Innlent

Axel Nikulásson látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Axel Nikulásson starfaði í utanríkisþjónustunni að loknum körfuboltaferli hans.
Axel Nikulásson starfaði í utanríkisþjónustunni að loknum körfuboltaferli hans. Stöð 2.

Axel Nikulásson, fyrrverandi körfuboltakappi og starfsmaður utanríkisráðuneytisins er látinn, 59 ára að aldri.

Karfan.is greinir frá. Þar segir að Axel hafi látist eftir baráttu við veikindi. Axel var helst þekktur fyrir þátttöku sína í íslenskum körfubolta.

„Axel spilaði með Keflavík lungan af ferli sínum og varð meistari með þeim Keflvíkingum þegar þeir tóku sinn fyrsta titil árið 1989. Þar áður hafði hann dvalið vestra í Bandaríkjunum við nám í háskóla. Árið eftir titilinn með Keflavík fór Axel svo til KR og titilinn stóri fylgdi honum þangað árið 1990. Axel tók svo að sér þjálfun seinna meir hjá KR í úrvalsdeildinni og svo tók hann við því fræga 1976 árgangs landsliði sem gerði góða hluti undir hans stjórn. Axel spilaði 63 landsleiki á sínum ferli fyrir íslands hönd,“ segir á Karfan.is

Axel var starfsmaður utanríkisráðuneytisins og var hann meðal annars einn þeirra sem kallaður var til af Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu til að meta umsvif rússneska hersins á Krímskaga árið 2014, en þá var hann starfsmaður íslenska sendiráðsins í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×