Gera þurfi gangskör í að uppræta stafrænt kynferðisofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2022 20:35 Sophie Mortimer vann að einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar. Vísir/Arnar Halldórsson Ungar stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í sívaxandi mæli. Breskur sérfræðingur í stafrænu kynferðisofbeldi segir að ríki heims þurfi að gera gangskör að því að uppræta ofbeldi af þessu tagi enda hafi þau alla burði til þess. Talið er að um fjögur prósent landsmanna verði fyrir stafrænu kynferðisofbeldi eða fái hótun um slíkt. Ríkislögreglustjóri fór nýverið í herferð gegn slíkum ofbeldisbrotum gagnvart unglingum en talið er að ungar stúlkur verði í auknum mæli fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. „Það er viðhorfsbreyting sem er enn þá þörf og ég hugsa að á meðan við búum ekki við kynjajafnrétti þá munum við halda áfram að sjá brot sem byggja á því að fólk af ákveðnu kyni, í þessu tilviki konur, eru teknar meira fyrir,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, stjórnarformaður NORDREF, sem stóð fyrir málþingi um málaflokkinn. Rætt var við Þórdísi Elvu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Braut á 2000 manneskjum Á málþinginu lýsti Sophie Mortimer, yfirmaður Revenge Porn Helpline í Bretlandi, rannsókn sinni í einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar, þar sem einn gerandi braut á rúmlega tvö þúsund manneskjum, allt niður í átta mánaða börn. „Hann hafði misnotað fjölmargar berskjaldaðar, ungar konur sem hann nálgaðist í gegnum Netið. Hann bauð þeim peninga og þóttist vera „sykurpabbi“ og tældi þær til að senda sér vægar nektarmyndir. Hann notaði svo myndirnar til að lokka þær til að afhenda sér sífellt grófara myndefni. Þegar ég segi gróft þá á ég við miklu grófara efni en þú gætir ímyndað þér. Því var ætlað að valda þessum ungu konum hámarksþjáningu og niðurlægingu,“ segir Sophie. Á að vera hægt að fjarlægja allt efni Gerandinn var í fyrra dæmdur í 32 ára fangelsi en Sophie telur að það muni taka mörg ár að fjarlægja allar myndir sem manninum tókst að dreifa á netinu. Hún segir að ekki megi líta á þetta sem einangrað tilvik, því á meðan eftirspurnin sé til staðar verði framboðið það líka. Um sé að ræða gríðarlegt samfélagsmein, sem vel eigi að vera hægt að uppræta. „Jafnvel þó efnið sé fjarlægt er hægt að setja það aftur inn. Því er hlaðið upp á ný og hægt að deila því aftur. Slíkt er eðli Netsins og ég neita að trúa því að við getum ekki fjarlægt allt slíkt efni. Ég tel okkur geta það og við eigum að leggja allt kapp á að gera það.“ Einnig var fjallað um svokallaða Incel-hópa á netinu en stærsta Incel-samfélag heims er hýst hér á landi. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan. Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Talið er að um fjögur prósent landsmanna verði fyrir stafrænu kynferðisofbeldi eða fái hótun um slíkt. Ríkislögreglustjóri fór nýverið í herferð gegn slíkum ofbeldisbrotum gagnvart unglingum en talið er að ungar stúlkur verði í auknum mæli fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. „Það er viðhorfsbreyting sem er enn þá þörf og ég hugsa að á meðan við búum ekki við kynjajafnrétti þá munum við halda áfram að sjá brot sem byggja á því að fólk af ákveðnu kyni, í þessu tilviki konur, eru teknar meira fyrir,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, stjórnarformaður NORDREF, sem stóð fyrir málþingi um málaflokkinn. Rætt var við Þórdísi Elvu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Braut á 2000 manneskjum Á málþinginu lýsti Sophie Mortimer, yfirmaður Revenge Porn Helpline í Bretlandi, rannsókn sinni í einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar, þar sem einn gerandi braut á rúmlega tvö þúsund manneskjum, allt niður í átta mánaða börn. „Hann hafði misnotað fjölmargar berskjaldaðar, ungar konur sem hann nálgaðist í gegnum Netið. Hann bauð þeim peninga og þóttist vera „sykurpabbi“ og tældi þær til að senda sér vægar nektarmyndir. Hann notaði svo myndirnar til að lokka þær til að afhenda sér sífellt grófara myndefni. Þegar ég segi gróft þá á ég við miklu grófara efni en þú gætir ímyndað þér. Því var ætlað að valda þessum ungu konum hámarksþjáningu og niðurlægingu,“ segir Sophie. Á að vera hægt að fjarlægja allt efni Gerandinn var í fyrra dæmdur í 32 ára fangelsi en Sophie telur að það muni taka mörg ár að fjarlægja allar myndir sem manninum tókst að dreifa á netinu. Hún segir að ekki megi líta á þetta sem einangrað tilvik, því á meðan eftirspurnin sé til staðar verði framboðið það líka. Um sé að ræða gríðarlegt samfélagsmein, sem vel eigi að vera hægt að uppræta. „Jafnvel þó efnið sé fjarlægt er hægt að setja það aftur inn. Því er hlaðið upp á ný og hægt að deila því aftur. Slíkt er eðli Netsins og ég neita að trúa því að við getum ekki fjarlægt allt slíkt efni. Ég tel okkur geta það og við eigum að leggja allt kapp á að gera það.“ Einnig var fjallað um svokallaða Incel-hópa á netinu en stærsta Incel-samfélag heims er hýst hér á landi. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan.
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira