Erlingur lét þjálfarann spila á EM Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2022 11:31 Gerrie Eijlers var óvænt kallaður til í gær og spilaði smáhluta af leik Hollands gegn Frakklandi. Getty/Henk Seppen Erlingur Richardsson nýtti krafta markmannsþjálfara síns í leik Hollands á Evrópumótinu í handbolta í gær, og sá gæti spilað enn meira í næstu leikjum þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tveimur árum. Það er ekki bara íslenska landsliðið sem orðið hefur illa fyrir barðinu á kórónuveirunni á EM. Raunar hafa flest liðanna lent illa í veirunni og yfir 60 leikmenn smitast síðan að mótið hófst fyrir viku síðan. Þar á meðal eru fimm leikmenn hollenska landsliðsins, sem nú eru í einangrun. Í þeim hópi eru báðir helstu markverðir liðsins. Markvörðurinn Dennis Schellekens greindist með veiruna fyrir leikinn við Frakkland í gær og því neyddist Erlingur til að biðja markmannsþjálfarann Gerrie Eijlers að vera í búning. Eijlers, sem er 41 árs, spilaði raunar hluta leiksins og varði þrjú af fjórum skotum sem hann fékk á sig, þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik í tvö ár! Gerrie Eijlers (9 May 1980) is now the oldest player in this tournament. He's exactly one day older than coach Kiril Lazarov and three moth older than Nikola Prce. #handball #ehfeuro2022 https://t.co/og7Jgqpfje— Fabian Koch (@Fabian_Handball) January 20, 2022 Nú hefur svo aðalmarkvörður Hollands, Bart Ravensbergen, einnig greinst með veiruna. Því er René de Knegt á leiðinni til Búdapest með flugi og vonandi fyrir Erling og hans menn að De Knegt standist smitpróf við komuna. Aðrir sem eru í einangrun þessa stundina eru þeir Jeffrey Boomhouwer, Robin Schoenaker og Iso Sluijters. Hollendingar leika í sama milliriðli og Ísland en liðin mættust í riðlakeppninni og tók Ísland með sér stigin tvö sem fengust þar með 29-28 sigrinum. Eftir 34-24 tapið gegn Frakklandi í gær mætir Holland næst liði Svartfjallalands á morgun, Danmörku á mánudag og loks Króatíu næsta miðvikudag. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Það er ekki bara íslenska landsliðið sem orðið hefur illa fyrir barðinu á kórónuveirunni á EM. Raunar hafa flest liðanna lent illa í veirunni og yfir 60 leikmenn smitast síðan að mótið hófst fyrir viku síðan. Þar á meðal eru fimm leikmenn hollenska landsliðsins, sem nú eru í einangrun. Í þeim hópi eru báðir helstu markverðir liðsins. Markvörðurinn Dennis Schellekens greindist með veiruna fyrir leikinn við Frakkland í gær og því neyddist Erlingur til að biðja markmannsþjálfarann Gerrie Eijlers að vera í búning. Eijlers, sem er 41 árs, spilaði raunar hluta leiksins og varði þrjú af fjórum skotum sem hann fékk á sig, þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik í tvö ár! Gerrie Eijlers (9 May 1980) is now the oldest player in this tournament. He's exactly one day older than coach Kiril Lazarov and three moth older than Nikola Prce. #handball #ehfeuro2022 https://t.co/og7Jgqpfje— Fabian Koch (@Fabian_Handball) January 20, 2022 Nú hefur svo aðalmarkvörður Hollands, Bart Ravensbergen, einnig greinst með veiruna. Því er René de Knegt á leiðinni til Búdapest með flugi og vonandi fyrir Erling og hans menn að De Knegt standist smitpróf við komuna. Aðrir sem eru í einangrun þessa stundina eru þeir Jeffrey Boomhouwer, Robin Schoenaker og Iso Sluijters. Hollendingar leika í sama milliriðli og Ísland en liðin mættust í riðlakeppninni og tók Ísland með sér stigin tvö sem fengust þar með 29-28 sigrinum. Eftir 34-24 tapið gegn Frakklandi í gær mætir Holland næst liði Svartfjallalands á morgun, Danmörku á mánudag og loks Króatíu næsta miðvikudag.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira