Guardiola segir Southampton vera með besta aukaspyrnumann í heimi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 09:00 James Ward-Prowse er sá besti í heimi í að taka aukaspyrnur að mati Pep Guardiola. Clive Brunskill/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Southampton sé með besta aukaspyrnumann í heimi í herbúðum sínum, en liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag. James Ward-Prowse, miðjumaður Southampton, hefur vakið verðskuldaða athygli á seinustu árum fyrir hættulegar aukaspyrnur. Hvort sem það eru fyrirgjafir utan af kanti, eða skot á mark, þá virðast aukaspyrnur Ward-Prowse alltaf vekja upp ótta andstæðinga hans. Guardiola var á sínum tíma þjálfari Barcelona og á tíma hans þar var leikmaður sem einnig hefur verið talinn nokkuð góður í að taka aukaspyrnur. Sá heitir Lionel Messi, en Guardiola segir að Ward-Prowse sé sá besti sem hann hefur séð. „Það er enginn betri að taka aukaspyrnur en hann,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Southampton er með besta aukaspyrnumann sem ég hef nokkurn tíman séð. Hann er að minnsta kostui sá besti í heimi á þessari stundu.“ Man City boss Pep Guardiola feels Southampton's James Ward-Prowse is the BEST free-kick taker in the world 🌍 pic.twitter.com/LFQpgtfbWa— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 21, 2022 Þrátt fyrir þetta lof frá spænska þjálfaranum á Ward-Prowse ansi langt í land til að ná Lionel Messi í mörkum skoruðum úr aukaspyrnum. Ef skoðuð eru seinustu fimm ár hefur Ward-Prowse skorað úr 11 aukasprynum, en Messi nánast tvöfalt fleiri, eða 20. Guardiola stóð þó fastur á sínu og hélt áfram að hrósa Englendingnum. „Hann er svo góður að maður horfir kannski aðeins framhjá getu hans í fótbolta. Hann er mikill liðsmaður sem býður upp á mikil gæði, bæði með og án bolta.“ „Hann hefur mikinn skilning á leiknum, en það eru aukaspyrnurnar, föstu leikatriðin og hornspyrnurnar sem fólkið horfir á,“ sagði Guardiola að lokum. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
James Ward-Prowse, miðjumaður Southampton, hefur vakið verðskuldaða athygli á seinustu árum fyrir hættulegar aukaspyrnur. Hvort sem það eru fyrirgjafir utan af kanti, eða skot á mark, þá virðast aukaspyrnur Ward-Prowse alltaf vekja upp ótta andstæðinga hans. Guardiola var á sínum tíma þjálfari Barcelona og á tíma hans þar var leikmaður sem einnig hefur verið talinn nokkuð góður í að taka aukaspyrnur. Sá heitir Lionel Messi, en Guardiola segir að Ward-Prowse sé sá besti sem hann hefur séð. „Það er enginn betri að taka aukaspyrnur en hann,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Southampton er með besta aukaspyrnumann sem ég hef nokkurn tíman séð. Hann er að minnsta kostui sá besti í heimi á þessari stundu.“ Man City boss Pep Guardiola feels Southampton's James Ward-Prowse is the BEST free-kick taker in the world 🌍 pic.twitter.com/LFQpgtfbWa— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 21, 2022 Þrátt fyrir þetta lof frá spænska þjálfaranum á Ward-Prowse ansi langt í land til að ná Lionel Messi í mörkum skoruðum úr aukaspyrnum. Ef skoðuð eru seinustu fimm ár hefur Ward-Prowse skorað úr 11 aukasprynum, en Messi nánast tvöfalt fleiri, eða 20. Guardiola stóð þó fastur á sínu og hélt áfram að hrósa Englendingnum. „Hann er svo góður að maður horfir kannski aðeins framhjá getu hans í fótbolta. Hann er mikill liðsmaður sem býður upp á mikil gæði, bæði með og án bolta.“ „Hann hefur mikinn skilning á leiknum, en það eru aukaspyrnurnar, föstu leikatriðin og hornspyrnurnar sem fólkið horfir á,“ sagði Guardiola að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira