búinn eftir þrjár vikur,“ svaraði Guardiola, aðspurður að því hvort þetta jafntefli hafi einhver áhrif á trú liðsins að sigra deildina. City er þrátt fyrir jafnteflið með 12 stiga forskot á Liverpool sem er í öðru sæti. Liverpool á þó tvo leiki til góða en Liverpool spilar gegn Crystal Palace á morgun. „Ég væri til í að hafa 40 stiga forskot á Liverpool og Chelsea og það væri draumur en það er ekki mögulegt í janúar. Þeir eru með frábær lið og ég bjóst ekki við því að vera með þetta forskot á þessum tímapunkti en þetta er ekki búið. Þessi lið munu sækja fullt af stigum,“ sagði Guardiola að endingu. Enski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
„Þetta var án vafa langt um besta frammistaða okkar á leiktíðinni. Við vorum að spila við lið sem sem spilar ótrúlega góðan varnarleik og eru góðir í skyndisóknum. Þeir eru vel skipulagðir og við þurftum að hafa fyrir hlutunum í kvöld. Niðurstaðan, 1-1 jafntefli, er ekki gott, en frammistaðan var frábær,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky Sports eftir leikinn við Southampton. „Það er hlutverk þjálfarans sjá um hvernig liðið hagar sér á vellinum og hvernig við spiluðum í kvöld var framúrskarandi.“ Jafnteflið í kvöld var í fyrsta skipti sem City fær ekki þrjú stig í leik í tæpa þrjá mánuði eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace, 0-2, þann 30. október. „Til dæmis spiluðum við verr gegn Arsenal en unnum þann leik. Stundum gerist það í fótbolta og sérstaklega í úrvalsdeildinni að maður spilar illa og sigrar leikinn og stundum spilaru vel og sigrar ekki. Deildin er 38 leikir og sumt færðu verðskuldað og annað ekki.“ Guardiola hefur enga trú á því að tvö töpuð stig gegn Southampton í kvöld hafi einhver stór áhrif á liðið fyrir það sem koma skal á tímabilinu. „Af hverju ættum við að missa einhverja trú á okkur? Við unnum ekki í kvöld en við spiluðum vel. Ég hef sagt það áður að við munum misstíga okkur eitthvað og missa af einhverjum stigum. Hvernig við höguðum okkur á vellinum í kvöld er ég ánægður með. Núna höfum við tvær vikur til að undirbúa okkur í næsta leik og við munum gera það. Enska úrvalsdeildin er ótrúlega erfið. Sumt fólk segir að titilbaráttan er búin og það er jákvætt fyrir okkur því titilbaráttan er mjög erfið og þetta er alls ekki búið. Titilbaráttan var ekki búinn fyrir tveimur vikum síðan og hún verður ekki búinn eftir þrjár vikur,“ svaraði Guardiola, aðspurður að því hvort þetta jafntefli hafi einhver áhrif á trú liðsins að sigra deildina. City er þrátt fyrir jafnteflið með 12 stiga forskot á Liverpool sem er í öðru sæti. Liverpool á þó tvo leiki til góða en Liverpool spilar gegn Crystal Palace á morgun. „Ég væri til í að hafa 40 stiga forskot á Liverpool og Chelsea og það væri draumur en það er ekki mögulegt í janúar. Þeir eru með frábær lið og ég bjóst ekki við því að vera með þetta forskot á þessum tímapunkti en þetta er ekki búið. Þessi lið munu sækja fullt af stigum,“ sagði Guardiola að endingu.
Enski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira