Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2022 22:45 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í viðtali við Stöð 2 framan við höfuðstöðvar félagsins á Reykjavíkurflugvelli í dag. Sigurjón Ólason Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að þegar stjórn Icelandair ákvað árið 2012 að kaupa Boeing 737 Max-þoturnar var miðað við að síðar þyrfti að kaupa stærri og langdrægari þotur til að sinna fjarlægari áfangastöðum samhliða því sem Boeing 757 fækkaði í flotanum. Max-vélunum var ætlað að þjóna áfangastöðum félagsins í Evrópu en einnig þeim á austurströnd Bandaríkjanna sem næstir eru Íslandi. Reyndin hefur orðið sú að þær drífa mun lengra, meðal annars til Orlando og Seattle. Fjórtán Boeing 737 Max-þotur verða í flota Icelandair í sumar, einni fleiri en 757-þotur, sem fækkar niður í þrettán í farþegafluginu.KMU Icelandair hefur núna ákveðið að fá tvær Max-vélar til viðbótar fyrir sumarið. Þrýstingur á nýja tegund hefur minnkað. „Hún er bara hagkvæmari hvað varðar eldsneytisnotkun, notar minna eldsneyti heldur en gert var ráð fyrir. Það þýðir að hún getur þá flogið lengra,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Alls verða fjórtán Max-vélar í flota Icelandair næsta sumar. Það þýðir að Maxarnir verða fleiri en 757-vélarnar, sem verið hafa burðarklár félagsins í þrjátíu ár. En núna styttist í að þær hverfi úr þjónustu félagsins en sautján ár eru frá því Boeing hætti framleiðslu 757. Boeing 757 við viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Félagið gerir ráð fyrir að hætta rekstri þeirra eftir fjögur ár.Sigurjón Ólason. „Við höfum verið að taka þær smám saman út úr flotanum og fækka þeim. Við vorum með, held ég, mest um tuttuguogfimm 757-vélar í farþegaleiðakerfinu og verðum með þrettán núna í sumar. Og reiknum með að svona árið 2026 fari síðustu sjö-fimmurnar að fara út úr flotanum okkar.“ Auk 737 og 757 rekur félagið breiðþotur af gerðinni Boeing 767, sem taka um 260 farþega, eitthundrað fleiri en Max átta þoturnar. 767-breiðþoturnar segir Bogi auk þess henta vel í fraktflugi. Boeing 767-breiðþotur eru stærstu vélarnar í þjónustu Icelandair, taka um 260 farþega, eitthundrað fleiri en Boeing 737 Max-8.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum með mjög heppilegan flota fyrir leiðakerfið og höfum nokkra valmöguleika til framtíðar, sem er mjög mikilvægt þegar við förum að - hvað eigum við að segja – etja framleiðendum og fjármögnunaraðilum saman.“ Bogi gerir ráð fyrir að á síðari hluta þessa áratugar þurfi að taka inn nýjar vélar til að leysa 757-vélarnar endanlega af hólmi. Félagið sé enn spennt fyrir Airbus þotum af 320 línunni, þá einkum A321 LR. Einnig séu breiðþotur til skoðunar, þar á meðal Boeing 787 Dreamliner. Tölvugerð mynd af Boeing 787 Dreamliner í litum Icelandair.Boeing „Síðan eru 787-breiðþotur líka, sem koma til greina, og henta mjög vel til dæmis fyrir cargo-flutninga með farþegaflutningunum – bara kemur vel út í okkar módelum – og eitthvað sem er þá valkostur við hliðina á – hvað eigum við að segja - Airbus-fjölskyldunni til lengri tíma hjá okkur,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. 18. janúar 2022 19:12 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26. maí 2011 10:54 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að þegar stjórn Icelandair ákvað árið 2012 að kaupa Boeing 737 Max-þoturnar var miðað við að síðar þyrfti að kaupa stærri og langdrægari þotur til að sinna fjarlægari áfangastöðum samhliða því sem Boeing 757 fækkaði í flotanum. Max-vélunum var ætlað að þjóna áfangastöðum félagsins í Evrópu en einnig þeim á austurströnd Bandaríkjanna sem næstir eru Íslandi. Reyndin hefur orðið sú að þær drífa mun lengra, meðal annars til Orlando og Seattle. Fjórtán Boeing 737 Max-þotur verða í flota Icelandair í sumar, einni fleiri en 757-þotur, sem fækkar niður í þrettán í farþegafluginu.KMU Icelandair hefur núna ákveðið að fá tvær Max-vélar til viðbótar fyrir sumarið. Þrýstingur á nýja tegund hefur minnkað. „Hún er bara hagkvæmari hvað varðar eldsneytisnotkun, notar minna eldsneyti heldur en gert var ráð fyrir. Það þýðir að hún getur þá flogið lengra,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Alls verða fjórtán Max-vélar í flota Icelandair næsta sumar. Það þýðir að Maxarnir verða fleiri en 757-vélarnar, sem verið hafa burðarklár félagsins í þrjátíu ár. En núna styttist í að þær hverfi úr þjónustu félagsins en sautján ár eru frá því Boeing hætti framleiðslu 757. Boeing 757 við viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Félagið gerir ráð fyrir að hætta rekstri þeirra eftir fjögur ár.Sigurjón Ólason. „Við höfum verið að taka þær smám saman út úr flotanum og fækka þeim. Við vorum með, held ég, mest um tuttuguogfimm 757-vélar í farþegaleiðakerfinu og verðum með þrettán núna í sumar. Og reiknum með að svona árið 2026 fari síðustu sjö-fimmurnar að fara út úr flotanum okkar.“ Auk 737 og 757 rekur félagið breiðþotur af gerðinni Boeing 767, sem taka um 260 farþega, eitthundrað fleiri en Max átta þoturnar. 767-breiðþoturnar segir Bogi auk þess henta vel í fraktflugi. Boeing 767-breiðþotur eru stærstu vélarnar í þjónustu Icelandair, taka um 260 farþega, eitthundrað fleiri en Boeing 737 Max-8.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum með mjög heppilegan flota fyrir leiðakerfið og höfum nokkra valmöguleika til framtíðar, sem er mjög mikilvægt þegar við förum að - hvað eigum við að segja – etja framleiðendum og fjármögnunaraðilum saman.“ Bogi gerir ráð fyrir að á síðari hluta þessa áratugar þurfi að taka inn nýjar vélar til að leysa 757-vélarnar endanlega af hólmi. Félagið sé enn spennt fyrir Airbus þotum af 320 línunni, þá einkum A321 LR. Einnig séu breiðþotur til skoðunar, þar á meðal Boeing 787 Dreamliner. Tölvugerð mynd af Boeing 787 Dreamliner í litum Icelandair.Boeing „Síðan eru 787-breiðþotur líka, sem koma til greina, og henta mjög vel til dæmis fyrir cargo-flutninga með farþegaflutningunum – bara kemur vel út í okkar módelum – og eitthvað sem er þá valkostur við hliðina á – hvað eigum við að segja - Airbus-fjölskyldunni til lengri tíma hjá okkur,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. 18. janúar 2022 19:12 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26. maí 2011 10:54 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. 18. janúar 2022 19:12
Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33
Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44
Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26. maí 2011 10:54