Hetja Dana: Þurftum að grafa upp myndbönd af Íslendingunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2022 15:01 Kevin Møller (nr. 20) reyndist Íslendingum afar erfiður í gær. epa/Tibor Illyes Kevin Møller átti frábæran leik þegar Danmörk sigraði Ísland, 28-24, í milliriðli I á EM í handbolta í gær. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi riðlast eftir að lykilmenn íslenska liðsins heltust úr lestinni, hver á fætur öðrum. Møller kom inn á eftir átján mínútna leik fyrir Niklas Landin sem fann sig ekki. Það gerði Møller hins vegar og varði sautján skot, eða 59 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslenska liðið var vængbrotið gegn heimsmeisturunum en sex lykilmenn greindust með kórónuveiruna í aðdraganda leiksins. Það flækti undirbúning dönsku markvarðana fyrir leikinn enda mættu þeir leikmönnum sem þeir bjuggust ekki við að mæta. „Við þurftum að fara í safnið og grafa upp myndbönd af leikjum þeirra með félagsliðum og treysta því. Við höfðum ekki mikið efni frá hverjum og einum,“ sagði Møller eftir leikinn. „Stundum er líka gott að treysta aðeins á innsæið og þú verður að gera það þegar þú ert markvörður, sérstaklega þegar þú kemur inn af bekknum.“ Danir unnu leikina sína þrjá í riðlakeppninni á EM með samtals þrjátíu marka mun en þurftu að hafa talsvert meira fyrir hlutunum gegn Íslendingum í gær. Íslenska liðið hélt í við það danska lengi vel en á síðustu tíu mínútunum skildu leiðir. Næsti leikur Danmerkur á EM er gegn Króatíu annað kvöld. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Møller kom inn á eftir átján mínútna leik fyrir Niklas Landin sem fann sig ekki. Það gerði Møller hins vegar og varði sautján skot, eða 59 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Íslenska liðið var vængbrotið gegn heimsmeisturunum en sex lykilmenn greindust með kórónuveiruna í aðdraganda leiksins. Það flækti undirbúning dönsku markvarðana fyrir leikinn enda mættu þeir leikmönnum sem þeir bjuggust ekki við að mæta. „Við þurftum að fara í safnið og grafa upp myndbönd af leikjum þeirra með félagsliðum og treysta því. Við höfðum ekki mikið efni frá hverjum og einum,“ sagði Møller eftir leikinn. „Stundum er líka gott að treysta aðeins á innsæið og þú verður að gera það þegar þú ert markvörður, sérstaklega þegar þú kemur inn af bekknum.“ Danir unnu leikina sína þrjá í riðlakeppninni á EM með samtals þrjátíu marka mun en þurftu að hafa talsvert meira fyrir hlutunum gegn Íslendingum í gær. Íslenska liðið hélt í við það danska lengi vel en á síðustu tíu mínútunum skildu leiðir. Næsti leikur Danmerkur á EM er gegn Króatíu annað kvöld.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira