Mátti ekki spila, mátti svo spila, mátti svo ekki spila en mátti loks spila Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2022 15:31 David Mandic á ferðinni í tapinu gegn Svartfjallalandi í MVM-höllinni í Búdapest í gær. Getty/Sanjin Strukic Segja má að sóttvarnamál séu í ólestri á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu, þar sem kórónuveirusmitum fjölgar stöðugt. Það hvernig haldið er utan um sóttvarnamál hefur sennilega bitnað verst á David Mandic, hornamanni Króatíu. Mandic fékk á endanum að spila með Króatíu gegn Svartfjallalandi í gær, í milliriðli Íslands, en skoraði aðeins eitt mark í 32-26 tapi Króata. Í aðdraganda leiksins fékk hann hins vegar mjög misvísandi skilaboð frá mótshöldurum um það hvort hann mætti spila. Forsaga málsins er sú að Mandic lék fyrsta leik Króatíu, gegn Frakklandi, og var þar rekinn af velli og tók út leikbann í næsta leik, gegn Serbíu. Hann missti hins vegar líka af leik þrjú, gegn Úkraínu, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Þar virðast hins vegar hafa orðið ansi slæm mistök, og því hefur verið haldið fram að ruglingur hafi orðið með sýni og að Matej Mandic, þriðji markvörður Króata, hafi verið hinn smitaði. David Mandic, sem hafði farið heim til Zagreb eftir að hann átti að hafa greinst jákvæður, greindist alla vega tvisvar með neikvæð sýni þar og aftur með neikvætt sýni eftir að hann kom til Búdapest til að freista þess að spila áfram með króatíska landsliðinu. Hann var afar ósáttur þegar hann var spurður út í málið eftir leikinn í gær: „EHF verður að gera eitthvað því það er ekkert vit í þessu. Ég mætti á hótelið og var sagt að ég myndi pottþétt ekki fá að spila [gegn Svartfjallalandi] en að ég myndi spila gegn Danmörku. Síðan var sagt að ég gæti spilað. Ég mætti svo í höllina og þá var fyrst sagt að ég mætti ekki spila. Þetta var lýjandi fyrir mig. Ég leit ekki vel út, fann til í bakinu, en það þýðir ekkert að vera með afsakanir og maður fórnar sér fyrir Króatíu. Þetta er búið að vera mjög kaotískt og ég veit bara ekki hvað er hægt að segja,“ er haft eftir Mandic á vef Naslovnica. Ísland og Króatía mætast á mánudaginn en fyrst mætir Króatía liði Danmerkur á laugardaginn, og Ísland liði Frakklands. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Sjá meira
Mandic fékk á endanum að spila með Króatíu gegn Svartfjallalandi í gær, í milliriðli Íslands, en skoraði aðeins eitt mark í 32-26 tapi Króata. Í aðdraganda leiksins fékk hann hins vegar mjög misvísandi skilaboð frá mótshöldurum um það hvort hann mætti spila. Forsaga málsins er sú að Mandic lék fyrsta leik Króatíu, gegn Frakklandi, og var þar rekinn af velli og tók út leikbann í næsta leik, gegn Serbíu. Hann missti hins vegar líka af leik þrjú, gegn Úkraínu, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Þar virðast hins vegar hafa orðið ansi slæm mistök, og því hefur verið haldið fram að ruglingur hafi orðið með sýni og að Matej Mandic, þriðji markvörður Króata, hafi verið hinn smitaði. David Mandic, sem hafði farið heim til Zagreb eftir að hann átti að hafa greinst jákvæður, greindist alla vega tvisvar með neikvæð sýni þar og aftur með neikvætt sýni eftir að hann kom til Búdapest til að freista þess að spila áfram með króatíska landsliðinu. Hann var afar ósáttur þegar hann var spurður út í málið eftir leikinn í gær: „EHF verður að gera eitthvað því það er ekkert vit í þessu. Ég mætti á hótelið og var sagt að ég myndi pottþétt ekki fá að spila [gegn Svartfjallalandi] en að ég myndi spila gegn Danmörku. Síðan var sagt að ég gæti spilað. Ég mætti svo í höllina og þá var fyrst sagt að ég mætti ekki spila. Þetta var lýjandi fyrir mig. Ég leit ekki vel út, fann til í bakinu, en það þýðir ekkert að vera með afsakanir og maður fórnar sér fyrir Króatíu. Þetta er búið að vera mjög kaotískt og ég veit bara ekki hvað er hægt að segja,“ er haft eftir Mandic á vef Naslovnica. Ísland og Króatía mætast á mánudaginn en fyrst mætir Króatía liði Danmerkur á laugardaginn, og Ísland liði Frakklands.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Sjá meira