Giannis dró vagninn í naumum sigri | Curry tryggði sigurinn með flautukörfu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 09:35 Stephen Curry reyndist hetja Golden State Warriors í nótt. Lachlan Cunningham/Getty Images NBA-deildin í körfubolta hélt áfram í nótt með ellefu leikjum. Giannis Antetokounmpo dró sína menn í Milwaukee Bucks yfir endalínuna í naumum fjögurra stiga sigri gegn Chicago Bulls, 94-90, og Steph Curry reyndist hetja Golden State Warriors er liðið lagði Houston Rockets 105-103. Leikurinn var jafn allt frá fyrstu mínútu og lítið sem ekkert gat skilið liðin að. Liðin skiptust alls 16 sinnum á að hafa forystuna og 15 sinnum var jafnt í leiknum. Milwaukee leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, en munurinn var aðeins eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. Sömu sögu er að segja af síðari hálfleik, en þegar komið var að lokaleikhlutanum leiddu Chicago-menn með einu stigi. Það voru þó liðsmenn Milwaukee sem reyndust sterkari á lokakaflanum. Tæpara gat það þó varla verið, en eins og áður sagði vann liðið með fjórum stigum, 94-90. Giannis Antetokounmpo var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 30 stig, 12 fráköst og þrjár stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Chicago með 35 stig. The @Bucks got the win at home, as Giannis and DeMar DeRozan battled it out for all 4 quarters!DeMar DeRozan: 35 PTS, 6 REBGiannis Antetokounmpo: 30 PTS, 12 REB, 2 BLK pic.twitter.com/JEp7SA4mu8— NBA (@NBA) January 22, 2022 Ekki var dramatíkin minni í leik Golden State Warriors og Houston Rockets. Gestirnir frá Houston byrjuðu leikinn betur og fóru með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn. Stríðsmennirnir mættu tilbúnir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu metin áður en komið var að lokaleikhlutanum þar sem jafnt var á öllum tölum fram á síðustu stundu. Golden State jafnaði metin í 103-103 þegar tæplega ein og hálf mínúta var til leiksloka, en bæði lið klikkuðu á hverju skotinu á fætur öðru eftir það. Það er alveg þangað til að rétt rúm ein sekúnda var eftir á klukkunni. Þá keyrði Steph Curry á Kevin Porter, tók eitt skref til baka og setti niður tvö stig til að tryggja sigurinn í þann mund sem lokaflautið gall. 🚨 STEPHEN CURRY CALLS GAME 🚨His #TissotBuzzerBeater lifts the @warriors! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/SCzYCYnKsj— NBA (@NBA) January 22, 2022 Öll úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 98-121 Charlotte Hornets Los Angeles Lakers 116-105 Orlando Magic Los Angeles Clippers 102-101 Philadelphia 76ers Miami Heat 108-110 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 109-105 Boston Celtics Toronto Raptors 109-105 Washington Wizards Chicago Bulls 90-94 Milwaukee Bucks Brooklyn Nets 117-102 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 122-118 Denver Nuggets Detroit Pistons 101-111 Utah Jazz Houston Rockets 103-105 Golden State Warriors NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira
Leikurinn var jafn allt frá fyrstu mínútu og lítið sem ekkert gat skilið liðin að. Liðin skiptust alls 16 sinnum á að hafa forystuna og 15 sinnum var jafnt í leiknum. Milwaukee leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, en munurinn var aðeins eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. Sömu sögu er að segja af síðari hálfleik, en þegar komið var að lokaleikhlutanum leiddu Chicago-menn með einu stigi. Það voru þó liðsmenn Milwaukee sem reyndust sterkari á lokakaflanum. Tæpara gat það þó varla verið, en eins og áður sagði vann liðið með fjórum stigum, 94-90. Giannis Antetokounmpo var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 30 stig, 12 fráköst og þrjár stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Chicago með 35 stig. The @Bucks got the win at home, as Giannis and DeMar DeRozan battled it out for all 4 quarters!DeMar DeRozan: 35 PTS, 6 REBGiannis Antetokounmpo: 30 PTS, 12 REB, 2 BLK pic.twitter.com/JEp7SA4mu8— NBA (@NBA) January 22, 2022 Ekki var dramatíkin minni í leik Golden State Warriors og Houston Rockets. Gestirnir frá Houston byrjuðu leikinn betur og fóru með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn. Stríðsmennirnir mættu tilbúnir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu metin áður en komið var að lokaleikhlutanum þar sem jafnt var á öllum tölum fram á síðustu stundu. Golden State jafnaði metin í 103-103 þegar tæplega ein og hálf mínúta var til leiksloka, en bæði lið klikkuðu á hverju skotinu á fætur öðru eftir það. Það er alveg þangað til að rétt rúm ein sekúnda var eftir á klukkunni. Þá keyrði Steph Curry á Kevin Porter, tók eitt skref til baka og setti niður tvö stig til að tryggja sigurinn í þann mund sem lokaflautið gall. 🚨 STEPHEN CURRY CALLS GAME 🚨His #TissotBuzzerBeater lifts the @warriors! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/SCzYCYnKsj— NBA (@NBA) January 22, 2022 Öll úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 98-121 Charlotte Hornets Los Angeles Lakers 116-105 Orlando Magic Los Angeles Clippers 102-101 Philadelphia 76ers Miami Heat 108-110 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 109-105 Boston Celtics Toronto Raptors 109-105 Washington Wizards Chicago Bulls 90-94 Milwaukee Bucks Brooklyn Nets 117-102 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 122-118 Denver Nuggets Detroit Pistons 101-111 Utah Jazz Houston Rockets 103-105 Golden State Warriors
Oklahoma City Thunder 98-121 Charlotte Hornets Los Angeles Lakers 116-105 Orlando Magic Los Angeles Clippers 102-101 Philadelphia 76ers Miami Heat 108-110 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 109-105 Boston Celtics Toronto Raptors 109-105 Washington Wizards Chicago Bulls 90-94 Milwaukee Bucks Brooklyn Nets 117-102 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 122-118 Denver Nuggets Detroit Pistons 101-111 Utah Jazz Houston Rockets 103-105 Golden State Warriors
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira