Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Breiðablik 116-97 | Öruggur sigur ÍR-inga Dagur Lárusson skrifar 21. janúar 2022 21:15 Jordan Semple skoraði 21 stig fyrir ÍR-inga í kvöld. Vísir/Vilhelm Núna verðum við bara að halda áfram að vinnaÍR hafði betur gegn Breiðablik í viðureign liðanna í Breiðholtinu í kvöld en lokatölur leiksins voru 116-97. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig í níunda og tíunda sæti deildarinnar en Breiðablik hafði ekki spilað leik í deildinni síðan 28.desember. Það voru ÍR-ingar sem byrjuðu fyrsta leikhluta af miklum krafti og skoruðu úr hverju þriggja stiga skotinu á fætur öðru og var þar fyrirliðinn, Sæþór Elmar, í algjöru aðalhlutverki en hann setti niður hvorki meira né minna en fimm þriggja stiga körfur í fyrsta leikhlutanum. Leikurinn var þó heldur jafn út fyrsta leikhluta og megnið af öðrum leikhluta en þegar um tvær mínútur voru til eftir af öðrum leikhluta fóru heimamenn að auka forskot sitt og voru komnir með fimmtán stiga forskot þegar flautað var til hálfleiks, staðan 65-50. Í þriðja leikhluta gengu ÍR-ingar endanlega frá leiknum en Blikar sáu ekki til sólar. Á tímabili var forskot ÍR orðið meira en þrjátíu stig og var þá ljóst hvort liðið færi með sigur af hólmi. Gestirnirnir náðu aðeins að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en töpuðu samt sem áður með nítján stiga mun, 116-97. Með sigrinum er ÍR komið í tíu stig í deildinni og fer upp fyrir Breiðablik í níunda sætið. Af hverju vann Breiðablik? Pétur, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali fyrir leik að planið fyrir leikinn væri að hleypa ÍR-ingum í þriggja stiga skotin og það plan var einfaldlega ekki nægilega gott þar sem ÍR-ingar nýttu sér þessi þriggja stiga skot svo sannarlega og lögðu þau grunninn að þessum sigri. Hverjir stóðu upp úr? Sæþór Elmar var klárlega maður leiksins en hann var með 26 stig og 24 stig af þeim voru þriggja stiga skot, hann setti tóninn strax í byrjun leiks. Hvað fór illa? Varnarleikur Breiðabliks var ekki upp á marga fiska og plan Péturs gekk einfaldlega ekki upp. Hvað gerist næst? Í næsta leik tekur Breiðablik á móti Tindastól á meðan ÍR fer í heimsókn til Keflavíkur. Friðrik Ingi Rúnarsson: Núna verðum við bara að halda áfram að vinna Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR-inga, var eðlilega sáttur með sigur sinna manna í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Ég er bara rosalega ánægður með það að vinna þennan leik fyrst og fremst,” byrjaði Friðrik Ingi, þjálfari ÍR, að segja eftir leik. „Að mestu leyti fannst mér við gera það sem við ætluðum okkur í þessum leik. Við ætluðum að reyna að vera með tök á okkur sjálfum og á leiknum. Þeir vilja að þú takir fljótt skot og við fórum aðeins í það í smá tíma, en þú þarft auðvitað að hafa hugrekkið til þess að láta vaða í þessi skot sem við fengum og við sýndum svo sannarlega það hugrekki,” hélt Friðrik áfram. Sæþór Elmar, fyrirliði ÍR-inga, fór á kostum í þessum leik og setti niður átta þriggja stiga skot. „Bæði Sæsi og Robbi fengu mörg tækifæri til þess að setja þessi skot niður og þeir stóðu sig virkilega vel í því.” Þetta var annar sigurleikur ÍR-inga í röð og telur Friðrik mikilvægt að liðið haldi uppteknum hætti í næstu leikjum. „Núna verðum við bara að halda áfram að vinna. Við erum á þeim stað að við verðum að halda áfram að verða betri, það er ýmislegt sem við getum gert betur og það er okkar að bæta það,” endaði Friðrik á að segja. Pétur Ingvarsson: Þeir voru einfaldlega mikið betri Pétur Ingvarsso, þjálfari Breiðabliks, segir að ÍR-ingar hafi einfaldlega verið betri í kvöld.vísir/daníel „Það er ekki mikið sem ég get sagt eftir þetta, þeir voru einfaldlega mikið betri,” byrjaði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, að segja eftir leik. „Þetta er sterkur heimavöllur hjá þeim og þeir nýttu sér þau tækifæri sem við gáfum þeim. Við vorum með ákveðið plan í vörninni fyrir leikinn og það plan gekk einfaldlega ekki upp. Þeir settu niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru,” hélt Pétur áfram. Pétur vildi ekki meina að það hafi verið mikið um ljósa punkta í leik síns liðs. „Það var nú ekki mikið um ljósa punkta en ég vil samt meina að menn hafi lagt sig fram hérna í 40 mínútur. Við höfðum auðvitað ekki spilað í tæpan mánuð fyrir þennan leik og það er spurning hvort að það hafi haft áhrif á spilamennskuna.” Subway-deild karla ÍR Breiðablik
Núna verðum við bara að halda áfram að vinnaÍR hafði betur gegn Breiðablik í viðureign liðanna í Breiðholtinu í kvöld en lokatölur leiksins voru 116-97. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig í níunda og tíunda sæti deildarinnar en Breiðablik hafði ekki spilað leik í deildinni síðan 28.desember. Það voru ÍR-ingar sem byrjuðu fyrsta leikhluta af miklum krafti og skoruðu úr hverju þriggja stiga skotinu á fætur öðru og var þar fyrirliðinn, Sæþór Elmar, í algjöru aðalhlutverki en hann setti niður hvorki meira né minna en fimm þriggja stiga körfur í fyrsta leikhlutanum. Leikurinn var þó heldur jafn út fyrsta leikhluta og megnið af öðrum leikhluta en þegar um tvær mínútur voru til eftir af öðrum leikhluta fóru heimamenn að auka forskot sitt og voru komnir með fimmtán stiga forskot þegar flautað var til hálfleiks, staðan 65-50. Í þriðja leikhluta gengu ÍR-ingar endanlega frá leiknum en Blikar sáu ekki til sólar. Á tímabili var forskot ÍR orðið meira en þrjátíu stig og var þá ljóst hvort liðið færi með sigur af hólmi. Gestirnirnir náðu aðeins að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en töpuðu samt sem áður með nítján stiga mun, 116-97. Með sigrinum er ÍR komið í tíu stig í deildinni og fer upp fyrir Breiðablik í níunda sætið. Af hverju vann Breiðablik? Pétur, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali fyrir leik að planið fyrir leikinn væri að hleypa ÍR-ingum í þriggja stiga skotin og það plan var einfaldlega ekki nægilega gott þar sem ÍR-ingar nýttu sér þessi þriggja stiga skot svo sannarlega og lögðu þau grunninn að þessum sigri. Hverjir stóðu upp úr? Sæþór Elmar var klárlega maður leiksins en hann var með 26 stig og 24 stig af þeim voru þriggja stiga skot, hann setti tóninn strax í byrjun leiks. Hvað fór illa? Varnarleikur Breiðabliks var ekki upp á marga fiska og plan Péturs gekk einfaldlega ekki upp. Hvað gerist næst? Í næsta leik tekur Breiðablik á móti Tindastól á meðan ÍR fer í heimsókn til Keflavíkur. Friðrik Ingi Rúnarsson: Núna verðum við bara að halda áfram að vinna Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR-inga, var eðlilega sáttur með sigur sinna manna í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Ég er bara rosalega ánægður með það að vinna þennan leik fyrst og fremst,” byrjaði Friðrik Ingi, þjálfari ÍR, að segja eftir leik. „Að mestu leyti fannst mér við gera það sem við ætluðum okkur í þessum leik. Við ætluðum að reyna að vera með tök á okkur sjálfum og á leiknum. Þeir vilja að þú takir fljótt skot og við fórum aðeins í það í smá tíma, en þú þarft auðvitað að hafa hugrekkið til þess að láta vaða í þessi skot sem við fengum og við sýndum svo sannarlega það hugrekki,” hélt Friðrik áfram. Sæþór Elmar, fyrirliði ÍR-inga, fór á kostum í þessum leik og setti niður átta þriggja stiga skot. „Bæði Sæsi og Robbi fengu mörg tækifæri til þess að setja þessi skot niður og þeir stóðu sig virkilega vel í því.” Þetta var annar sigurleikur ÍR-inga í röð og telur Friðrik mikilvægt að liðið haldi uppteknum hætti í næstu leikjum. „Núna verðum við bara að halda áfram að vinna. Við erum á þeim stað að við verðum að halda áfram að verða betri, það er ýmislegt sem við getum gert betur og það er okkar að bæta það,” endaði Friðrik á að segja. Pétur Ingvarsson: Þeir voru einfaldlega mikið betri Pétur Ingvarsso, þjálfari Breiðabliks, segir að ÍR-ingar hafi einfaldlega verið betri í kvöld.vísir/daníel „Það er ekki mikið sem ég get sagt eftir þetta, þeir voru einfaldlega mikið betri,” byrjaði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, að segja eftir leik. „Þetta er sterkur heimavöllur hjá þeim og þeir nýttu sér þau tækifæri sem við gáfum þeim. Við vorum með ákveðið plan í vörninni fyrir leikinn og það plan gekk einfaldlega ekki upp. Þeir settu niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru,” hélt Pétur áfram. Pétur vildi ekki meina að það hafi verið mikið um ljósa punkta í leik síns liðs. „Það var nú ekki mikið um ljósa punkta en ég vil samt meina að menn hafi lagt sig fram hérna í 40 mínútur. Við höfðum auðvitað ekki spilað í tæpan mánuð fyrir þennan leik og það er spurning hvort að það hafi haft áhrif á spilamennskuna.”
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum